Menning

Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista

Jakob Bjarnar skrifar
Gömlu bóksöluhundarnir Arnaldur, Yrsa og Gunnar Helgason halda fast í efstu sætin og Sólrún fær ekki staðist þann ofurþunga.
Gömlu bóksöluhundarnir Arnaldur, Yrsa og Gunnar Helgason halda fast í efstu sætin og Sólrún fær ekki staðist þann ofurþunga.
Helstu tíðindi nýs Bóksölulista eru þau að enn á ný eru bækur Arnaldar, Yrsu, Gunnars Helgasonar, Ævars Þórs og Óttars Sveinssonar vinsælastar til jólagjafa. Það er jaðrar við að birta megi Bóksölulista síðasta árs og skipta bara út bókatitlum þessara höfunda og hlýtur að vera til merkis um tryggð eða jafnvel íhaldssemi íslenskra lesenda.

Sólrún Diego má þó vel við una

Óvæntasta metsölubók ársins, Heima, eftir Sólrúnu Diego, fellur þessa vikuna úr þriðja sæti niður í það fimmta, en hún má þó vel við una fyrir frumraun sína á ritvellinum og ekki hefur hún stigið feilspor í kynningu bókarinnar.

„Henni hefur svo sannarlega tekist að víkka eða jafnvel sprengja hugmyndaramma margra útgefenda og verður forvitnilegt að sjá hvaða stefnu handbókaflokkurinn mun taka á næsta ári.  Sá áhugaverði flokkur hefur einmitt farið í gegnum nokkrar byltur á liðnum árum; hannyrðir, matreiðsla, hárfléttur, útivist og litabækur hafa til dæmis notið mikilla vinsælda svo nú er spurning hvort náttúruleg þrif og útlit heimila verði einhvers konar vísir að nýrri útgáfubylgju,“ segir Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda sem stendur að gerð listans.

Ragnar hástökkvari vikunnar

Bryndís bendir á að Ragnar Jónasson virðist annars ætla að verða hástökkvari íslenskra höfunda þetta árið.  Á sama tíma í fyrra sat bók hans, Drungi, í sextánda sæti aðallistans en nú er Mistrið hans í því sjöunda, auk þess sem sú bók er nú orðin níunda mest selda bók ársins. „Þetta er glæsilegur árangur hjá höfundi, sem rétt eins og þau Yrsa og Ólafur Jóhann, sinnir bókaskrifum meðfram öðru starfi.“

Salan dreifist mikið í íslenskum skáldverkum og birtum við því stærri lista í þeim flokki enda ættu lesendur að skoða úrvalið vel áður en þeir velja sínar bækur. Nú þegar stutt er til jóla eru listarnir að taka á sig mynd sem lýsir stöðunni í bóksölu vel. Ef litið er til Topplistans einkenna hann glæpasögur, barnabækur og svo ævisögur. Og á uppsöfnuðum lista má sjá hversu miklu bóksalan í desember setur mark sitt á árið allt; hátt hlutfall bóksölunnar fer fram þá og vísar til þessa séríslenska siðs sem er að gefa bækur í jólagjöf í svo stórum stíl. Norrænu glæpasagnahöfundarnir Jo Nesbø og Camilla Läckberg eru þau einu sem ná að setja strik í þann reikning.

 

Topplistinn - söluhæstu titlar Bóksölulistans

  1. Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason
  2. Gatið - Yrsa Sigurðardóttir
  3. Amma best - Gunnar Helgason
  4. Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson
  5. Heima - Sólrún Diego
  6. Útkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson
  7. Mistur - Ragnar Jónasson
  8. Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson
  9. Sönglögin okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson
  10. Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson
  11. Syndafallið - Mikael Torfason
  12. Jól með Láru - Birgitta Haukdal
  13. Skuggarnir - Stefán Máni
  14. Henri hittir í mark - Þorgrímur Þráinsson
  15. Blóðug jörð - Vilborg Davíðsdóttir
  16. Jólalitabókin - Bókafélagið
  17. Til orrustu frá Íslandi - Illugi Jökulsson
  18. Þúsund kossar - Jóga - Jón Gnarr
  19. Flóttinn hans afa - David Walliams
  20. Rúna - Örlagasaga - Sigmundur Ernir Rúnarsson
 

Íslensk skáldverk

  1. Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason
  2. Gatið - Yrsa Sigurðardóttir
  3. Mistur - Ragnar Jónasson
  4. Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson
  5. Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson
  6. Skuggarnir - Stefán Máni
  7. Blóðug jörð - Vilborg Davíðsdóttir
  8. Passamyndir - Einar Már Guðmundsson
  9. Ekki vera sár - Kristín Steinsdóttir
  10. Elín, ýmislegt - Kristín Eiríksdóttir
  11. Örninn og fálkinn - Valur Gunnarsson
  12. Í skugga drottins - Bjarni Harðarson
  13. Búrið - Lilja Sigurðardóttir
  14. Smartís - Gerður Kristný
  15. Refurinn - Sólveig Pálsdóttir
  16. Formaður húsfélagsins - Friðgeir Einarsson
  17. Samsærið - Eiríkur Bergmann
  18. Aftur og aftur - Halldór Armand
  19. Brotamynd - Ármann Jakobsson
  20. Vályndi - Friðrika Benónýsdóttir
 

Ævisögur

  1. Syndafallið - Mikael Torfason
  2. Þúsund kossar : Jóga - Jón Gnarr
  3. Rúna - Örlagasaga - Sigmundur Ernir Rúnarsson
  4. Konan í dalnum og dæturnar sjö - Guðmundur G. Hagalín
  5. Minn tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur - Páll Valsson
  6. Með lífið að veði - Yeomne Park
  7. Gunnar Birgisson - Orri Páll Ormarsson
  8. Ekki gleyma mér - Kristín Jóhannsdóttir
  9. Magni - Ævisaga Magna - Ragnar Ingi Aðalsteinsson
  10. Claessen saga fjármálamanns - Guðmundur Magnússon
 

Barnabækur - skáldverk

  1. Amma best - Gunnar Helgason
  2. Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson
  3. Sönglögin okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson
  4. Jól með Láru - Birgitta Haukdal
  5. Henri hittir í mark - Þorgrímur Þráinsson
  6. Flóttinn hans afa - David Walliams
  7. Bieber og Botnrassa - Haraldur F. Gíslason
  8. Jólasyrpa 2017 - Walt Disney
  9. Vögguvísurnar okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson
  10. Verstu börn í heimi - David Walliams
 

Þýdd skáldverk

  1. Sonurinn - Jo Nesbø
  2. Sögur frá Rússlandi - Ýmsir
  3. Áfram líður tíminn - innbundin - Marry Higgins Clark
  4. Nornin - Camilla Läckberg
  5. Norrænar goðsagnir - Neil Gaiman
  6. Saga þernunnar - Margaret Atwood
  7. Áfram líður tíminn - kilja - Marry Higgins Clark
  8. Þrjár mínútur - Roslund & Hellstöm
  9. Litla bókabúðin í hálöndunum - Jenny Colgan
  10. Slepptu mér aldrei - Kazuo Ishiguro
 

Ljóð & leikrit

  1. Gamanvísnabókin - Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók saman
  2. Hreistur - Bubbi Morthens
  3. Heilaskurðaðgerðin - Dagur Hjartarson
  4. Ljóðasafn - Gerður Kristný
  5. Dvalið við dauðalindir - Valdimar Tómasson
  6. Bónus ljóð - Andri Snær Magnason
  7. Flórída - Bergþóra Snæbjörnsdóttir
  8. Ljóð muna rödd - Sigurður Pálsson
  9. Hin svarta útsending - Kött Grá Pje
  10. Fiskur af himni - Hallgrímur Helgason
 

Barnafræði- og handbækur

  1. Jólalitabókin - Bókafélagið
  2. Gagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak Jónsson
  3. Skrifum stafina - Jessica Greenwell
  4. Geimverur - leitin að lífi í geimnum - Sævar Helgi Bragason
  5. Hetjurnar á HM 2018- Illugi Jökulsson
  6. Góðar gátur - Guðjón Ingi Eiríksson
  7. 13 þrautir jólasveinanna: jólaskemmtanir - Huginn Þór Grétarsson
  8. Kvöldsögur fyrir uppreisnagjarnar stelpur - Elena Favilli / Francesca Cavallo
  9. Settu saman mannslíkamann - Richard Walker
  10. Brandarar og gátur 2 - Huginn Þór Grétarsson
 

Ungmennabækur

  1. Er ekki allt í lagi með þig? - Elísa Jóhannsdóttir
  2. Vertu ósýnilegur - Kristín Helga Gunnarsdóttir
  3. Galdra Dísa Gunnar - Theodór Eggertsson
  4. Hvísl hrafnanna - Malene Sølvsten
  5. Endalokin : Gjörningaveður - Marta Hlín Magnadóttir / Birgitta Elín Hassell
  6. Nei, nú ert'að spauga, Kolfinna - Hrönn Reynisdóttir
  7. Koparborgin - Ragnhildur Hólmgeirsdóttir
  8. Vetrarfrí - Hildur Knútsdóttir
  9. Harry Potter og bölvun barnsins - J. K. Rowling
  10. Sölvasaga unglings - Arnar Már Arngrímsson
 

Fræði og almennt efni -að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókum

  1. Heima - Sólrún Diego
  2. Útkall: Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson
  3. Til orrustu frá Íslandi - Illugi Jökulsson
  4. Hérasprettir - Baldur Grétarsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson
  5. Mamma : Hlý hugrenning fyrir hvern dag ársins - Pam Brown
  6. Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum - Guðjón Ingi Eiríksson
  7. Vargöld á Vígaslóð - Magnús Þór Hafsteinsson
  8. Hönnun : Leiðsögn í máli og myndum - Ýmsir
  9. Kortlagning Íslands - Íslandskorti 1482-1850 - Reynir Finndal Grétarsson
  10. Lifum núna - Dalton Exley
 

Matreiðslu- og handverksbækur

  1. Stóra bókin um sous vide - Viktor Örn Andrésson
  2. Pottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir
  3. Gulur, rauður grænn & salt - Berglind Guðmundsdóttir
  4. Jólaprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir
  5. Matarást - Nanna Rögnvaldardóttir
  6. Litla vínbókin - Jancis Robinson
  7. Heklaðar tuskur - C. S. Rasmussen / S. Grangaard
  8. Prjónaðar tuskur - Helle Benedikte Neigaard
  9. Kanntu brauð að baka? - Svanur Kristjánsson
  10. Heilsuréttir fjölskyldunnar - Berglind Sigmarsdóttir
 

Uppsafnaður listi frá áramótum

  1. Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason
  2. Gatið - Yrsa Sigurðardóttir
  3. Amma best - Gunnar Helgason
  4. Með lífið að veði - Yeomne Park
  5. Heima - Sólrún Diego
  6. Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson
  7. Löggan - Jo Nesbø
  8. Útkall: Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson
  9. Mistur - Ragnar Jónasson
  10. Nornin - Camilla Läckberg
 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×