Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2018 18:30 Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. „Vandinn hefur verið mannekla og við höfum verið að klást við hana. Við höfum náð góðum árangri í vetur. Nú er sá tími liðinn að við séum í árlegu mannekluátaki, nú verður þetta viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og að byggt sé á tillögum sem unnar eru í samstarfi við Félag leikskólakennara og starfsfólk, með það að markmiði að bæta aðbúnað barna og vinnuskilyrði starfsfólks. „Við sjáum að þessi sókn í leikskólamálum þýðir að við þurfum að fjölga starfsfólki um 30-40 á ári, við viljum styðja við að fleiri fari í leikskólanámið og að þetta verði eftirsóttir starfsstaðir.“ Dagur er bjartsýnn á að hægt verði að manna nýjar deildir og leikskóla en um er að ræða 750-800 ný leikskólapláss. „Okkur hefur tekist að fjölga um 120 starfsmenn á síðustu sex mánuðum. Við þurfum að fjölga um rúmlega 170 á næstu 4-6 árum og ég tel það vel viðráðanlegt verkefni,“ segir Dagur.Snýst ekki um kosningar En af hverju var ekki ráðist í þessar aðgerðir fyrr? Er þetta kannski stóra kosningaloforðið?„Þetta er mjög mikilvægt mál og ég vonast til að í aðdraganda borgarstjórnarkosninga munu allir flokkar skuldbinda sig til að fylgja þessum áætlunum eftir. En ástæðan fyrir að þetta kemur núna en ekki í haust er að þá vorum við í miðjum mannekluaðgerðum og við vildum sjá fram úr því áður en við treystum okkur til að stíga næstu skref varðandi uppbygginguna,“ segir Dagur og minnir á að undirbúningur tillagnanna hafi staðið yfir síðastliðið ár. „Þetta er sá tími sem það tók að undirbúa þetta vel en núna er þetta loksins komið.“ Tengdar fréttir Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. „Vandinn hefur verið mannekla og við höfum verið að klást við hana. Við höfum náð góðum árangri í vetur. Nú er sá tími liðinn að við séum í árlegu mannekluátaki, nú verður þetta viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og að byggt sé á tillögum sem unnar eru í samstarfi við Félag leikskólakennara og starfsfólk, með það að markmiði að bæta aðbúnað barna og vinnuskilyrði starfsfólks. „Við sjáum að þessi sókn í leikskólamálum þýðir að við þurfum að fjölga starfsfólki um 30-40 á ári, við viljum styðja við að fleiri fari í leikskólanámið og að þetta verði eftirsóttir starfsstaðir.“ Dagur er bjartsýnn á að hægt verði að manna nýjar deildir og leikskóla en um er að ræða 750-800 ný leikskólapláss. „Okkur hefur tekist að fjölga um 120 starfsmenn á síðustu sex mánuðum. Við þurfum að fjölga um rúmlega 170 á næstu 4-6 árum og ég tel það vel viðráðanlegt verkefni,“ segir Dagur.Snýst ekki um kosningar En af hverju var ekki ráðist í þessar aðgerðir fyrr? Er þetta kannski stóra kosningaloforðið?„Þetta er mjög mikilvægt mál og ég vonast til að í aðdraganda borgarstjórnarkosninga munu allir flokkar skuldbinda sig til að fylgja þessum áætlunum eftir. En ástæðan fyrir að þetta kemur núna en ekki í haust er að þá vorum við í miðjum mannekluaðgerðum og við vildum sjá fram úr því áður en við treystum okkur til að stíga næstu skref varðandi uppbygginguna,“ segir Dagur og minnir á að undirbúningur tillagnanna hafi staðið yfir síðastliðið ár. „Þetta er sá tími sem það tók að undirbúa þetta vel en núna er þetta loksins komið.“
Tengdar fréttir Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11