Strákarnir okkar mæta aftur á stórmót í jakkafötum frá Herragarðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2018 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson mætir til leiks á EM 2016. Vísir/Getty Það vakti mikla athygli þegar strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu mættu til leiks á EM í Frakklandi sumarið 2016 í glæsilegum jakkafötum. Nú ætla Herragarðurinn og KSÍ að endurtaka leikinn en þau hafa gert með sér áframhaldandi samning um klæðnað fyrir A landslið karla í knattspyrnu og starfsfólk KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Strákarnir okkar voru mældir í bak og fyrir í æfingaferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna á dögunum en hver föt eru sérmæld og merkt hverjum leikmanni og starfsmanni innan í fóðri jakkans. Að sjálfsögðu kemur textinn Fyrir Ísland fyrir í kraganum eins og liðstreyjunni. Á EM í Frakklandi voru landsliðsmenn og starfsmenn KSÍ mældir upp í sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum. Að þessu sinni verða leikmenn klæddir í stakan jakka og buxur. Bláir tónar verða allsráðandi en rauði liturinn víkur fyrir bláum í bindisvali. Skófatnaður verður útvegaður frá Lloyd skófyrirtækinu og skyrtur frá Stenströms. Jakkinn og buxurnar eru síðan sérsaumuð undir merki Herragarðsins sérsaums.Vísir/GettyGuðni Bergsson, formaður KSÍ: „Við erum mjög ánægð með endurnýjun á samkomulaginu við Herragarðinn. Við höfum klæðst þeirra fatnaði undanfarin ár og fengið frábæra þjónustu. Það er hluti af ímynd landsliðanna að koma vel fyrir og klæðast góðum fatnaði bæði innan vallar sem utan,“ sagði Guðni við heimasíðu KSÍ. „Við erum afar stoltir í að vera þátttakendur í HM ævintýrinu. Við höfum átt virkilega gott samstarf við KSÍ og minningar frá EM 2016 munu alltaf eiga stóran sess hjá Herragarðsmönnum eins og landsmönnum öllum,“ sagði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson verslunarstjóri Herragarðsins, „Það hefur verið mikill metnaður af okkar hálfu að ganga til þessa verkefnis með fagmennsku að leiðarljósi enda flugum við t.a.m. til San Fransisco til að mæla leikmenn nýlega og var frábært að sjá þessa góðu stemmningu sem einkennir landsliðið og starfsfólkið í kringum það. Það er okkar heiður að taka þátt í þessu verkefni á öðru stórmótinu í í röð. Við vonum að þetta samstarf hjálpi strákunum í vinnu sinni á HM í Rússlandi,“ sagði Vilhjálmur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu mættu til leiks á EM í Frakklandi sumarið 2016 í glæsilegum jakkafötum. Nú ætla Herragarðurinn og KSÍ að endurtaka leikinn en þau hafa gert með sér áframhaldandi samning um klæðnað fyrir A landslið karla í knattspyrnu og starfsfólk KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Strákarnir okkar voru mældir í bak og fyrir í æfingaferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna á dögunum en hver föt eru sérmæld og merkt hverjum leikmanni og starfsmanni innan í fóðri jakkans. Að sjálfsögðu kemur textinn Fyrir Ísland fyrir í kraganum eins og liðstreyjunni. Á EM í Frakklandi voru landsliðsmenn og starfsmenn KSÍ mældir upp í sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum. Að þessu sinni verða leikmenn klæddir í stakan jakka og buxur. Bláir tónar verða allsráðandi en rauði liturinn víkur fyrir bláum í bindisvali. Skófatnaður verður útvegaður frá Lloyd skófyrirtækinu og skyrtur frá Stenströms. Jakkinn og buxurnar eru síðan sérsaumuð undir merki Herragarðsins sérsaums.Vísir/GettyGuðni Bergsson, formaður KSÍ: „Við erum mjög ánægð með endurnýjun á samkomulaginu við Herragarðinn. Við höfum klæðst þeirra fatnaði undanfarin ár og fengið frábæra þjónustu. Það er hluti af ímynd landsliðanna að koma vel fyrir og klæðast góðum fatnaði bæði innan vallar sem utan,“ sagði Guðni við heimasíðu KSÍ. „Við erum afar stoltir í að vera þátttakendur í HM ævintýrinu. Við höfum átt virkilega gott samstarf við KSÍ og minningar frá EM 2016 munu alltaf eiga stóran sess hjá Herragarðsmönnum eins og landsmönnum öllum,“ sagði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson verslunarstjóri Herragarðsins, „Það hefur verið mikill metnaður af okkar hálfu að ganga til þessa verkefnis með fagmennsku að leiðarljósi enda flugum við t.a.m. til San Fransisco til að mæla leikmenn nýlega og var frábært að sjá þessa góðu stemmningu sem einkennir landsliðið og starfsfólkið í kringum það. Það er okkar heiður að taka þátt í þessu verkefni á öðru stórmótinu í í röð. Við vonum að þetta samstarf hjálpi strákunum í vinnu sinni á HM í Rússlandi,“ sagði Vilhjálmur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira