Vill láta meta kosti og galla EES-samningsins Höskuldur Kári Schram skrifar 3. apríl 2018 18:45 Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. Gert er ráð fyrir því að utanríkisráðherra verði falið að gera skýrslu um málið og er þá vísað til skýrslu sem Norðmenn létu gera um EES-samninginn í byrjun þessa áratugar. Sú skýrsla vakti mikla athygli en helstu niðurstöðu hennar voru að EES samningurinn hafi falið í sér meira framsal á fullveldi en innganga í Evrópusambandið. Samningurinn hafi þó haft jákvæð áhrif á norskt efnahagslíf. Það er Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins sem óskar eftir skýrslunni en með honum eru flokkssystkini hans og þingmenn úr Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Ólafur segir eðlilegt að Íslendingar leggi mat á stöðuna þar sem um mikla hagsmuni sé að ræða. „Evrópumálin eru á fleygiferð eins og allir þekkja. Við sjáum Brexit, við sjáum að núna er komið upp stórmál varðandi raforkumálin á vettvangi Evrópusambandsins. Norðmenn þekkja það mjög vel og síðan mætti áfram telja,“ segir Ólafur. Hann segir að ESS-samningurinn hafi markað tímamót hér á landi og í megindráttum haft jákvæð áhrif. „En það þýðir ekki það að við eigum ekki að vega og meta árangurinn af þessu starfi. Meta kosti og galla eins og það er orðað ekki síst með tilliti til framtíðar. Ég ítreka og undirstrika þá miklu hagsmuni sem við eigum að gæta gagnvart Evrópu þannig að ég tel að þessi tillaga sé ákaflega tímabær,“ segir Ólafur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Þrettán þingmenn úr þremur flokkum vilja láta gera úttekt á stöðu Íslands innan evrópska efnahagssvæðisins og leggja mat á kosti og galla EES-samningsins. Fyrsti flutningsmaður málsins segir að Evrópusambandið gangi nú í gegnum miklar breytingar sem kalli á umræðu hér á landi. Gert er ráð fyrir því að utanríkisráðherra verði falið að gera skýrslu um málið og er þá vísað til skýrslu sem Norðmenn létu gera um EES-samninginn í byrjun þessa áratugar. Sú skýrsla vakti mikla athygli en helstu niðurstöðu hennar voru að EES samningurinn hafi falið í sér meira framsal á fullveldi en innganga í Evrópusambandið. Samningurinn hafi þó haft jákvæð áhrif á norskt efnahagslíf. Það er Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins sem óskar eftir skýrslunni en með honum eru flokkssystkini hans og þingmenn úr Miðflokki og Sjálfstæðisflokki. Ólafur segir eðlilegt að Íslendingar leggi mat á stöðuna þar sem um mikla hagsmuni sé að ræða. „Evrópumálin eru á fleygiferð eins og allir þekkja. Við sjáum Brexit, við sjáum að núna er komið upp stórmál varðandi raforkumálin á vettvangi Evrópusambandsins. Norðmenn þekkja það mjög vel og síðan mætti áfram telja,“ segir Ólafur. Hann segir að ESS-samningurinn hafi markað tímamót hér á landi og í megindráttum haft jákvæð áhrif. „En það þýðir ekki það að við eigum ekki að vega og meta árangurinn af þessu starfi. Meta kosti og galla eins og það er orðað ekki síst með tilliti til framtíðar. Ég ítreka og undirstrika þá miklu hagsmuni sem við eigum að gæta gagnvart Evrópu þannig að ég tel að þessi tillaga sé ákaflega tímabær,“ segir Ólafur
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira