Íslendingar geta lært af Bandaríkjamönnum um verndun hvala Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 20:08 Stjórnandi griðasvæðis hvala í Massachusetts í Bandaríkjunum segir að Íslendingar geti lært af reynslu Bandaríkjamanna um verndun hvala. Íslenskur sérfræðingur telur að hvalveiðar Íslendinga hafi hverfandi áhrif á hvalastofninn á heimsvísu. Verndun hvala var viðfangsefni ráðstefnu í sýningnarsal Whales of Iceland á Fiskislóð. Ben Haskell, stjórnandi Stellwagen-griðasvæðisins í Massachusetts í Bandaríkjunum, var einn þeirra sem þar tóku til máls. Hann segir að hagsmunir veiða og verndunar geti vel farið saman. „Þetta tvennt verður að fara saman. Verndun umhverfisins þýðir ekki að ekki sé hægt að hafa þróttmikið efnahagslíf. Reyndar er efnahagsleg afkoma háð þróttmiklum stofni og heilbrigði hvalanna,“ segir hann. Fleiri þættir en veiðar geti raskað lífríki hvala. Þar telur Haskell að Íslendingar geti lært af reynslu Bandaríkjamanna. „Hvalir eru ekki bara mikilvægir fyir Ísland, þeir eru mikilvægir fyrir mörg lönd við Atlantshafið. Að vernda þá hér hjálpar öðrum fjarlægum hagkerfum,“ segir hann.Kvótar hafa ekki verið fullnýttirGísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að griðasvæði hvala við strendur Íslands, í Faxaflóa, Eyjafirði og Skjálfanda, séu lítil í samanburði við útbreiðslu hvalanna í hafinu. Hann telur veiði þó hafa lítil áhrif á hvalastofninn á heimsvísu enda hafi kvótar verið ákvarðaðir af varfærni. „Þar ofan á hefur undanfarin ár einungis lítill hluti kvótans verið tekinn. Þannig að það er hægt að segja að það sé alveg útilokað að þær hafi nein áhrif á stofninn,“ segir hann. Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Stjórnandi griðasvæðis hvala í Massachusetts í Bandaríkjunum segir að Íslendingar geti lært af reynslu Bandaríkjamanna um verndun hvala. Íslenskur sérfræðingur telur að hvalveiðar Íslendinga hafi hverfandi áhrif á hvalastofninn á heimsvísu. Verndun hvala var viðfangsefni ráðstefnu í sýningnarsal Whales of Iceland á Fiskislóð. Ben Haskell, stjórnandi Stellwagen-griðasvæðisins í Massachusetts í Bandaríkjunum, var einn þeirra sem þar tóku til máls. Hann segir að hagsmunir veiða og verndunar geti vel farið saman. „Þetta tvennt verður að fara saman. Verndun umhverfisins þýðir ekki að ekki sé hægt að hafa þróttmikið efnahagslíf. Reyndar er efnahagsleg afkoma háð þróttmiklum stofni og heilbrigði hvalanna,“ segir hann. Fleiri þættir en veiðar geti raskað lífríki hvala. Þar telur Haskell að Íslendingar geti lært af reynslu Bandaríkjamanna. „Hvalir eru ekki bara mikilvægir fyir Ísland, þeir eru mikilvægir fyrir mörg lönd við Atlantshafið. Að vernda þá hér hjálpar öðrum fjarlægum hagkerfum,“ segir hann.Kvótar hafa ekki verið fullnýttirGísli A. Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að griðasvæði hvala við strendur Íslands, í Faxaflóa, Eyjafirði og Skjálfanda, séu lítil í samanburði við útbreiðslu hvalanna í hafinu. Hann telur veiði þó hafa lítil áhrif á hvalastofninn á heimsvísu enda hafi kvótar verið ákvarðaðir af varfærni. „Þar ofan á hefur undanfarin ár einungis lítill hluti kvótans verið tekinn. Þannig að það er hægt að segja að það sé alveg útilokað að þær hafi nein áhrif á stofninn,“ segir hann.
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira