Ferjuferðin sem aldrei var farin Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2018 13:55 Ásgeir Halldórsson er að vonum sársvekktur með það að ekki hafi tekist að manna ferju um Rússland á HM. Fyrirhuguð HM-ferjusigling hefur verið slegin af. Dræm þátttaka í siglingu um Rússland á leiki íslenska liðsins er ástæðan. Ekkert verður því af fyrirhugaðri skemmtifljótasiglingu um Don og Volgu. Ásgeir Halldórsson hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu í Facebookhóp manna sem hugðust sigla um Rússland á leiki íslenska liðsins.Svekktur með að ekki hafi verið meiri eftirspurn„Kæru Fjelagar. Vegna lélegrar skráningar þá sýnist mér við verða að aflýsa siglingunni. Sorglegt en satt. Trúi þessu varla að undirtektir hafi ekki verið betri,“ segir Ásgeir í tilkynningu sinni. Og skal engan undra að Ásgeir sé sársvekktur því sannarlega hljómaði hugmyndin vel eins og Vísir lýsti skilmerkilega í janúar. Um var að ræða ferjuna Dmitry Furmanov sem tekur um 300 manns. Leigja mátti káetu, lítil herbergi eða lúxusherbergi. Hægt verður að horfa á leikina á HM á skjám um borð í bátnum. Þá er allur matur innifalinn, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur, auk þess sem drykkir verða á góðum kjörum, óáfengir sem áfengir.Verða að leita annarra leiða en með ferjuEn, Ásgeir segir að fimmtíu prósenta bókun sé bara ekki nóg með þessum fyrirvara. „Svona siglingu þarf að skipuleggja með góðum fyrirvara og útgerðin þurfti að fara að fá sína fyrirframgreiðslu. Einsog við lofuðum þá ætluðum við ekki að stofna fjármunum neins í hættu. Ekki 1 króna hefur verið millifærð til Rússlands og mun Haukur hjá Bjarmalandi umsvifalaust endurgreiða því góða og áhugasama fólki sem var búið að greiða heildar og fyrirframgreiðslur inná siglinguna.Ekki hefði verið dónalegt að dóla sér milli keppnisstaða á lúxusferju. En, því miður var ekki næg þátttaka.Ég óska öllum góðs gengis að skipuleggja nýa ferð á HM 2018 í Rússlandi. Til þess að koma ekki neinum í klípu þá er hreinlegast að aflýsa siglingunni strax til að fólk geti skipulagt sig uppá nýtt,“ segir Ásgeir með kveðju.Ferjuferðin sem aldrei var farinVísi tókst ekki að ná tali af Ásgeiri þannig að ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir voru búnir að panta sér far með ferjunni. En, í frétt Vísis frá í Janúar er talað um að til standi að leigja 300 manna ferju. Í ljósi þess að ekki náðist að bóka 50 prósent má slá á að í kringum hundrað manns hafi ætlað sér að fara um Rússland á ferju og fylgjast með HM. Þeir verða nú að leita annarra leiða. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir er ein þeirra sem grætur ferjuferðina sem aldrei var farin. Hún talar fyrir hönd margra: „Dapurleg niðurstaða óskiljanlegt að ekki náðist að fylla i þessa siglingu. þetta er svo frábær lausn á því vandamáli sem vegalengdirnar á milli borganna eru varla nennir maður að fara hanga í lest klukkutímum/sólarhringum saman. Takk samt fyrir að hugsa út fyrir boxið og koma fram með þessa frábæru hugmynd,“ segir Hafdís Nína. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tveggja vikna sigling fyrir íslenska HM-fara á Volgu Hugmyndin kviknaði meðal íslenskra stuðningsmanna sem voru orðnir langþreyttir á að leita að gistingu í Rússlandi og ákváðu að taka málin í eigin hendur. 29. janúar 2018 14:45 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Fyrirhuguð HM-ferjusigling hefur verið slegin af. Dræm þátttaka í siglingu um Rússland á leiki íslenska liðsins er ástæðan. Ekkert verður því af fyrirhugaðri skemmtifljótasiglingu um Don og Volgu. Ásgeir Halldórsson hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu í Facebookhóp manna sem hugðust sigla um Rússland á leiki íslenska liðsins.Svekktur með að ekki hafi verið meiri eftirspurn„Kæru Fjelagar. Vegna lélegrar skráningar þá sýnist mér við verða að aflýsa siglingunni. Sorglegt en satt. Trúi þessu varla að undirtektir hafi ekki verið betri,“ segir Ásgeir í tilkynningu sinni. Og skal engan undra að Ásgeir sé sársvekktur því sannarlega hljómaði hugmyndin vel eins og Vísir lýsti skilmerkilega í janúar. Um var að ræða ferjuna Dmitry Furmanov sem tekur um 300 manns. Leigja mátti káetu, lítil herbergi eða lúxusherbergi. Hægt verður að horfa á leikina á HM á skjám um borð í bátnum. Þá er allur matur innifalinn, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur, auk þess sem drykkir verða á góðum kjörum, óáfengir sem áfengir.Verða að leita annarra leiða en með ferjuEn, Ásgeir segir að fimmtíu prósenta bókun sé bara ekki nóg með þessum fyrirvara. „Svona siglingu þarf að skipuleggja með góðum fyrirvara og útgerðin þurfti að fara að fá sína fyrirframgreiðslu. Einsog við lofuðum þá ætluðum við ekki að stofna fjármunum neins í hættu. Ekki 1 króna hefur verið millifærð til Rússlands og mun Haukur hjá Bjarmalandi umsvifalaust endurgreiða því góða og áhugasama fólki sem var búið að greiða heildar og fyrirframgreiðslur inná siglinguna.Ekki hefði verið dónalegt að dóla sér milli keppnisstaða á lúxusferju. En, því miður var ekki næg þátttaka.Ég óska öllum góðs gengis að skipuleggja nýa ferð á HM 2018 í Rússlandi. Til þess að koma ekki neinum í klípu þá er hreinlegast að aflýsa siglingunni strax til að fólk geti skipulagt sig uppá nýtt,“ segir Ásgeir með kveðju.Ferjuferðin sem aldrei var farinVísi tókst ekki að ná tali af Ásgeiri þannig að ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir voru búnir að panta sér far með ferjunni. En, í frétt Vísis frá í Janúar er talað um að til standi að leigja 300 manna ferju. Í ljósi þess að ekki náðist að bóka 50 prósent má slá á að í kringum hundrað manns hafi ætlað sér að fara um Rússland á ferju og fylgjast með HM. Þeir verða nú að leita annarra leiða. Hafdís Nína Hafsteinsdóttir er ein þeirra sem grætur ferjuferðina sem aldrei var farin. Hún talar fyrir hönd margra: „Dapurleg niðurstaða óskiljanlegt að ekki náðist að fylla i þessa siglingu. þetta er svo frábær lausn á því vandamáli sem vegalengdirnar á milli borganna eru varla nennir maður að fara hanga í lest klukkutímum/sólarhringum saman. Takk samt fyrir að hugsa út fyrir boxið og koma fram með þessa frábæru hugmynd,“ segir Hafdís Nína.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tveggja vikna sigling fyrir íslenska HM-fara á Volgu Hugmyndin kviknaði meðal íslenskra stuðningsmanna sem voru orðnir langþreyttir á að leita að gistingu í Rússlandi og ákváðu að taka málin í eigin hendur. 29. janúar 2018 14:45 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Tveggja vikna sigling fyrir íslenska HM-fara á Volgu Hugmyndin kviknaði meðal íslenskra stuðningsmanna sem voru orðnir langþreyttir á að leita að gistingu í Rússlandi og ákváðu að taka málin í eigin hendur. 29. janúar 2018 14:45