Innlent

Hættulegur sýruleki hjá Össuri

Gissur Sigurðsson skrifar
Sprunga kom á 160 lítra tunnu, sem innihélt saltpéturssýru.
Sprunga kom á 160 lítra tunnu, sem innihélt saltpéturssýru. Vísir/Stefán

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað húsnæði Össurar á Grjóthálsi á tólfta tímanum í gærkvöldi, vegna hættulegs sýruleka. Þar hafði sprunga komið á 160 lítra tunnu, sem innihélt saltpéturssýru, en bæði sýran sjálf og eiturgufur frá henni eru stór hættuleg.

Slökkviliðsmenn í eiturefnabúningum fóru inn í rýmið þar sem tunnan var, og voru þeir fram undir klukkan tvö í nótt að stöðva lekann og hreinsa allt upp. Að sögn slökkviliðsins voru aðstæður allar með besta móti, sem kom í veg fyrir að verr færi. Ekki liggur fyrir hvers vegna gat kom á sýrutunnuna.
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.