Innlent

Varað við kafaldsbyl vestanlands í fyrramálið

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá kafaldsbyl á Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni.
Frá kafaldsbyl á Holtavörðuheiði. Myndin er úr safni. Steingrímur Þórðarson

Veðurstofan varar við kafaldsbyl á Snæfellsnesi, Holtavörðuheiði og Borgarfirði í fyrramálið. Bylnum á að slota síðdegis þar en snjókoma gengur þá yfir Suðurland og suðvesturhornið.

Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við snjókomu og skafrenningi á heiðarvegum á Snæfellsnesi og Vestfjörðum og einnig á Norðvesturlandi í kvöld. Færð gæti þá spillst á þeim slóðum.

Spáð er norðaustan 8-15 m/s norðvestantil í fyrramálið en allt að 20 m/s á Snæfellsnesi. Annars staðar á vindur að vera hægari.

Snjókomubakki verður í fyrramálið frá Breiðafirði austur yfir landið og mun hann færast suður yfir landið. Stöku éljum er spáð norðanlands. Stytta á upp sunnanlands seint annað kvöld en gert er ráð fyrir éljagangi á Norðaustur- og Austurlandi.

Hiti verður yfir frostmarki sunnan- og vestanlands fram á kvöld og í fyrramálið en annars frost, 0 til 8 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.