Sólrún Diego opnar sig: „Ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. mars 2018 10:00 Sólrún er alfræðiorðabók um allt sem viðkemur rekstri heimilisins og er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum. Stöð 2 „Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. Þar talar hún um að allir gangi í gegnum erfið tímabil á einhverjum tímapunkti. Sólrún segist hafa verið nokkuð þung að undanförnu og ekki alltaf liðið vel. „Ég er sem sagt búin að vera rosalega þung síðustu dag og það segir mjög mikið að ég hef ekki þrifið heima hjá mér í marga marga daga. Ég læt það síðan fara í taugarnar á mér að ég sé ekki búin að þrífa og það er margt sem mig hefur langað að þrífa. Mig hefur t.d. langað að þrífa sturtubotninn og sturtuna því hún er orðin ógeðsleg.“ Sólrún segist einfaldlega ekki fá sig í verkið. „Mér er ekki búið að líða vel síðustu daga og hef verið rosalega þung á mér. Mér finnst vera rosalega mikið sem ég á eftir að gera, en samt á ég ekkert eftir að gera rosalega mikið, ekki fyrir skírnina allavega,“ segir Sólrún sem eignaðist dreng á dögunum, sitt annað barn.Gott að vera meðvituð „Allavega það eru tveir dagar í skírn og ég er ekkert svakalega stressuð yfir henni eins og ég var í síðustu viku. Ég á það samt til að detta svolítið niður og verða þung. Þá er gott að vera bara meðvituð um það og gera hluti sem hjálpa mér að rífa mig aftur í gang. Það er síðan líka mjög líkt mér að verða þung á mér ef það eru miklar breytingar í kringum mig, eins og ef ég er að flytja, byrja í nýrri vinnu eða námi. Allskonar svoleiðis verkefni og þá á ég til að mikla hlutina fyrir mér og verða svolítið þung.“ Hún segir að það séu mjög miklar breytingar að vera komin með tvö börn á heimilið.Sólrún Diego á Snapchat í gær.„Það tekur tíma að venjast því. Ég myndi ekki segja að ég sé með fæðingarþunglyndi, alls ekki. Stundum á maður bara þunga daga og síðasta vika hefur verið mjög þung. Ástæðan fyrir því af hverju ég er að segja ykkur þetta er að ég veit að það eru rosalega mikið af ungum mömmum, eða bara konur almennt sem fylgjast mikið með samfélagsmiðlum, bæði íslenskum og erlendum og eru fljótar að bera sig saman við aðrar mömmur eða aðrar konur. Þær sjá ekki alltaf báðar hliðar.“Mikilvægt að sýna báðar hliðar Sólrún segist oftast sýna sjálfa sig duglega og drífandi á Snapchat. „Þannig er ég yfirleitt. Þríf heimilið og mér finnst gaman að hafa bílinn minn hreinan. Ég fer í ræktina og er mjög dugleg að hugsa um sjálfan mig. Mér finnst samt mjög mikilvægt að sýna að það er ekki alltaf bara sú hlið. Það eru alveg tímabil hjá flestum þar sem manni líður ekki alveg hundrað prósent. Fyrir mig er það alveg erfitt að koma fram á mínum miðli og segja að ég sé pínu þung og að mér líði ekki vel. Ekki það að ég skammist mín fyrir það, alls ekki. Heldur þetta er kannski bara hlutur sem kemur ekki öllum við. Mér finnst samt mjög mikilvægt að fólk viti hvernig líf mitt er, það er ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum. Samfélagsmiðlar sýna ekki alltaf allar hliðar.“ Sólrún tjáir sig um málið á Snapchat-reikningi sínum solrundiego. Tengdar fréttir Sólrún Diego og Frans eignuðust dreng Hamingjudagur hjá Sólrúnu og Frans. 24. febrúar 2018 20:49 Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Sólrún Diego biður fólk um að láta unnusta sinn í friði Þrifsnapparinn vinsæli Sólrún Lilja Diego biðlar til almennings um að láta unnusta sinn í friði. 18. desember 2017 10:30 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
„Ég er búin að vera rosalega lítið hérna inni að undanförnu,“ segir þrifsnapparinn Sólrún Diego einlæg á Snapchat í gær. Þar talar hún um að allir gangi í gegnum erfið tímabil á einhverjum tímapunkti. Sólrún segist hafa verið nokkuð þung að undanförnu og ekki alltaf liðið vel. „Ég er sem sagt búin að vera rosalega þung síðustu dag og það segir mjög mikið að ég hef ekki þrifið heima hjá mér í marga marga daga. Ég læt það síðan fara í taugarnar á mér að ég sé ekki búin að þrífa og það er margt sem mig hefur langað að þrífa. Mig hefur t.d. langað að þrífa sturtubotninn og sturtuna því hún er orðin ógeðsleg.“ Sólrún segist einfaldlega ekki fá sig í verkið. „Mér er ekki búið að líða vel síðustu daga og hef verið rosalega þung á mér. Mér finnst vera rosalega mikið sem ég á eftir að gera, en samt á ég ekkert eftir að gera rosalega mikið, ekki fyrir skírnina allavega,“ segir Sólrún sem eignaðist dreng á dögunum, sitt annað barn.Gott að vera meðvituð „Allavega það eru tveir dagar í skírn og ég er ekkert svakalega stressuð yfir henni eins og ég var í síðustu viku. Ég á það samt til að detta svolítið niður og verða þung. Þá er gott að vera bara meðvituð um það og gera hluti sem hjálpa mér að rífa mig aftur í gang. Það er síðan líka mjög líkt mér að verða þung á mér ef það eru miklar breytingar í kringum mig, eins og ef ég er að flytja, byrja í nýrri vinnu eða námi. Allskonar svoleiðis verkefni og þá á ég til að mikla hlutina fyrir mér og verða svolítið þung.“ Hún segir að það séu mjög miklar breytingar að vera komin með tvö börn á heimilið.Sólrún Diego á Snapchat í gær.„Það tekur tíma að venjast því. Ég myndi ekki segja að ég sé með fæðingarþunglyndi, alls ekki. Stundum á maður bara þunga daga og síðasta vika hefur verið mjög þung. Ástæðan fyrir því af hverju ég er að segja ykkur þetta er að ég veit að það eru rosalega mikið af ungum mömmum, eða bara konur almennt sem fylgjast mikið með samfélagsmiðlum, bæði íslenskum og erlendum og eru fljótar að bera sig saman við aðrar mömmur eða aðrar konur. Þær sjá ekki alltaf báðar hliðar.“Mikilvægt að sýna báðar hliðar Sólrún segist oftast sýna sjálfa sig duglega og drífandi á Snapchat. „Þannig er ég yfirleitt. Þríf heimilið og mér finnst gaman að hafa bílinn minn hreinan. Ég fer í ræktina og er mjög dugleg að hugsa um sjálfan mig. Mér finnst samt mjög mikilvægt að sýna að það er ekki alltaf bara sú hlið. Það eru alveg tímabil hjá flestum þar sem manni líður ekki alveg hundrað prósent. Fyrir mig er það alveg erfitt að koma fram á mínum miðli og segja að ég sé pínu þung og að mér líði ekki vel. Ekki það að ég skammist mín fyrir það, alls ekki. Heldur þetta er kannski bara hlutur sem kemur ekki öllum við. Mér finnst samt mjög mikilvægt að fólk viti hvernig líf mitt er, það er ekkert alltaf dans á rósum hjá öllum. Samfélagsmiðlar sýna ekki alltaf allar hliðar.“ Sólrún tjáir sig um málið á Snapchat-reikningi sínum solrundiego.
Tengdar fréttir Sólrún Diego og Frans eignuðust dreng Hamingjudagur hjá Sólrúnu og Frans. 24. febrúar 2018 20:49 Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30 Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Sólrún Diego biður fólk um að láta unnusta sinn í friði Þrifsnapparinn vinsæli Sólrún Lilja Diego biðlar til almennings um að láta unnusta sinn í friði. 18. desember 2017 10:30 Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
Sólrún Diego gerir mikið fyrir heimili Sigríðar Andersen Mikið hefur verið fjallað um Sigríði Á. Andersen að undanförnu í íslenskum fjölmiðlum en hún er dómsmálaráðherra. 13. mars 2018 13:30
Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06
Sólrún Diego biður fólk um að láta unnusta sinn í friði Þrifsnapparinn vinsæli Sólrún Lilja Diego biðlar til almennings um að láta unnusta sinn í friði. 18. desember 2017 10:30