17 ára fluttur á sjúkrahús vegna fíkniefnaneyslu Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2018 08:05 Lögreglan sinnti fjölda verkefna í gær og nótt. Vísir/Eyþór Lögreglan sinnti fjölmörgum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Á sjöunda tímanum í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás við Austurberg. Þar hafði maður verið laminn í höfuðið með áhaldi og fór gerandi af vettvangi. Í dagbók lögreglu kemur fram að vitað sé hver gerandinn er og að málið sé í rannsókn. Á áttunda tímanum í gærkvöldi barst tilkynning um unga drengi sem voru sagðir skemma bifreiðar í Fossvogi með því að ganga og hoppa á þeim, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var kona í annarlegu ástandi handtekin á hótelbar við Ármúla þar sem hún var hafði áreitt gesti. Var hún vistuð í fangageymslu lögreglu meðan ástand hennar lagast. Á ellefta tímanum í gærkvöldi var ungur maður handtekinn í Breiðholti þar sem hann var fastur í lyftu og búinn að skemma hana. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans lagast. Rétt eftir klukkan ellefu barst tilkynning um eld við útidyrahurð kjallaraíbúðar í Hafnarfirði. Búið var ða slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn var í pappakössum við innganginn og eldsupptökin talin vera frá sígarettu. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um sautján ára pilt í öndunarörðugleikum vegna fíkniefnaneyslu. Var maðurinn fluttur í sjúkrabíl til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Lögreglan segir manninn hafa verið í fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem lögreglan hafði handtekið ungan mann í slæmu ástandi tæpri klukkustund áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt barst lögreglu tilkynning um eld í bifreið við Skarfagarða og var slökkvilið sent á vettvang. Um svipað leyti var ölvaður maður handtekinn í Austurstræti grunaður um líkamsárás. Lögreglumenn horfðu á þegar maðurinn sló dyravörð í andlitið. Var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp við Huldubraut. Þar hafði bifreið verið ekið á grindverk og inn í garð. Fjórir menn voru á vettvangi en lögreglan handtók þá alla vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Lögreglan sinnti fjölmörgum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Á sjöunda tímanum í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um líkamsárás við Austurberg. Þar hafði maður verið laminn í höfuðið með áhaldi og fór gerandi af vettvangi. Í dagbók lögreglu kemur fram að vitað sé hver gerandinn er og að málið sé í rannsókn. Á áttunda tímanum í gærkvöldi barst tilkynning um unga drengi sem voru sagðir skemma bifreiðar í Fossvogi með því að ganga og hoppa á þeim, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var kona í annarlegu ástandi handtekin á hótelbar við Ármúla þar sem hún var hafði áreitt gesti. Var hún vistuð í fangageymslu lögreglu meðan ástand hennar lagast. Á ellefta tímanum í gærkvöldi var ungur maður handtekinn í Breiðholti þar sem hann var fastur í lyftu og búinn að skemma hana. Var hann vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans lagast. Rétt eftir klukkan ellefu barst tilkynning um eld við útidyrahurð kjallaraíbúðar í Hafnarfirði. Búið var ða slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Eldurinn var í pappakössum við innganginn og eldsupptökin talin vera frá sígarettu. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um sautján ára pilt í öndunarörðugleikum vegna fíkniefnaneyslu. Var maðurinn fluttur í sjúkrabíl til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Lögreglan segir manninn hafa verið í fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem lögreglan hafði handtekið ungan mann í slæmu ástandi tæpri klukkustund áður. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt barst lögreglu tilkynning um eld í bifreið við Skarfagarða og var slökkvilið sent á vettvang. Um svipað leyti var ölvaður maður handtekinn í Austurstræti grunaður um líkamsárás. Lögreglumenn horfðu á þegar maðurinn sló dyravörð í andlitið. Var hann vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann. Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp við Huldubraut. Þar hafði bifreið verið ekið á grindverk og inn í garð. Fjórir menn voru á vettvangi en lögreglan handtók þá alla vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira