Segir aukin útgjöld í samgöngumál löngu tímabær Sylvía Hall skrifar 28. apríl 2018 16:43 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngumálaráðherra, segir þörfina fyrir meira fé í samgöngumál hafa legið fyrir lengi en málaflokkurinn hafi orðið undir í forgangsröðun síðastliðin ár. Nýlega var ákveðið að bæta fjórum milljörðum í viðhald vega, en upphaflega voru átta milljarðar áætlaðir í verkefnið. Þetta kom fram í Víglínunni í dag. Hann segir að frá 2010 hafi allt of lítið verið sett í málaflokkinn og það sé að koma í bakið á okkur núna. Frestun á viðhaldi og aukning umferðar hafi ollið því að ástand vega hafi farið versnandi og erfiður vetur í ár hafi aðeins gert vont ástand verra. Margir vegir hafi skemmst mun fyrr en áætlað var og ekki hægt að fresta framkvæmdum þar sem umferðaröryggi sé í húfi. Sigurður Ingi segir verkefnið mikilvægt fyrir allt landið og að aukin útgjöld ríkisstjórnarinnar í málaflokkinn snerti öll sveitarfélög landsins. Sums staðar þurfi að ráðast í nýframkvæmdir á vegum og nefnir að fjárlaganefnd hafi samþykkt viðbótarútgjöld í Grindavíkurveg síðastliðið haust, en það komi til með að hjálpa ef ákveðið verður að ráðast í breikkun vegarins. Í Borgarfirði eystri verði hægt að hafa vegaframkvæmdir samhliða lagningu ljósleiðara og rafmagnsstrengs í veglínuna. Næsti áfangi í vegamálum verði næstu þrjú ár þar sem áætlað er að setja 16,5 milljarða aukalega í samgöngumál og að á næstu fimm árum megi búast við allt að 250 milljörðum í málaflokkinn.Seinkun skólatíma myndi mögulega leysa umferðarvandann Sigurður Ingi segir ríkisstjórnina vera tilbúna til samtals við sveitarfélögin um framtíð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, en ólík sjónarmið séu uppi í komandi sveitastjórnarkosningum og því ekki hægt að taka ákvörðun fyrr en niðurstaða kosninga sé ljós. Aðspurður um þá hugmynd að setja Miklubraut í stokk segist hann vera opinn fyrir því að ræða hugmyndina, en ódýrari leiðir séu fyrir hendi. Hann segir umferðarvandann mun minni þegar námsmenn séu í prófum og því ástæða til að athuga hvort hægt væri að skóladagurinn byrjaði seinna áður en farið væri í kostnaðarsamar framkvæmdir. „Við sjáum það bara núna þegar framhaldsskólarnir og háskólarnir eru í prófum, þá er enginn tappi. Og er ekki verið að tala um að unga fólkið okkar þurfi að sofa meira og sumir hafa talað um að færa klukkuna, væri ekki bara ráð að framhaldsskólarnir byrjuðu bara klukkutíma síðar?" Hann tekur undir hugmyndir Framsóknarflokksins í Reykjavík að gera almenningssamgöngur fríar í von um að fólk nýti sér þær í auknum mæli og nefnir þar Akureyri sem dæmi, en þar hefur verið frítt í Strætó frá árinu 2007. Mikilvægt sé að horfa til skynsamra lausna til að takast á við umferðarvandann en mögulega þurfi líka að fara í framkvæmdir á dýrum mannvirkjum. Borgarfjörður eystri Víglínan Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngumálaráðherra, segir þörfina fyrir meira fé í samgöngumál hafa legið fyrir lengi en málaflokkurinn hafi orðið undir í forgangsröðun síðastliðin ár. Nýlega var ákveðið að bæta fjórum milljörðum í viðhald vega, en upphaflega voru átta milljarðar áætlaðir í verkefnið. Þetta kom fram í Víglínunni í dag. Hann segir að frá 2010 hafi allt of lítið verið sett í málaflokkinn og það sé að koma í bakið á okkur núna. Frestun á viðhaldi og aukning umferðar hafi ollið því að ástand vega hafi farið versnandi og erfiður vetur í ár hafi aðeins gert vont ástand verra. Margir vegir hafi skemmst mun fyrr en áætlað var og ekki hægt að fresta framkvæmdum þar sem umferðaröryggi sé í húfi. Sigurður Ingi segir verkefnið mikilvægt fyrir allt landið og að aukin útgjöld ríkisstjórnarinnar í málaflokkinn snerti öll sveitarfélög landsins. Sums staðar þurfi að ráðast í nýframkvæmdir á vegum og nefnir að fjárlaganefnd hafi samþykkt viðbótarútgjöld í Grindavíkurveg síðastliðið haust, en það komi til með að hjálpa ef ákveðið verður að ráðast í breikkun vegarins. Í Borgarfirði eystri verði hægt að hafa vegaframkvæmdir samhliða lagningu ljósleiðara og rafmagnsstrengs í veglínuna. Næsti áfangi í vegamálum verði næstu þrjú ár þar sem áætlað er að setja 16,5 milljarða aukalega í samgöngumál og að á næstu fimm árum megi búast við allt að 250 milljörðum í málaflokkinn.Seinkun skólatíma myndi mögulega leysa umferðarvandann Sigurður Ingi segir ríkisstjórnina vera tilbúna til samtals við sveitarfélögin um framtíð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, en ólík sjónarmið séu uppi í komandi sveitastjórnarkosningum og því ekki hægt að taka ákvörðun fyrr en niðurstaða kosninga sé ljós. Aðspurður um þá hugmynd að setja Miklubraut í stokk segist hann vera opinn fyrir því að ræða hugmyndina, en ódýrari leiðir séu fyrir hendi. Hann segir umferðarvandann mun minni þegar námsmenn séu í prófum og því ástæða til að athuga hvort hægt væri að skóladagurinn byrjaði seinna áður en farið væri í kostnaðarsamar framkvæmdir. „Við sjáum það bara núna þegar framhaldsskólarnir og háskólarnir eru í prófum, þá er enginn tappi. Og er ekki verið að tala um að unga fólkið okkar þurfi að sofa meira og sumir hafa talað um að færa klukkuna, væri ekki bara ráð að framhaldsskólarnir byrjuðu bara klukkutíma síðar?" Hann tekur undir hugmyndir Framsóknarflokksins í Reykjavík að gera almenningssamgöngur fríar í von um að fólk nýti sér þær í auknum mæli og nefnir þar Akureyri sem dæmi, en þar hefur verið frítt í Strætó frá árinu 2007. Mikilvægt sé að horfa til skynsamra lausna til að takast á við umferðarvandann en mögulega þurfi líka að fara í framkvæmdir á dýrum mannvirkjum.
Borgarfjörður eystri Víglínan Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira