Innlent

Rofar til á suðvesturhorninu í nótt

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Spáin klukkan átta í fyrramálið.
Spáin klukkan átta í fyrramálið. Skjáskot/veðurstofa

Snjókoma með köflum verður á suðvestanverðu landinu fram að miðnætti, en rofar síðan til. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Vegfarendur þurfa að sýna aðgát. Hríðarveður verður á Norðurlandi og Austurlandi á morgun, einkum á Austfjörðum með lélegu skyggni og versnandi færð á þeim slóðum.

Veðurhorfur á landinu
Norðaustlæg átt, 8-15 m/s, hvassast NV-til. Snjókoma með köflum á SV-verðu fram á nótt, en rofar síðan til, dálítil él fyrir norðan og austan. Norðlæg átt á morgun, 8-15 m/s, en 15-20 við A-ströndina. Snjókoma eða él fyrir norðan, en léttir heldur til fyrir sunnan. Dregur úr vindi annað kvöld. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum NA-til, en sums staðar frostlaust við S-ströndina að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma eða él, hvassast á annesjum, en bjart að mestu um landið SV-vert. Víða frostlaust við ströndina að deginum, frost annars 0 til 5 stig.

Á fimmtudag:
Hæg norðaustlæg átt og dálítil él fyrir norðan, en yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Hiti kringum frostmark að deginum.

Á föstudag og laugardag:
Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en dálítil él fyrir norðan. Kalt í veðri.

Á sunnudag:
Útlit fyrir vaxandi sunnanátt með hlýnandi veðri og lítilsháttar vætu vestast á landinu.

Á mánudag:
Líklega mild sunnanátt og rigning, en þurrt að kalla NA-til.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.