Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2018 19:23 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spurði utanríkisráðherra út í málsferð ráðherrans og ráðuneytisins varðandi leitina að Hauki Hilmarssyni. Vísir/Anton Brink Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum þar sem þeir segja að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóðanna. Þeir hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. Talið er að Íslendingurinn Haukur Hilmarsson hafi fallið í árásum Tyrkja í Afrin-héraði þar sem hann barðist með Kúrdum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í málsferð ráðherrans og ráðuneytisins varðandi leitina að Hauki. Svaraði Guðlaugur því meðal annars til að allra leiða hefði verið leitað til að komast að afdrifum Hauks. Lýsa vonbrigðum með svör ráðherra Í tilkynningu sinni lýsir þingflokkur Pírata yfir vonbrigðum með svör Guðlaugs Þórs við óundirbúinni fyrirspurn Þórhildar Sunnu. Í seinni fyrirspurn sinni beindi hún eftirfarandi til ráðherra: „Lítur hann svo á að um ólögmæta innrás og árás Tyrkja inn í Sýrland og á Kúrda sé að ræða samanber stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna? Sé ráðherra sammála mér um að svo sé: Telur ráðherra ekki tilefni til að fordæma þessa innrás og beita sér eftir fremsta megni gegn hernaðaraðgerðum Tyrkja á svæðinu, á vettvangi Nató sem og annars staðar á alþjóðavettvangi?“ Guðlaugur Þór sagði að hvað varðaði aðgerðir Tyrklands í Afrin-héraði þá hafi íslensk stjórnvöld gagnrýnt hernaðaraðgerði Trykja gegn Kúrdum í Sýrlandi örfáum dögum eftir að þær hófust þann 20. janúar síðastliðinn. „Var það gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi og í framhaldinu var málið reifað í utanríkismálanefnd,“ sagði utanríkisráðherra. Ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk Um þessi svör ráðherrans segir í tilkynningu Pírata: „Ráðherra gat ekki svarað til um hvort hann teldi árásir Tyrkja vera ólögmætar og ganga gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Né heldur var hann reiðubúinn til þess að fordæma árásir Tyrkja opinberlega. Það er vissulega góðra gjalda vert að koma á framfæri mótmælum við sendiherra Tyrkja í Noregi, en betur má ef duga skal og vilja þingmenn Pírata hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til þess að taka sér afgerandi stöðu með friði og grundvallarlögum þjóðarréttar í þessu máli. Við hvetjum ríkisstjórnina eindregið til þess að beita sér á alþjóðavettvangi, t.d. innan NATO sem og á vettvangi Evrópuráðsins, gegn ólöglegum árásum Tyrkja.“ „Okkur ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk en sér í lagi þegar um er að ræða varnarbandalagsþjóð okkar í NATO sem hefur hafið innrás inn í annað ríki án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða annarra alþjóðastofnana,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirspurn Þórhildar Sunnu til Guðlaugs Þórs og svör hans má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40 Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum þar sem þeir segja að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóðanna. Þeir hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. Talið er að Íslendingurinn Haukur Hilmarsson hafi fallið í árásum Tyrkja í Afrin-héraði þar sem hann barðist með Kúrdum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í málsferð ráðherrans og ráðuneytisins varðandi leitina að Hauki. Svaraði Guðlaugur því meðal annars til að allra leiða hefði verið leitað til að komast að afdrifum Hauks. Lýsa vonbrigðum með svör ráðherra Í tilkynningu sinni lýsir þingflokkur Pírata yfir vonbrigðum með svör Guðlaugs Þórs við óundirbúinni fyrirspurn Þórhildar Sunnu. Í seinni fyrirspurn sinni beindi hún eftirfarandi til ráðherra: „Lítur hann svo á að um ólögmæta innrás og árás Tyrkja inn í Sýrland og á Kúrda sé að ræða samanber stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna? Sé ráðherra sammála mér um að svo sé: Telur ráðherra ekki tilefni til að fordæma þessa innrás og beita sér eftir fremsta megni gegn hernaðaraðgerðum Tyrkja á svæðinu, á vettvangi Nató sem og annars staðar á alþjóðavettvangi?“ Guðlaugur Þór sagði að hvað varðaði aðgerðir Tyrklands í Afrin-héraði þá hafi íslensk stjórnvöld gagnrýnt hernaðaraðgerði Trykja gegn Kúrdum í Sýrlandi örfáum dögum eftir að þær hófust þann 20. janúar síðastliðinn. „Var það gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi og í framhaldinu var málið reifað í utanríkismálanefnd,“ sagði utanríkisráðherra. Ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk Um þessi svör ráðherrans segir í tilkynningu Pírata: „Ráðherra gat ekki svarað til um hvort hann teldi árásir Tyrkja vera ólögmætar og ganga gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Né heldur var hann reiðubúinn til þess að fordæma árásir Tyrkja opinberlega. Það er vissulega góðra gjalda vert að koma á framfæri mótmælum við sendiherra Tyrkja í Noregi, en betur má ef duga skal og vilja þingmenn Pírata hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til þess að taka sér afgerandi stöðu með friði og grundvallarlögum þjóðarréttar í þessu máli. Við hvetjum ríkisstjórnina eindregið til þess að beita sér á alþjóðavettvangi, t.d. innan NATO sem og á vettvangi Evrópuráðsins, gegn ólöglegum árásum Tyrkja.“ „Okkur ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk en sér í lagi þegar um er að ræða varnarbandalagsþjóð okkar í NATO sem hefur hafið innrás inn í annað ríki án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða annarra alþjóðastofnana,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirspurn Þórhildar Sunnu til Guðlaugs Þórs og svör hans má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40 Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24
Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40
Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38