Frábært færi í brekkunum um páskana Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. apríl 2018 13:02 Ætla mætti að flestir þeir sem ekki héldu erlendis um páskana hafi farið á skíði. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefur sett svip sinn á Ísafjörð um helgina og man Hlynur Kristinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, ekki eftir betri aðsókn. „Stærsti dagurinn var í gær hingað til og það voru svona hátt í 1.700 manns hérna í gær þannig það er bara sprengja fyrir okkur. Þetta er stærsti dagurinn á þessu ári og allavega stærsti dagurinn síðan ég byrjaði hérna fyrir fimm árum síðan,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Hann segir skíðafærið frábært í dag. „Það er bara frost og heiðskírt og sól þannig þetta er eiginlega bara eins og við viljum hafa það.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir þetta stærstu helgi ársins í fjallinu „Þetta hefur verið svona milli tvö og þrjú þúsund manns á hverjum degi. Svo er náttúrulega það sem öllu máli skiptir að þetta hefur gengið slysalaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir veðrið hafa leikið við gesti um helgina og er útlit fyrir áframhaldandi blíðviðri í dag. „Bara frábært færi og varla ský á lofti og fólk er strax farið að streyma hérna og miðað við síðustu tvo daga þá verður þetta stærsti dagurinn.“Allt betra en að hanga heima Þetta hafa einnig verið með stærstu dögum ársins í Bláfjöllum að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóri Bláfjalla. „Ég myndi giska að við hefðum verið með svona þrjú til fjögur þúsund manns hérna flesta dagana á síðustu dögum. Dagurinn í gær er líklega einn af stærstu dögum ársins hjá okkur." Einhver snjókoma hefur verið í Bláfjöllum í morgun en bjartara er í Skálafelli. Einar segir færið ágætt. „Þetta lítur bara ágætlega vel út og það er ekkert að þessu veðri. Það er nú allt betra en að hanga bara heima.“ Skíðasvæði Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Ætla mætti að flestir þeir sem ekki héldu erlendis um páskana hafi farið á skíði. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hefur sett svip sinn á Ísafjörð um helgina og man Hlynur Kristinsson, forstöðumaður Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, ekki eftir betri aðsókn. „Stærsti dagurinn var í gær hingað til og það voru svona hátt í 1.700 manns hérna í gær þannig það er bara sprengja fyrir okkur. Þetta er stærsti dagurinn á þessu ári og allavega stærsti dagurinn síðan ég byrjaði hérna fyrir fimm árum síðan,“ segir Hlynur í samtali við fréttastofu. Hann segir skíðafærið frábært í dag. „Það er bara frost og heiðskírt og sól þannig þetta er eiginlega bara eins og við viljum hafa það.“ Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, segir þetta stærstu helgi ársins í fjallinu „Þetta hefur verið svona milli tvö og þrjú þúsund manns á hverjum degi. Svo er náttúrulega það sem öllu máli skiptir að þetta hefur gengið slysalaust fyrir sig,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir veðrið hafa leikið við gesti um helgina og er útlit fyrir áframhaldandi blíðviðri í dag. „Bara frábært færi og varla ský á lofti og fólk er strax farið að streyma hérna og miðað við síðustu tvo daga þá verður þetta stærsti dagurinn.“Allt betra en að hanga heima Þetta hafa einnig verið með stærstu dögum ársins í Bláfjöllum að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóri Bláfjalla. „Ég myndi giska að við hefðum verið með svona þrjú til fjögur þúsund manns hérna flesta dagana á síðustu dögum. Dagurinn í gær er líklega einn af stærstu dögum ársins hjá okkur." Einhver snjókoma hefur verið í Bláfjöllum í morgun en bjartara er í Skálafelli. Einar segir færið ágætt. „Þetta lítur bara ágætlega vel út og það er ekkert að þessu veðri. Það er nú allt betra en að hanga bara heima.“
Skíðasvæði Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira