Hvalveiðar gætu vakið alvarleg viðbrögð Gissur Sigurðsson og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 17. apríl 2018 19:45 Hvalveiðar Íslendinga eru umdeildar í meira lagi. VÍSIR/VILHELM Fyrirhugaðar veiðar Hvals hf. á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé kann að skapa alvarleg viðbrögð víða um heim að sögn fulltrúa Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi. Veiðarnar eiga að hefjast í júní og má veiða 161 samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunar. Morgunblaðið greinir frá því að fyrirtækið hafi að undanförnu staðið fyrir þróun á járnríku fæðubótarefni úr beinum og spiki hvalanna og betri söluhorfur séu nú fyrir kjötið í Japan.Hvalveiðunum víða mótmælt „Það er auðvitað ljóst að þetta eru mikil vonbrigði og þetta verða mikil vonbrigði fyrir alla þá sem eru að vinna með dýravelferð og auðvitað miklu fleiri. Ég trúi því að þetta verði vonbrigði líka fyrir þá sem hafa verið að vinna hér að útflutningsmálum með íslenskan fisk og til dæmis landbúnaðarafurðir á Bandaríkjamarkað og víðar. Menn hafa verið að lenda í vandræðum á þessum mörkuðum af og til á undanförnum árum, vörum hefur til dæmis ekki verið stillt upp með þeim hætti sem að vera skyldi hjá Whole Foods út af þessum hvalveiðum og svo mætti áfram telja. Við höfum auðvitað haft líka alþjóðleg mótmæli, ríkisstjórnir, Evrópusambandið og Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa mótmælt þessu. Ég held að það sem hafi einna helst breyst á þessum tíma frá því að veiðarnar voru stundaðar síðast er að viðhorf Íslendinga til dýravelferðar hefur breyst. Ég trúi því að þessar sprengjuárásir á villt spendýr í hafi að þau samræmist ekki nútíma viðhorfum Íslendinga um dýravelferð,“ segir Sigursteinn Másson fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi.Hefur ekki haft áhrif á ferðaþjónustu Spurður út í hvort að hvalveiðarnar hafi haft áhrif á ferðaþjónustuna segir Sigursteinn: „Ég hafði aldrei mikla trú á því að þetta hefði mikil áhrif á ferðaþjónustuna þó svo að það væri kannski sérstaklega viðkvæmt gagnvart hvalaskoðuninni út af fyrir sig. Það er erfitt að segja hver þróunin hefði verið ef að veiðarnar hefðu ekki átt sér stað. Það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess að þetta hafi bein áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir Sigursteinn. Dýr Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Fyrirhugaðar veiðar Hvals hf. á stórhvelum í sumar eftir tveggja ára hlé kann að skapa alvarleg viðbrögð víða um heim að sögn fulltrúa Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi. Veiðarnar eiga að hefjast í júní og má veiða 161 samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunar. Morgunblaðið greinir frá því að fyrirtækið hafi að undanförnu staðið fyrir þróun á járnríku fæðubótarefni úr beinum og spiki hvalanna og betri söluhorfur séu nú fyrir kjötið í Japan.Hvalveiðunum víða mótmælt „Það er auðvitað ljóst að þetta eru mikil vonbrigði og þetta verða mikil vonbrigði fyrir alla þá sem eru að vinna með dýravelferð og auðvitað miklu fleiri. Ég trúi því að þetta verði vonbrigði líka fyrir þá sem hafa verið að vinna hér að útflutningsmálum með íslenskan fisk og til dæmis landbúnaðarafurðir á Bandaríkjamarkað og víðar. Menn hafa verið að lenda í vandræðum á þessum mörkuðum af og til á undanförnum árum, vörum hefur til dæmis ekki verið stillt upp með þeim hætti sem að vera skyldi hjá Whole Foods út af þessum hvalveiðum og svo mætti áfram telja. Við höfum auðvitað haft líka alþjóðleg mótmæli, ríkisstjórnir, Evrópusambandið og Bandaríkin og mörg önnur ríki hafa mótmælt þessu. Ég held að það sem hafi einna helst breyst á þessum tíma frá því að veiðarnar voru stundaðar síðast er að viðhorf Íslendinga til dýravelferðar hefur breyst. Ég trúi því að þessar sprengjuárásir á villt spendýr í hafi að þau samræmist ekki nútíma viðhorfum Íslendinga um dýravelferð,“ segir Sigursteinn Másson fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi.Hefur ekki haft áhrif á ferðaþjónustu Spurður út í hvort að hvalveiðarnar hafi haft áhrif á ferðaþjónustuna segir Sigursteinn: „Ég hafði aldrei mikla trú á því að þetta hefði mikil áhrif á ferðaþjónustuna þó svo að það væri kannski sérstaklega viðkvæmt gagnvart hvalaskoðuninni út af fyrir sig. Það er erfitt að segja hver þróunin hefði verið ef að veiðarnar hefðu ekki átt sér stað. Það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess að þetta hafi bein áhrif á ferðaþjónustuna,“ segir Sigursteinn.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Tengdar fréttir Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08 Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Hvalveiðar Íslendinga eru sagðar hafa hverfandi áhrif á stofninn á heimsvísu. 25. febrúar 2018 20:08
Hefja hvalveiðar á ný Hvalur hf. ætlar að hefja hvalveiðar á ný eftir tveggja ára hlé og eins og fyrr verða langreyðar veiddar. 17. apríl 2018 07:05