Ellilífeyrisþega gert að kosta fornleifauppgröft Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. apríl 2018 06:00 Hjörleifur Hallgríms bjó í æsku á Aðalstræti 12b og vill fá að byggja þar hús en kveðst vera orðinn hundþreyttur á ljónum í veginum. Vísir/Auðunn „Það er svo galið allt saman í kring um þetta og ég, sem er kominn á gamals aldur, er orðinn hundþreyttur á þessu veseni,“ segir Hjörleifur Hallgríms sem stendur í ströngu við að fá að byggja á lóð sinni í innbæ Akureyrar. Hjörleifur keypti fyrir sex árum lóðina Aðalstræti 12b. „Ég keypti þessa lóð því þarna eru æskustöðvar mínar og mig langar kannski að flytja þarna inn,“ segir hann. Á lóðinni stóð Hótel Akureyri. Eftir að hótelrekstrinum var hætt bjó Hjörleifur þar með foreldrum sínum eins og fleiri. Húsið brann til kaldra kola á sjötta áratug síðustu aldar. „Ég má byggja hús sem er 117 fermetrar á tveimur hæðum með risi og hálfum kjallara en hef staðið í stríði við skipulagsdeild Akureyrar öll þess ár um að fá að vera með fjórar litlar íbúðir,“ segir Hjörleifur sem kveðst hafa kært synjunina um leyfi fyrir íbúðunum fjórum. „En ég ætlaði samt að byrja að grafa í haust og láta bara slag standa en þá var mér sagt að Minjastofnun stoppi það af á þeim forsendum að það sé talið að það séu fornminjar undir í lóðinni,“ segir Hjörleifur. Ofan í tafirnar eigi hann að borga fornleifarannsóknina úr eigin vasa.Gröftur á tæpa milljón Rúnar Leifsson, minjavörður Norðurlands eystra, segir í bréfi til Hallgríms að könnunarskurður sumarið 2015 hafi leitt í ljós vegg undir brunarústum Hótels Akureyrar. Veggurinn sé hugsanlega úr eldri byggingu. Á lóðinni hafi meðal annars verið hluti Konungsverslunarhúsanna gömlu. „Til að skera úr um eðli og dreifingu fornleifa sem leynast undir sverði á lóð Aðalstrætis 12b þarf að kanna nánar svæðið frekar með skurðum.“ „Mér er sagt að gröfturinn myndi kosta tæpa milljón. Ég á að leggja út fyrir þessu en ég er ellilífeyrisþegi með tæpar 250 þúsund krónur á mánuði og hef engin efni á því,“ segir Hjörleifur sem bað um sundurliðaða kostnaðaráætlun. Samkvæmt henni á að greiða laun, dagpeninga, akstur, gistingu og fæði fornleifafræðinga sem ætla að vinna í samtals 32 stundir á lóðinni. Síðan bætast við sextán stundir í úrvinnslu. Í bréfi minjavarðar er vitnað til laga um menningarminjar frá árinu 2012: „Framkvæmdaaðili greiðir kostnað við rannsóknir á fornleifum sem Minjastofnun Íslands ákveður að séu nauðsynlegar.“ Og alls óvíst er að Hjörleifur sleppi með þær 927 þúsund krónur sem áætlað er að könnunaruppgröfturinn kosti. „Ákvörðun um hvort ráðast þurfi í frekari mótvægisaðgerðir mun byggja á niðurstöðum þessarar könnunar,“ segir í bréfi minjavarðarins. „Eftir atvikum er mögulegt að krafa verði gerð um heildaruppgröft minja sem kunna að koma í ljós.“ Hjörleifur segist alveg stopp. „Þetta eru þvílík ólög. Það hlýtur að skipta máli hvort um er að ræða stöndug fyrirtæki eða ellilífeyrisþega.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
„Það er svo galið allt saman í kring um þetta og ég, sem er kominn á gamals aldur, er orðinn hundþreyttur á þessu veseni,“ segir Hjörleifur Hallgríms sem stendur í ströngu við að fá að byggja á lóð sinni í innbæ Akureyrar. Hjörleifur keypti fyrir sex árum lóðina Aðalstræti 12b. „Ég keypti þessa lóð því þarna eru æskustöðvar mínar og mig langar kannski að flytja þarna inn,“ segir hann. Á lóðinni stóð Hótel Akureyri. Eftir að hótelrekstrinum var hætt bjó Hjörleifur þar með foreldrum sínum eins og fleiri. Húsið brann til kaldra kola á sjötta áratug síðustu aldar. „Ég má byggja hús sem er 117 fermetrar á tveimur hæðum með risi og hálfum kjallara en hef staðið í stríði við skipulagsdeild Akureyrar öll þess ár um að fá að vera með fjórar litlar íbúðir,“ segir Hjörleifur sem kveðst hafa kært synjunina um leyfi fyrir íbúðunum fjórum. „En ég ætlaði samt að byrja að grafa í haust og láta bara slag standa en þá var mér sagt að Minjastofnun stoppi það af á þeim forsendum að það sé talið að það séu fornminjar undir í lóðinni,“ segir Hjörleifur. Ofan í tafirnar eigi hann að borga fornleifarannsóknina úr eigin vasa.Gröftur á tæpa milljón Rúnar Leifsson, minjavörður Norðurlands eystra, segir í bréfi til Hallgríms að könnunarskurður sumarið 2015 hafi leitt í ljós vegg undir brunarústum Hótels Akureyrar. Veggurinn sé hugsanlega úr eldri byggingu. Á lóðinni hafi meðal annars verið hluti Konungsverslunarhúsanna gömlu. „Til að skera úr um eðli og dreifingu fornleifa sem leynast undir sverði á lóð Aðalstrætis 12b þarf að kanna nánar svæðið frekar með skurðum.“ „Mér er sagt að gröfturinn myndi kosta tæpa milljón. Ég á að leggja út fyrir þessu en ég er ellilífeyrisþegi með tæpar 250 þúsund krónur á mánuði og hef engin efni á því,“ segir Hjörleifur sem bað um sundurliðaða kostnaðaráætlun. Samkvæmt henni á að greiða laun, dagpeninga, akstur, gistingu og fæði fornleifafræðinga sem ætla að vinna í samtals 32 stundir á lóðinni. Síðan bætast við sextán stundir í úrvinnslu. Í bréfi minjavarðar er vitnað til laga um menningarminjar frá árinu 2012: „Framkvæmdaaðili greiðir kostnað við rannsóknir á fornleifum sem Minjastofnun Íslands ákveður að séu nauðsynlegar.“ Og alls óvíst er að Hjörleifur sleppi með þær 927 þúsund krónur sem áætlað er að könnunaruppgröfturinn kosti. „Ákvörðun um hvort ráðast þurfi í frekari mótvægisaðgerðir mun byggja á niðurstöðum þessarar könnunar,“ segir í bréfi minjavarðarins. „Eftir atvikum er mögulegt að krafa verði gerð um heildaruppgröft minja sem kunna að koma í ljós.“ Hjörleifur segist alveg stopp. „Þetta eru þvílík ólög. Það hlýtur að skipta máli hvort um er að ræða stöndug fyrirtæki eða ellilífeyrisþega.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira