Tvö alvarleg flugatvik til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2018 19:30 Atvikin eru skilgreind sem alvarleg flugatvik hjá RNSA. Vísir/Skjáskot Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur til skoðunar tvö atvik sem áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli með skömmu millibili fyrr á þessu ári þar sem litlu mátti muna að stórslys hefðu orðið. Mál af þessum toga eru sjaldgæf samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefndinni og ber að líta grafalvarlegum augum. Atvikin sem um ræðir áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli í janúar og í febrúar og eru af nokkuð svipuðum toga. Í báðum tilfellum var tæjum ekið inn á flugbraut í þann mund sem flugvél var við það að taka á loft en ljóst er að betur fór en á horfðist í báðum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd samgönguslysa átti fyrra atvikið átti sér stað þann 11. janúar síðastliðinn. Var þar um að ræða einkaþotu sem hafði heimild til að aka inn á flugbrautina en hafði ekki fengið leyfi til að taka á loft. Skilaboð frá flugturni um að bíða með flugtak voru aftur á móti virt að vettugi og um það leyti sem vélin var að taka á loft var vinnuvél ekið þvert yfir brautina svo litlu mátti muna að árekstur yrði. Seinna atvikið átti sér stað 9. febrúar þegar snjóruðningstæki var í óleyfi ekið inn á flugbrautina þegar flugvél í áætlunarflugi var í flugtaki. „Ég get staðfest að mál af þessum toga eru til rannsóknar og svona mál eru tekin fyrir innan húss hjá okkur þar sem er sérstök nefnd eða sérstakur hópur sem fer yfir alvarleg atvik eins og þessi og kannar þau til hlítar og síðan kemur náttúrlega Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofa inn í mál sem þessi og fer yfir þau,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, í samtali við Stöð 2. Hann kveðst ekki geta tjáð sig efnislega um atvikin að frekara leyti. Rannsókn atvikanna er ólokið en þau eru bæði skilgreind sem alvarleg flugatvik hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þrátt fyrir að málin séu um margt áþekk eru þau ólík að því leyti að í fyrra tilfellinu bendir flest til þess að flugmaður hafi hunsað tilmæli flugumferðarstjórnar en í hinu tilfellinu var það snjómoksturstækið sem hefði ekki átt að vera inni á flugbrautinni. Spurður hvort einhver þurfi að sæta viðurlögum, komi það í ljós að lög eða reglur hafi verið brotin segir Guðjón Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofu verða að svara fyrir það. Samkvæmt upplýsingum frá RNSA hafa mál af þessum toga ekki komið til kasta nefndarinnar í mjög langan tíma, að frátöldu einu atviki sem átti sér stað árið 2014 þar sem kennsluflugvél og þyrla áttu hlut að máli. Lokaskýrslu vegna rannsóknar þess máls er að vænta eftir rúman mánuð. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur til skoðunar tvö atvik sem áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli með skömmu millibili fyrr á þessu ári þar sem litlu mátti muna að stórslys hefðu orðið. Mál af þessum toga eru sjaldgæf samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefndinni og ber að líta grafalvarlegum augum. Atvikin sem um ræðir áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli í janúar og í febrúar og eru af nokkuð svipuðum toga. Í báðum tilfellum var tæjum ekið inn á flugbraut í þann mund sem flugvél var við það að taka á loft en ljóst er að betur fór en á horfðist í báðum tilfellum. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd samgönguslysa átti fyrra atvikið átti sér stað þann 11. janúar síðastliðinn. Var þar um að ræða einkaþotu sem hafði heimild til að aka inn á flugbrautina en hafði ekki fengið leyfi til að taka á loft. Skilaboð frá flugturni um að bíða með flugtak voru aftur á móti virt að vettugi og um það leyti sem vélin var að taka á loft var vinnuvél ekið þvert yfir brautina svo litlu mátti muna að árekstur yrði. Seinna atvikið átti sér stað 9. febrúar þegar snjóruðningstæki var í óleyfi ekið inn á flugbrautina þegar flugvél í áætlunarflugi var í flugtaki. „Ég get staðfest að mál af þessum toga eru til rannsóknar og svona mál eru tekin fyrir innan húss hjá okkur þar sem er sérstök nefnd eða sérstakur hópur sem fer yfir alvarleg atvik eins og þessi og kannar þau til hlítar og síðan kemur náttúrlega Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofa inn í mál sem þessi og fer yfir þau,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA, í samtali við Stöð 2. Hann kveðst ekki geta tjáð sig efnislega um atvikin að frekara leyti. Rannsókn atvikanna er ólokið en þau eru bæði skilgreind sem alvarleg flugatvik hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Þrátt fyrir að málin séu um margt áþekk eru þau ólík að því leyti að í fyrra tilfellinu bendir flest til þess að flugmaður hafi hunsað tilmæli flugumferðarstjórnar en í hinu tilfellinu var það snjómoksturstækið sem hefði ekki átt að vera inni á flugbrautinni. Spurður hvort einhver þurfi að sæta viðurlögum, komi það í ljós að lög eða reglur hafi verið brotin segir Guðjón Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofu verða að svara fyrir það. Samkvæmt upplýsingum frá RNSA hafa mál af þessum toga ekki komið til kasta nefndarinnar í mjög langan tíma, að frátöldu einu atviki sem átti sér stað árið 2014 þar sem kennsluflugvél og þyrla áttu hlut að máli. Lokaskýrslu vegna rannsóknar þess máls er að vænta eftir rúman mánuð.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira