Vilja sálfræðinga í öll fangelsi landsins Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. mars 2018 08:00 Páll Winkel fangelsismálastjóri. vísir/anton brink Þingflokkur Samfylkingar hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að það verði að minnsta kosti einn sálfræðingur með starfsstöð í hverju fangelsi. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri fagnar þessu framtaki og vonar að málið nái fram að ganga. „Þetta eru auðvitað frábærar fréttir, ef af þessu verður. Hvað getur maður annað sagt?“ spyr Páll og bætir við að það hljóti hver maður að sjá að það sé ekki nóg að fjölga fangarýmum líkt og hefur verið gert, meðal annars með tilkomu nýs fangelsis á Hólmsheiði, heldur verði um leið að fjölga þeim sem sinna föngunum. „Það hefur ekki verið gert síðustu áratugi og raunar þvert á móti,“ útskýrir Páll.Helga Vala Helgadóttir segir málsmeðferðina skjóta skökku viðVÍSIR/VILHELMHjá Fangelsismálastofnun starfa nú fjórir sálfræðingar í þremur stöðugildum. Einn er með starfsstöð á Litla-Hrauni en hinir þrír eru með starfsstöð í Reykjavík. Sálfræðingarnir sinna öllum fangelsum. Engin föst viðvera sálfræðings er á Kvíabryggju og á Akureyri en sálfræðingur fer vikulega á Hólmsheiði og Sogn. „Stjórnvöldum ber skylda til að veita þeim sem er frelsissviptur sálræna aðstoð til að hann hafi möguleika á að koma bættari úr afplánun. Einnig er ljóst að þeir sem dvelja á bak við lás og slá glíma oftar en ekki við fyrri áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau áföll tengjast uppvexti, neyslu eða öðru,“ segir í greinargerð með tillögunni. Páll tekur undir þessi orð. „Það blasir við okkur sem í fangelsunum störfum að flestir, ef ekki allir, glíma við einhvers konar fíknivanda – að sama skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt, að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjólstæðinga. Að fá sálfræðinga með fasta starfsstöð í hvert fangelsi væri mikið gæfuspor. Samfélagið á að gera allt sem mögulegt er til að hjálpa fólki af glapstigum, og það er svo sem algjörlega óháð stjórnmálaflokkum eða nokkurri pólitík.“ Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24 Geðheilbrigðismál í fangelsum eru í rúst Úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga miðar ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar eftirlitsaðila og tvö sjálfsvíg á innan við ári. Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir tíma úttekta og skýrslugerðar liðinn. 2. mars 2018 08:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingar hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að það verði að minnsta kosti einn sálfræðingur með starfsstöð í hverju fangelsi. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri fagnar þessu framtaki og vonar að málið nái fram að ganga. „Þetta eru auðvitað frábærar fréttir, ef af þessu verður. Hvað getur maður annað sagt?“ spyr Páll og bætir við að það hljóti hver maður að sjá að það sé ekki nóg að fjölga fangarýmum líkt og hefur verið gert, meðal annars með tilkomu nýs fangelsis á Hólmsheiði, heldur verði um leið að fjölga þeim sem sinna föngunum. „Það hefur ekki verið gert síðustu áratugi og raunar þvert á móti,“ útskýrir Páll.Helga Vala Helgadóttir segir málsmeðferðina skjóta skökku viðVÍSIR/VILHELMHjá Fangelsismálastofnun starfa nú fjórir sálfræðingar í þremur stöðugildum. Einn er með starfsstöð á Litla-Hrauni en hinir þrír eru með starfsstöð í Reykjavík. Sálfræðingarnir sinna öllum fangelsum. Engin föst viðvera sálfræðings er á Kvíabryggju og á Akureyri en sálfræðingur fer vikulega á Hólmsheiði og Sogn. „Stjórnvöldum ber skylda til að veita þeim sem er frelsissviptur sálræna aðstoð til að hann hafi möguleika á að koma bættari úr afplánun. Einnig er ljóst að þeir sem dvelja á bak við lás og slá glíma oftar en ekki við fyrri áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau áföll tengjast uppvexti, neyslu eða öðru,“ segir í greinargerð með tillögunni. Páll tekur undir þessi orð. „Það blasir við okkur sem í fangelsunum störfum að flestir, ef ekki allir, glíma við einhvers konar fíknivanda – að sama skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt, að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjólstæðinga. Að fá sálfræðinga með fasta starfsstöð í hvert fangelsi væri mikið gæfuspor. Samfélagið á að gera allt sem mögulegt er til að hjálpa fólki af glapstigum, og það er svo sem algjörlega óháð stjórnmálaflokkum eða nokkurri pólitík.“
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24 Geðheilbrigðismál í fangelsum eru í rúst Úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga miðar ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar eftirlitsaðila og tvö sjálfsvíg á innan við ári. Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir tíma úttekta og skýrslugerðar liðinn. 2. mars 2018 08:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Samband íslenskra framhaldsskólanema fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. 19. febrúar 2018 07:24
Geðheilbrigðismál í fangelsum eru í rúst Úrbótum í geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga miðar ekkert þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar eftirlitsaðila og tvö sjálfsvíg á innan við ári. Forstjóri Fangelsismálastofnunar segir tíma úttekta og skýrslugerðar liðinn. 2. mars 2018 08:00