Segir núverandi örorkulífeyriskerfi algjörlega gjaldþrota Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2018 14:12 "Kerfið sjálft stuðlar að aukinni örorku í samfélaginu,“ segir Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að núverandi örorkulífeyriskerfi sé algjörlega gjaldþrota. Það ýti fólki út á örorku og refsi fyrir atvinnuþátttöku. Þorsteinn var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og ræddi meðal annars um sinn gamla málaflokk, félagsmálin, og nýja fjármálaáætlun til næstu fimm ára. „Kerfið sjálft stuðlar að aukinni örorku í samfélaginu,“ segir Þorsteinn sem segist alltaf fá sömu svörin þegar hann spyrji hagsmunaaðila um örorkukerfið. Það liggi ljóst fyrir að fólk vill vera eins virkt og það mögulega getur og hann segir fólk kvarta undan letjandi kerfi.Þuríður Harpa hjá Öryrkjabandalaginu lýsti yfir verulegum vonbrigðum með nýja fjármálaáætlun og segir hana ávísun á fátækt og eymd.Vísir/ Valgarður GíslasonÞorsteinn segist ekki ætla að leggja dóm á stöðu málaflokksins í nýkynntri fjármálaáætlun til næstu fimm ára því að hann mati sé heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu lykillinn. „Ég skil mætavel gagnrýni Öryrkjabandalagsins en þarna held ég að við verðum að spyrja að leikslokum þegar við sjáum framan í nýtt örorkulífeyriskerfi,“ segir Þorsteinn sem segir að búið sé að leggja grunn að nýju kerfi og hann vonast til að vinnan gangi vel. „Það var búið að vinna áfram að frekari útfærslu á meðan ég var í félagsmálaráðuneytinu og mér heyrist að nýr ráðherra sé að vinna út frá svipaðri línu. Þetta er gríðarlega mikilvæg en mjög vandmeðfarin breyting,“ segir Þorsteinn. Að mati Þorsteins sé einn helsti galli núverandi kerfis að það nær ekki að taka á hinum undirliggjandi vanda. „Núverandi örorkulífeyriskerfi byggir í rauninni á því að reyna að tryggja fólki einhverja framfærslu sem er alls ekki góð en alls ekki að taka á undirliggjandi vanda; af hverju er fólk að detta út af vinnumarkaðnum? Hvaða stuðning þarf það til að komast þangað inn aftur?“ Þorsteinn segir „krónu á móti krónu skerðingu“ vera með verstu refsingunum sem sé í kerfinu. Það hreinlega borgi sig ekki fyrir fólk að vinna.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í myndspilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02 Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Óábyrg í ljósi spádóma Stjórnarandstöðuþingmenn segja fjármálaáætlunina vonbrigði. Of lítið sé lagt í nauðsynlegar úrbætur í samgöngukerfinu og örorku- og ellilífeyrisþegar mæti afgangi. Varaformaður Viðreisnar segir stjórnina líta fram hjá stöðu hagkerfisins. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi félags-og jafnréttismálaráðherra, segir að núverandi örorkulífeyriskerfi sé algjörlega gjaldþrota. Það ýti fólki út á örorku og refsi fyrir atvinnuþátttöku. Þorsteinn var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi og ræddi meðal annars um sinn gamla málaflokk, félagsmálin, og nýja fjármálaáætlun til næstu fimm ára. „Kerfið sjálft stuðlar að aukinni örorku í samfélaginu,“ segir Þorsteinn sem segist alltaf fá sömu svörin þegar hann spyrji hagsmunaaðila um örorkukerfið. Það liggi ljóst fyrir að fólk vill vera eins virkt og það mögulega getur og hann segir fólk kvarta undan letjandi kerfi.Þuríður Harpa hjá Öryrkjabandalaginu lýsti yfir verulegum vonbrigðum með nýja fjármálaáætlun og segir hana ávísun á fátækt og eymd.Vísir/ Valgarður GíslasonÞorsteinn segist ekki ætla að leggja dóm á stöðu málaflokksins í nýkynntri fjármálaáætlun til næstu fimm ára því að hann mati sé heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu lykillinn. „Ég skil mætavel gagnrýni Öryrkjabandalagsins en þarna held ég að við verðum að spyrja að leikslokum þegar við sjáum framan í nýtt örorkulífeyriskerfi,“ segir Þorsteinn sem segir að búið sé að leggja grunn að nýju kerfi og hann vonast til að vinnan gangi vel. „Það var búið að vinna áfram að frekari útfærslu á meðan ég var í félagsmálaráðuneytinu og mér heyrist að nýr ráðherra sé að vinna út frá svipaðri línu. Þetta er gríðarlega mikilvæg en mjög vandmeðfarin breyting,“ segir Þorsteinn. Að mati Þorsteins sé einn helsti galli núverandi kerfis að það nær ekki að taka á hinum undirliggjandi vanda. „Núverandi örorkulífeyriskerfi byggir í rauninni á því að reyna að tryggja fólki einhverja framfærslu sem er alls ekki góð en alls ekki að taka á undirliggjandi vanda; af hverju er fólk að detta út af vinnumarkaðnum? Hvaða stuðning þarf það til að komast þangað inn aftur?“ Þorsteinn segir „krónu á móti krónu skerðingu“ vera með verstu refsingunum sem sé í kerfinu. Það hreinlega borgi sig ekki fyrir fólk að vinna.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í myndspilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02 Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44 Óábyrg í ljósi spádóma Stjórnarandstöðuþingmenn segja fjármálaáætlunina vonbrigði. Of lítið sé lagt í nauðsynlegar úrbætur í samgöngukerfinu og örorku- og ellilífeyrisþegar mæti afgangi. Varaformaður Viðreisnar segir stjórnina líta fram hjá stöðu hagkerfisins. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Segir fjármálaáætlunina með öllu óraunhæfa Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var afar gagnrýninn á fjármálaáætlunar næstu fimm ára. 7. apríl 2018 15:02
Öryrkjar segja fjármálaáætlun ávísun á fátækt og eymd Þuríður Harpa segir nýja fjármálaáætlun halda við og búa til félagsleg vandamál. 5. apríl 2018 10:44
Óábyrg í ljósi spádóma Stjórnarandstöðuþingmenn segja fjármálaáætlunina vonbrigði. Of lítið sé lagt í nauðsynlegar úrbætur í samgöngukerfinu og örorku- og ellilífeyrisþegar mæti afgangi. Varaformaður Viðreisnar segir stjórnina líta fram hjá stöðu hagkerfisins. 5. apríl 2018 06:00