Þörungaverksmiðjan dæmd til að greiða tæpar 30 milljónir vegna skipaviðgerða Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2018 16:06 Skipaviðgerðafyrirtækið Þorgeir og Ellert, sem staðsett er á Akranesi, hafði betur gegn Þörungaverksmiðjunni hf. í Hæstarétti. Myndin er af höfninni á Akranesi. Vísir/Getty Þörungaverksmiðjan hf. í Reykhólahreppi hefur verið dæmd til að greiða skipaviðgerðafyrirtækinu Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi 26,6 milljónir króna. Fyrirtækin deildu um uppgjör á verksamningi um endursmíði og viðgerðir á skipinu Fossá ÞH-362, sem er í eigu Þörungaverksmiðjunnar, og aukaverkum sem þeim tengdust. Þá var einnig deilt um uppgjör á samningi sem fyrirtækin höfðu gert um skil og afhendingu á skipinu. Þörungaverksmiðjan hafði rift verksamningnum vegna ætlaðra vanefnda Þorgeirs og Ellerts á samningnum og útgáfu tilhæfulausra reikninga. Deila fyrirtækjanna fór alla leið fyrir Hæstarétt en í dómi réttarins kom fram að framganga Þorgeirs og Ellert við verkið hefði ekki leitt til tafa eða raskað hagsmunum Þörungaverksmiðjunnar þannig að það hefði réttlætt riftun á verksamningnum. Var Þörungaverksmiðjunni gert að greiða Þorgeiri og Ellert greiðslur vegna ýmissa samningsverka og viðbótarverka og var sú niðurstaða í flestum atriðum reist á mati yfirmatsmanna en í nokkrum atriðum á mati undirmatsmanna. Var Þörungaverksmiðjan talin hafa ofgreitt fyrir verkið að hluta og var ofgreiðslan dregin frá kröfu Þorgeirs og Ellerts. Þá var Þörungaverksmiðjan dæmd til að greiða Þorgeiri og Ellert samtals þrettán milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þörungaverksmiðjan hf. í Reykhólahreppi hefur verið dæmd til að greiða skipaviðgerðafyrirtækinu Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi 26,6 milljónir króna. Fyrirtækin deildu um uppgjör á verksamningi um endursmíði og viðgerðir á skipinu Fossá ÞH-362, sem er í eigu Þörungaverksmiðjunnar, og aukaverkum sem þeim tengdust. Þá var einnig deilt um uppgjör á samningi sem fyrirtækin höfðu gert um skil og afhendingu á skipinu. Þörungaverksmiðjan hafði rift verksamningnum vegna ætlaðra vanefnda Þorgeirs og Ellerts á samningnum og útgáfu tilhæfulausra reikninga. Deila fyrirtækjanna fór alla leið fyrir Hæstarétt en í dómi réttarins kom fram að framganga Þorgeirs og Ellert við verkið hefði ekki leitt til tafa eða raskað hagsmunum Þörungaverksmiðjunnar þannig að það hefði réttlætt riftun á verksamningnum. Var Þörungaverksmiðjunni gert að greiða Þorgeiri og Ellert greiðslur vegna ýmissa samningsverka og viðbótarverka og var sú niðurstaða í flestum atriðum reist á mati yfirmatsmanna en í nokkrum atriðum á mati undirmatsmanna. Var Þörungaverksmiðjan talin hafa ofgreitt fyrir verkið að hluta og var ofgreiðslan dregin frá kröfu Þorgeirs og Ellerts. Þá var Þörungaverksmiðjan dæmd til að greiða Þorgeiri og Ellert samtals þrettán milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira