Innlent

Ölvaður þjófur í Smáralind

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Maðurinn var að hnuppla í verslunarmiðstöðinni.
Maðurinn var að hnuppla í verslunarmiðstöðinni. Vísir/GVA
Þrír einstaklingar voru handteknir í Kópavogi í gær vegna gruns um margvísleg innbrot eða þjófnaði. Til að mynda var ölvaður maður handtekinn í Smáralind á sjöunda tímanum í gærkvöldi eftir að hafa verið staðinn að búðahnupli. Hann er að sama skapi sagður hafa gerist brotlegur við áfengislög með framgöngu sinni í verslunarmiðstöðinni.

Annar ölvaður karlmaður hafði verið handtekinn skömmu áður í Kópavogi vegna gruns um húsbrot. Maðurinn fór síðan ekki að fyrirmælum lögreglu þegar reynt var að hafa hendur í hári hans.

Þá var karlmaður handtekinn í Engihjalla skömmu fyrir klukkan 5 í morgun. Að sögn lögreglu er maðurinn grunaður um að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum fíkniefna. Þá er hann jafnframt talinn hafa ógnað öðrum ökumanni sem á vegi hans varð með hafnaboltakylfu. Maðurinn hefur verið fluttur í fangaklefa þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×