Innlent

Kosið í stjórn Ríkisútvarpsins

Kjartan Kjartansson skrifar
Stjórn RÚV er kjörin til eins árs.
Stjórn RÚV er kjörin til eins árs. Vísir/Ernir
Níu manns voru kjörnir í stjórn Ríkisútvarpsins á Alþingi í dag. Einnig voru níu varamenn kjörnir.

Þau Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Mörður Árnason, Jón Ólafsson, Guðlaugur Sverrisson, Brynjólfur Stefánsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir, Birna Þórarinsdóttir og Kári Jónasson voru kjörin aðalmenn.

Við kosninguna komu fram tveir listar með samtals jafn mörgum nöfnum og átti að kjósa. Þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en kjósa skyldi lýsti forseti Alþingis yfir að kjörið yrði í stjórnina án atkvæðagreiðslu.

Jón Jónsson. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Erlingur Sigurðarson, Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Mörður Ingólfsson, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Björn Gunnar Ólafsson og Jóhanna Hreiðarsdóttir voru kjörin varamenn í stjórnina.

Stjórnin var kosin til eins árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×