Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2018 10:00 Sólrún er alfræðiorðabók um allt sem viðkemur rekstri heimilisins og er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum. Stöð 2 „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. Þar talar hún um að allir gangi í gegnum erfið tímabil á einhverjum tímapunkti. Sólrún segist hafa verið nokkuð þung að undanförnu og ekki alltaf liðið vel. „Ég er sem sagt búin að vera rosalega þung síðustu dag og það segir mjög mikið að ég hef ekki þrifið heima hjá mér í marga marga daga. Ég læt það síðan fara í taugarnar á mér að ég sé ekki búin að þrífa og það er margt sem mig hefur langað að þrífa. Mig hefur t.d. langað að þrífa sturtubotninn og sturtuna því hún er orðin ógeðsleg.“ Sólrún segist einfaldlega ekki fá sig í verkið. „Mér er ekki búið að líða vel síðustu daga og hef verið rosalega þung á mér. Mér finnst vera rosalega mikið sem ég á eftir að gera, en samt á ég ekkert eftir að gera rosalega mikið, ekki fyrir skírnina allavega,“ segir Sólrún sem eignaðist dreng á dögunum, sitt annað barn.Gott að vera meðvituð „Allavega það eru tveir dagar í skírn og ég er ekkert svakalega stressuð yfir henni eins og ég var í síðustu viku. Ég á það samt til að detta svolítið niður og verða þung. Þá er gott að vera bara meðvituð um það og gera hluti sem hjálpa mér að rífa mig aftur í gang. Það er síðan líka mjög líkt mér að verða þung á mér ef það eru miklar breytingar í kringum mig, eins og ef ég er að flytja, byrja í nýrri vinnu eða námi. Allskonar svoleiðis verkefni og þá á ég til að mikla hlutina fyrir mér og verða svolítið þung.“ Hún segir að það séu mjög miklar breytingar að vera komin með tvö börn á heimilið.Sólrún Diego á Snapchat í gær.„Það tekur tíma að venjast því. Ég myndi ekki segja að ég sé með fæðingarþunglyndi, alls ekki. Stundum á maður bara þunga daga og síðasta vika hefur verið mjög þung. Ástæðan fyrir því af hverju ég er að segja ykkur þetta er að ég veit að það eru rosalega mikið af ungum mömmum, eða bara konur almennt sem fylgjast mikið með samfélagsmiðlum, bæði íslenskum og erlendum og eru fljótar að bera sig saman við aðrar mömmur eða aðrar konur. Þær sjá ekki alltaf báðar hliðar.“Mikilvægt að sýna báðar hliðar Sólrún segist oftast sýna sjálfa sig duglega og drífandi á Snapchat. „Þannig er ég yfirleitt. Þríf heimilið og mér finnst gaman að hafa bílinn minn hreinan. Ég fer í ræktina og er mjög dugleg að hugsa um sjálfan mig. Mér finnst samt mjög mikilvægt að sýna að það er ekki alltaf bara sú hlið. Það eru alveg tímabil hjá flestum þar sem manni líður ekki alveg hundrað prósent. Fyrir mig er það alveg erfitt að koma fram á mínum miðli og segja að ég sé pínu þung og að mér líði ekki vel. Ekki það að ég skammist mín fyrir það, alls ekki. Heldur þetta er kannski bara hlutur sem kemur ekki öllum við. Mér finnst samt mjög mikilvægt að fólk viti hvernig líf mitt er, það er ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum. Samfélagsmiðlar sýna ekki alltaf allar hliðar.“ Sólrún tjáir sig um málið á Snapchat-reikningi sínum solrundiego. Tengdar fréttir Sólrún Diego og Frans eignuðust dreng Hamingjudagur hjá Sólrúnu og Frans. 24. febrúar 2018 20:49 Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Sólrún Diego biður fólk um að láta unnusta sinn í friði Þrifsnapparinn vinsæli Sólrún Lilja Diego biðlar til almennings um að láta unnusta sinn í friði. 18. desember 2017 10:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. Þar talar hún um að allir gangi í gegnum erfið tímabil á einhverjum tímapunkti. Sólrún segist hafa verið nokkuð þung að undanförnu og ekki alltaf liðið vel. „Ég er sem sagt búin að vera rosalega þung síðustu dag og það segir mjög mikið að ég hef ekki þrifið heima hjá mér í marga marga daga. Ég læt það síðan fara í taugarnar á mér að ég sé ekki búin að þrífa og það er margt sem mig hefur langað að þrífa. Mig hefur t.d. langað að þrífa sturtubotninn og sturtuna því hún er orðin ógeðsleg.“ Sólrún segist einfaldlega ekki fá sig í verkið. „Mér er ekki búið að líða vel síðustu daga og hef verið rosalega þung á mér. Mér finnst vera rosalega mikið sem ég á eftir að gera, en samt á ég ekkert eftir að gera rosalega mikið, ekki fyrir skírnina allavega,“ segir Sólrún sem eignaðist dreng á dögunum, sitt annað barn.Gott að vera meðvituð „Allavega það eru tveir dagar í skírn og ég er ekkert svakalega stressuð yfir henni eins og ég var í síðustu viku. Ég á það samt til að detta svolítið niður og verða þung. Þá er gott að vera bara meðvituð um það og gera hluti sem hjálpa mér að rífa mig aftur í gang. Það er síðan líka mjög líkt mér að verða þung á mér ef það eru miklar breytingar í kringum mig, eins og ef ég er að flytja, byrja í nýrri vinnu eða námi. Allskonar svoleiðis verkefni og þá á ég til að mikla hlutina fyrir mér og verða svolítið þung.“ Hún segir að það séu mjög miklar breytingar að vera komin með tvö börn á heimilið.Sólrún Diego á Snapchat í gær.„Það tekur tíma að venjast því. Ég myndi ekki segja að ég sé með fæðingarþunglyndi, alls ekki. Stundum á maður bara þunga daga og síðasta vika hefur verið mjög þung. Ástæðan fyrir því af hverju ég er að segja ykkur þetta er að ég veit að það eru rosalega mikið af ungum mömmum, eða bara konur almennt sem fylgjast mikið með samfélagsmiðlum, bæði íslenskum og erlendum og eru fljótar að bera sig saman við aðrar mömmur eða aðrar konur. Þær sjá ekki alltaf báðar hliðar.“Mikilvægt að sýna báðar hliðar Sólrún segist oftast sýna sjálfa sig duglega og drífandi á Snapchat. „Þannig er ég yfirleitt. Þríf heimilið og mér finnst gaman að hafa bílinn minn hreinan. Ég fer í ræktina og er mjög dugleg að hugsa um sjálfan mig. Mér finnst samt mjög mikilvægt að sýna að það er ekki alltaf bara sú hlið. Það eru alveg tímabil hjá flestum þar sem manni líður ekki alveg hundrað prósent. Fyrir mig er það alveg erfitt að koma fram á mínum miðli og segja að ég sé pínu þung og að mér líði ekki vel. Ekki það að ég skammist mín fyrir það, alls ekki. Heldur þetta er kannski bara hlutur sem kemur ekki öllum við. Mér finnst samt mjög mikilvægt að fólk viti hvernig líf mitt er, það er ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum. Samfélagsmiðlar sýna ekki alltaf allar hliðar.“ Sólrún tjáir sig um málið á Snapchat-reikningi sínum solrundiego.
Tengdar fréttir Sólrún Diego og Frans eignuðust dreng Hamingjudagur hjá Sólrúnu og Frans. 24. febrúar 2018 20:49 Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Sólrún Diego biður fólk um að láta unnusta sinn í friði Þrifsnapparinn vinsæli Sólrún Lilja Diego biðlar til almennings um að láta unnusta sinn í friði. 18. desember 2017 10:30 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30
Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06
Sólrún Diego biður fólk um að láta unnusta sinn í friði Þrifsnapparinn vinsæli Sólrún Lilja Diego biðlar til almennings um að láta unnusta sinn í friði. 18. desember 2017 10:30