Fyrstu kiðlingarnir komnir í heiminn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. mars 2018 20:00 Þrír kiðlingar eru í Húsdýragarðinum og von er á fleirum á næstu dögum. Geitburður er hafinn í Húsdýragarðinum og eru þrír kiðlingar komnir í heiminn. Huðnan Frigg var fyrst til að bera og eignaðist hún flekkóttan kiðling á þriðjudagskvöld. Síðan eru komnir tveir til viðbótar en faðir þeirra allra er hafurinn Djarfur. Yfirdýrahirðir líkir fjárhúsinu við fæðingardeild þar sem þrjár nýbakaðar mæður gæta afkvæma sinna vel og hinar eiga að bera á næstu dögum. Von er á að kiðlingarnir verði allt að tólf talsins og segir dýrahirðir þá vera sérstaklega skemmtileg dýr. „Þeir eru svo mannelskir. Þeir eru svo fljótir að verða spakir og sækja í börnin. Þannig að það er alltaf mikið líf og fjör þegar þeir koma í heiminn," segir Jón Gíslason, yfirdýrahirðir í Húsdýragarðinum. Vorboðarnir voru fleiri í borginni í dag þar sem blúshátíð var sett í fimmtánda sinn með skrúðgöngu niður Skólavörðustíg. „Þetta er svona upptaktur fyrir blúshátíð í Reykjavík sem er á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld með þrennum stórtónleikum," segir Þorsteinn G. Gíslason, stjórnarmaður hjá blúshátíð Reykjavíkur. Eftir hverja tónleika verða svokallaðir blúsklúbbar settir á laggirnar á Hilton þar sem hátíðin verður. „Þegar tónleikarnir eru búnir fer fólk þangað. Þar er líka svið og frjálsari stemning og þá eru menn svolítið að spinna og leika sér," segir Þorsteinn. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Geitburður er hafinn í Húsdýragarðinum og eru þrír kiðlingar komnir í heiminn. Huðnan Frigg var fyrst til að bera og eignaðist hún flekkóttan kiðling á þriðjudagskvöld. Síðan eru komnir tveir til viðbótar en faðir þeirra allra er hafurinn Djarfur. Yfirdýrahirðir líkir fjárhúsinu við fæðingardeild þar sem þrjár nýbakaðar mæður gæta afkvæma sinna vel og hinar eiga að bera á næstu dögum. Von er á að kiðlingarnir verði allt að tólf talsins og segir dýrahirðir þá vera sérstaklega skemmtileg dýr. „Þeir eru svo mannelskir. Þeir eru svo fljótir að verða spakir og sækja í börnin. Þannig að það er alltaf mikið líf og fjör þegar þeir koma í heiminn," segir Jón Gíslason, yfirdýrahirðir í Húsdýragarðinum. Vorboðarnir voru fleiri í borginni í dag þar sem blúshátíð var sett í fimmtánda sinn með skrúðgöngu niður Skólavörðustíg. „Þetta er svona upptaktur fyrir blúshátíð í Reykjavík sem er á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld með þrennum stórtónleikum," segir Þorsteinn G. Gíslason, stjórnarmaður hjá blúshátíð Reykjavíkur. Eftir hverja tónleika verða svokallaðir blúsklúbbar settir á laggirnar á Hilton þar sem hátíðin verður. „Þegar tónleikarnir eru búnir fer fólk þangað. Þar er líka svið og frjálsari stemning og þá eru menn svolítið að spinna og leika sér," segir Þorsteinn.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira