Segir aukin útgjöld í samgöngumál löngu tímabær Sylvía Hall skrifar 28. apríl 2018 16:43 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngumálaráðherra, segir þörfina fyrir meira fé í samgöngumál hafa legið fyrir lengi en málaflokkurinn hafi orðið undir í forgangsröðun síðastliðin ár. Nýlega var ákveðið að bæta fjórum milljörðum í viðhald vega, en upphaflega voru átta milljarðar áætlaðir í verkefnið. Þetta kom fram í Víglínunni í dag. Hann segir að frá 2010 hafi allt of lítið verið sett í málaflokkinn og það sé að koma í bakið á okkur núna. Frestun á viðhaldi og aukning umferðar hafi ollið því að ástand vega hafi farið versnandi og erfiður vetur í ár hafi aðeins gert vont ástand verra. Margir vegir hafi skemmst mun fyrr en áætlað var og ekki hægt að fresta framkvæmdum þar sem umferðaröryggi sé í húfi. Sigurður Ingi segir verkefnið mikilvægt fyrir allt landið og að aukin útgjöld ríkisstjórnarinnar í málaflokkinn snerti öll sveitarfélög landsins. Sums staðar þurfi að ráðast í nýframkvæmdir á vegum og nefnir að fjárlaganefnd hafi samþykkt viðbótarútgjöld í Grindavíkurveg síðastliðið haust, en það komi til með að hjálpa ef ákveðið verður að ráðast í breikkun vegarins. Í Borgarfirði eystri verði hægt að hafa vegaframkvæmdir samhliða lagningu ljósleiðara og rafmagnsstrengs í veglínuna. Næsti áfangi í vegamálum verði næstu þrjú ár þar sem áætlað er að setja 16,5 milljarða aukalega í samgöngumál og að á næstu fimm árum megi búast við allt að 250 milljörðum í málaflokkinn.Seinkun skólatíma myndi mögulega leysa umferðarvandann Sigurður Ingi segir ríkisstjórnina vera tilbúna til samtals við sveitarfélögin um framtíð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, en ólík sjónarmið séu uppi í komandi sveitastjórnarkosningum og því ekki hægt að taka ákvörðun fyrr en niðurstaða kosninga sé ljós. Aðspurður um þá hugmynd að setja Miklubraut í stokk segist hann vera opinn fyrir því að ræða hugmyndina, en ódýrari leiðir séu fyrir hendi. Hann segir umferðarvandann mun minni þegar námsmenn séu í prófum og því ástæða til að athuga hvort hægt væri að skóladagurinn byrjaði seinna áður en farið væri í kostnaðarsamar framkvæmdir. „Við sjáum það bara núna þegar framhaldsskólarnir og háskólarnir eru í prófum, þá er enginn tappi. Og er ekki verið að tala um að unga fólkið okkar þurfi að sofa meira og sumir hafa talað um að færa klukkuna, væri ekki bara ráð að framhaldsskólarnir byrjuðu bara klukkutíma síðar?" Hann tekur undir hugmyndir Framsóknarflokksins í Reykjavík að gera almenningssamgöngur fríar í von um að fólk nýti sér þær í auknum mæli og nefnir þar Akureyri sem dæmi, en þar hefur verið frítt í Strætó frá árinu 2007. Mikilvægt sé að horfa til skynsamra lausna til að takast á við umferðarvandann en mögulega þurfi líka að fara í framkvæmdir á dýrum mannvirkjum. Borgarfjörður eystri Víglínan Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngumálaráðherra, segir þörfina fyrir meira fé í samgöngumál hafa legið fyrir lengi en málaflokkurinn hafi orðið undir í forgangsröðun síðastliðin ár. Nýlega var ákveðið að bæta fjórum milljörðum í viðhald vega, en upphaflega voru átta milljarðar áætlaðir í verkefnið. Þetta kom fram í Víglínunni í dag. Hann segir að frá 2010 hafi allt of lítið verið sett í málaflokkinn og það sé að koma í bakið á okkur núna. Frestun á viðhaldi og aukning umferðar hafi ollið því að ástand vega hafi farið versnandi og erfiður vetur í ár hafi aðeins gert vont ástand verra. Margir vegir hafi skemmst mun fyrr en áætlað var og ekki hægt að fresta framkvæmdum þar sem umferðaröryggi sé í húfi. Sigurður Ingi segir verkefnið mikilvægt fyrir allt landið og að aukin útgjöld ríkisstjórnarinnar í málaflokkinn snerti öll sveitarfélög landsins. Sums staðar þurfi að ráðast í nýframkvæmdir á vegum og nefnir að fjárlaganefnd hafi samþykkt viðbótarútgjöld í Grindavíkurveg síðastliðið haust, en það komi til með að hjálpa ef ákveðið verður að ráðast í breikkun vegarins. Í Borgarfirði eystri verði hægt að hafa vegaframkvæmdir samhliða lagningu ljósleiðara og rafmagnsstrengs í veglínuna. Næsti áfangi í vegamálum verði næstu þrjú ár þar sem áætlað er að setja 16,5 milljarða aukalega í samgöngumál og að á næstu fimm árum megi búast við allt að 250 milljörðum í málaflokkinn.Seinkun skólatíma myndi mögulega leysa umferðarvandann Sigurður Ingi segir ríkisstjórnina vera tilbúna til samtals við sveitarfélögin um framtíð almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, en ólík sjónarmið séu uppi í komandi sveitastjórnarkosningum og því ekki hægt að taka ákvörðun fyrr en niðurstaða kosninga sé ljós. Aðspurður um þá hugmynd að setja Miklubraut í stokk segist hann vera opinn fyrir því að ræða hugmyndina, en ódýrari leiðir séu fyrir hendi. Hann segir umferðarvandann mun minni þegar námsmenn séu í prófum og því ástæða til að athuga hvort hægt væri að skóladagurinn byrjaði seinna áður en farið væri í kostnaðarsamar framkvæmdir. „Við sjáum það bara núna þegar framhaldsskólarnir og háskólarnir eru í prófum, þá er enginn tappi. Og er ekki verið að tala um að unga fólkið okkar þurfi að sofa meira og sumir hafa talað um að færa klukkuna, væri ekki bara ráð að framhaldsskólarnir byrjuðu bara klukkutíma síðar?" Hann tekur undir hugmyndir Framsóknarflokksins í Reykjavík að gera almenningssamgöngur fríar í von um að fólk nýti sér þær í auknum mæli og nefnir þar Akureyri sem dæmi, en þar hefur verið frítt í Strætó frá árinu 2007. Mikilvægt sé að horfa til skynsamra lausna til að takast á við umferðarvandann en mögulega þurfi líka að fara í framkvæmdir á dýrum mannvirkjum.
Borgarfjörður eystri Víglínan Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira