Innlent

Þögul mótmæli á annað hundrað manns við velferðarráðuneytið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá mótmælunum í Skógarhlíð.
Frá mótmælunum í Skógarhlíð. Vísir/Egill
Notendur Hugarafls og Geðheilsu – Eftirfylgdar stóð fyrir þöglum mótmælum við velferðarráðunetið í Skógarhlíð klukkan 13 í dag. Á annað hundrað manns mættu til að mótmæla lækkun á styrkjum til Hugarafls sem útlit er fyrir að skerðist um 2,5 milljónir króna í ár.

Þá ríkir óvissa um húsnæðismál samtakanna en Hugarafl starfar í húsi Geðheilsumiðstöðvar sem ákveðið hefur verið að leggja niður.

Frá mótmælunum þar sem grímur voru á lofti og sumir í appelsínugulum bolum sem stöfuðu saman Hugarafl.Vísir/Egill
„Ég trúi ekki öðru en að þetta sé skilningsleysi á hversu mikilvæg þessi starfsemi er. Við erum að skila fólki aftur á vinnumarkað, aftur í skóla. Þetta er sá staður á landinu þar sem er verið að koma í veg fyrir varanlega örorku og margt margt fleira. Mér finnst mjög skrýtið að þetta sé að gerast,“ sagði Fanney Björk Ingólfsdóttir, formaður Unghuga, í samtali við fréttastofu á dögunum.

Mótmælendur standa fyrir utan ráðuneytið en óvíst er hvort þeir nái eyrum Ásmundar Einars Daðasonar ráðherra sem mun ekki vera á svæðinu.

Fjallað verður nánar um mótmælin í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls

Óvissa ríkir um starfsemi Hugarafls en útlit er fyrir að fyrir að styrkir frá félagsmálaráðuneytinu skerðist um 2,5 milljónir til samtakann á þessu ári.

Enn vegið að Hugarafli sem missir húsnæðið

Það hefur alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemi Hugarafls að leggja niður teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Samtökin munu missa húsnæði sitt í sumar. Stjórn Hugarafls fundar í dag um næstu skref í baráttunni fyrir tilvist samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×