Fær bætur vegna raddleysis eftir íþróttakennslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2018 15:52 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Akureyrarbær þarf að greiða konu sem starfaði sem íþróttakennari við Lundarskóla skaðabætur eftir að raddbönd hennar sködduðust er hún var við kennslu í íþróttahúsi KA árið 2011. Starfsaðstæður voru að mati héraðsdóms ófullnægjandi. Skaðabótaskylda bæjarins gagnvart konunni var viðurkennd auk þess sem að bærinn þarf greiða henni 2,1 milljón í málskostnað vegna málsins. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 3. apríl síðastliðinn en hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Málsatvik voru þannig að konan, sem starfað hafði sem íþróttakennari í 20 ár, var að störfum við kennslu í íþróttahúsinu þann 5. október 2011. Nokkrum dögum áður hafði verið skipt um gólf í íþróttahúsinu en í skýrslu konunnar fyrir dómi kom fram að í húsinu hafi verið „megn lyktarmengun fyrst eftir að húsið var tekið í notkun og þar hafi einnig verið mikið ryk og hávaði.“ Fjórir samkennarar konunnar komu fyrir dóm og lýstu aðstæðum í húsinu með sambærilegum hætti. Umræddan dag var konan við kennslu í íþróttahúsinu að útskýra leik fyrir nemendum sínum þegar rödd hennar brast. Sagðist hún næstu vikur hafa reynt að hlífa röddinni en loks leitað sér læknishjálpar þann 10. nóvember 2011. Var hún í veikindaleyfi út skólaárið og hefur ekki snúið aftur til íþróttakennslu en sinnt ýmsum öðrum störfum innan skólans síðan. Hefur konan verið í raddmeðferð undanfarin ár en hún var sögð ekki hafa skilað fullnægjandi árangri, rödd hennar væri þróttlítil og ekki náð fullnægjandi styrk til að hún gæti hafið kennslu á ný.Konan var við störf í íþróttahúsi KA á Akureyri.VísirBærinn sagði raddleysi algengan fylgifisk kennslu Undir rekstri málsins voru tveir dómkvaddir læknar kallaðir til að meta hvort orsakatengsl væru á milli líkamstjóns hennar og aðstæðna á vinnustað. Var það mat þeirra beggja að mun meiri líkur en minni væru á því að raddvandamál konunnar væru vegna óviðunandi ástands í íþróttahúsinu.Akureyrarbær krafðist sýknu og byggðist vörnin á því að ósannað væri að bærinn ætti sök á tjóni konunnar, þá væru ekki orsakatengsl á milli vinnuaðstæðna og tjóns konunnar. Benti bærinn á að konan hefði starfað sem íþróttakennari í tuttugu ár og að raddleysi væri algengur fylgifiskur kennslu, sérstaklega íþróttakennslu.Byggði dómur héraðsdóms í málinu einkum á mati læknanna tveggja, sem og vitnisburði samkennara konunnar, en ekki væri vafi á því að bærinn bæri ábyrgð á því að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu væru viðunandi.„Stefnandi hefur leitt fjögur vitni fyrir dóminn, sem unnu sama verk á sama tíma og stað fyrir stefnda og hefur að auki kostað til mats dómskvaddra matsmanna sem telja að aðstæður sem þessi vitni lýsa hafi valdið því líkamstjóni sem stefnandi hefur átt við að stríða, verður að telja að þá sé svo komið að stefndi beri hallan af skorti á sönnun um hverjar aðstæðurnar nákvæmlega voru,“ segir í dómi héraðsdóms.Akureyrarbæ hafi á sama tíma ekki tekist að sýna fram á að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu hafi verið í samræmi við lágmarkskröfur laga. Var því að mati dómsins sannað að háttsemi bæjarins hafi af hlotist tjón konunnar.Var skaðabótaskylda bæjarsins gagnvart konunni viðurkennd og þarf bærinn sem fyrr segir að greiða konunni 161 þúsund krónur í skaðabætur, eða því sem nemur upphæð reikninga vegna raddmeðferðar konunnar hjá Talmeinastofunni, sem og eins reiknings vegna sjúkranudds.Þá þarf Akureyrarbær einnig að greiða konunni 2,1 milljón króna í málskostnað vegna málsins, þóknun lögmanns og útlagðan kostnað konunnar í málinu. Dómsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Akureyrarbær þarf að greiða konu sem starfaði sem íþróttakennari við Lundarskóla skaðabætur eftir að raddbönd hennar sködduðust er hún var við kennslu í íþróttahúsi KA árið 2011. Starfsaðstæður voru að mati héraðsdóms ófullnægjandi. Skaðabótaskylda bæjarins gagnvart konunni var viðurkennd auk þess sem að bærinn þarf greiða henni 2,1 milljón í málskostnað vegna málsins. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 3. apríl síðastliðinn en hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Málsatvik voru þannig að konan, sem starfað hafði sem íþróttakennari í 20 ár, var að störfum við kennslu í íþróttahúsinu þann 5. október 2011. Nokkrum dögum áður hafði verið skipt um gólf í íþróttahúsinu en í skýrslu konunnar fyrir dómi kom fram að í húsinu hafi verið „megn lyktarmengun fyrst eftir að húsið var tekið í notkun og þar hafi einnig verið mikið ryk og hávaði.“ Fjórir samkennarar konunnar komu fyrir dóm og lýstu aðstæðum í húsinu með sambærilegum hætti. Umræddan dag var konan við kennslu í íþróttahúsinu að útskýra leik fyrir nemendum sínum þegar rödd hennar brast. Sagðist hún næstu vikur hafa reynt að hlífa röddinni en loks leitað sér læknishjálpar þann 10. nóvember 2011. Var hún í veikindaleyfi út skólaárið og hefur ekki snúið aftur til íþróttakennslu en sinnt ýmsum öðrum störfum innan skólans síðan. Hefur konan verið í raddmeðferð undanfarin ár en hún var sögð ekki hafa skilað fullnægjandi árangri, rödd hennar væri þróttlítil og ekki náð fullnægjandi styrk til að hún gæti hafið kennslu á ný.Konan var við störf í íþróttahúsi KA á Akureyri.VísirBærinn sagði raddleysi algengan fylgifisk kennslu Undir rekstri málsins voru tveir dómkvaddir læknar kallaðir til að meta hvort orsakatengsl væru á milli líkamstjóns hennar og aðstæðna á vinnustað. Var það mat þeirra beggja að mun meiri líkur en minni væru á því að raddvandamál konunnar væru vegna óviðunandi ástands í íþróttahúsinu.Akureyrarbær krafðist sýknu og byggðist vörnin á því að ósannað væri að bærinn ætti sök á tjóni konunnar, þá væru ekki orsakatengsl á milli vinnuaðstæðna og tjóns konunnar. Benti bærinn á að konan hefði starfað sem íþróttakennari í tuttugu ár og að raddleysi væri algengur fylgifiskur kennslu, sérstaklega íþróttakennslu.Byggði dómur héraðsdóms í málinu einkum á mati læknanna tveggja, sem og vitnisburði samkennara konunnar, en ekki væri vafi á því að bærinn bæri ábyrgð á því að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu væru viðunandi.„Stefnandi hefur leitt fjögur vitni fyrir dóminn, sem unnu sama verk á sama tíma og stað fyrir stefnda og hefur að auki kostað til mats dómskvaddra matsmanna sem telja að aðstæður sem þessi vitni lýsa hafi valdið því líkamstjóni sem stefnandi hefur átt við að stríða, verður að telja að þá sé svo komið að stefndi beri hallan af skorti á sönnun um hverjar aðstæðurnar nákvæmlega voru,“ segir í dómi héraðsdóms.Akureyrarbæ hafi á sama tíma ekki tekist að sýna fram á að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu hafi verið í samræmi við lágmarkskröfur laga. Var því að mati dómsins sannað að háttsemi bæjarins hafi af hlotist tjón konunnar.Var skaðabótaskylda bæjarsins gagnvart konunni viðurkennd og þarf bærinn sem fyrr segir að greiða konunni 161 þúsund krónur í skaðabætur, eða því sem nemur upphæð reikninga vegna raddmeðferðar konunnar hjá Talmeinastofunni, sem og eins reiknings vegna sjúkranudds.Þá þarf Akureyrarbær einnig að greiða konunni 2,1 milljón króna í málskostnað vegna málsins, þóknun lögmanns og útlagðan kostnað konunnar í málinu.
Dómsmál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira