Eigum að kaupa íslenskt og borða íslenskt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. apríl 2018 19:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flutti stefnuræðu sína á landsþingi flokksins í dag. Landsþingi Miðflokksins var fram haldið í Hörpu í dag og flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, stefnuræðu sína sem snerist að mestu leyti um umhverfis- og orkumál. Meginþráðurinn var að ekki væri allt sem sýnist og sagði hann þörf á nýjum nálgunum. „Mönnum hættir mjög til að taka ákveðnum hlutum sem gefnum í stað þess að skoða þá upp á nýtt. Menn stinga jafnvel höfðinu í sandinn og vilja ekki ræða um staðreyndir. Og af hverju ekki? Oft er það vegna þess að kerfið sem er byggt upp til þess að fást við viðfangsefnin fer að hafa hag af óbreyttri nálgun," sagði Sigmundur í ræðu sinni í dag. Sigmundur fór yfir galla við hina ýmsu kosti sem teljast umhverfisvænir; líkt og bómullarpoka í stað plasts þar sem bómullarræktin sem slík sé óumhverfisvæn. Þá nefndi hann nokkrar lausnir sem Íslendingar ættu að leggja áherslu á. „Við eigum að leggja miklu, miklu meiri áherslu á landgræðslu og skógrækt. Taka aftur upp áherslu í því. Taka aftur upp átak í því. Þar sem það á við, að sjálfsögðu viljum við ekki hafa skóga alls staðar. Og við eigum að styðja og vernda íslenskan landbúnað vegna þess að það er eitt af því umhverfisvænasta sem við getum gert." Draga eigi úr innflutningi á landbúnaðarvörum sem oft séu framleiddar með óumhverfisvænum hætti. „Við eigum að kaupa íslenskar vörur, borða íslenskan mat. Íslenskur landbúnaður, umhverfisvænn. Umhvefisvæn atvinnugrein í sátt við náttúruna. Ekki eins og landbúnaður svo víða annars staðar þar sem menn nota endalaust af sýklalyfjum, þurfa að vökva alveg linnulaust, nota alls konar óæskileg efni og jafnvel áburð sem bannaður á Íslandi," sagði Sigmundur. „Hvers vegna að vera að flytja það inn, fljúga með það jafvel í flutningavélum, í þotum, eða í besta falli að sigla með það í gámum til Íslands og losa allar þær gróðurhúsategundir sem fylgja þegar við höfum heilnæmastu og umhverfisvænustu framleiðsluna hér." Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Landsþingi Miðflokksins var fram haldið í Hörpu í dag og flutti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, stefnuræðu sína sem snerist að mestu leyti um umhverfis- og orkumál. Meginþráðurinn var að ekki væri allt sem sýnist og sagði hann þörf á nýjum nálgunum. „Mönnum hættir mjög til að taka ákveðnum hlutum sem gefnum í stað þess að skoða þá upp á nýtt. Menn stinga jafnvel höfðinu í sandinn og vilja ekki ræða um staðreyndir. Og af hverju ekki? Oft er það vegna þess að kerfið sem er byggt upp til þess að fást við viðfangsefnin fer að hafa hag af óbreyttri nálgun," sagði Sigmundur í ræðu sinni í dag. Sigmundur fór yfir galla við hina ýmsu kosti sem teljast umhverfisvænir; líkt og bómullarpoka í stað plasts þar sem bómullarræktin sem slík sé óumhverfisvæn. Þá nefndi hann nokkrar lausnir sem Íslendingar ættu að leggja áherslu á. „Við eigum að leggja miklu, miklu meiri áherslu á landgræðslu og skógrækt. Taka aftur upp áherslu í því. Taka aftur upp átak í því. Þar sem það á við, að sjálfsögðu viljum við ekki hafa skóga alls staðar. Og við eigum að styðja og vernda íslenskan landbúnað vegna þess að það er eitt af því umhverfisvænasta sem við getum gert." Draga eigi úr innflutningi á landbúnaðarvörum sem oft séu framleiddar með óumhverfisvænum hætti. „Við eigum að kaupa íslenskar vörur, borða íslenskan mat. Íslenskur landbúnaður, umhverfisvænn. Umhvefisvæn atvinnugrein í sátt við náttúruna. Ekki eins og landbúnaður svo víða annars staðar þar sem menn nota endalaust af sýklalyfjum, þurfa að vökva alveg linnulaust, nota alls konar óæskileg efni og jafnvel áburð sem bannaður á Íslandi," sagði Sigmundur. „Hvers vegna að vera að flytja það inn, fljúga með það jafvel í flutningavélum, í þotum, eða í besta falli að sigla með það í gámum til Íslands og losa allar þær gróðurhúsategundir sem fylgja þegar við höfum heilnæmastu og umhverfisvænustu framleiðsluna hér."
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira