Innlent

Ölvaður maður tók kettling í gíslingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn neitaði að afhenda kettlinginn.
Maðurinn neitaði að afhenda kettlinginn. vísir/gva

Lögreglan á Suðurnesjum var í fyrrinótt kvödd að húsnæði í Keflavík þar sem ölvaður karlmaður hafði stolið kettlingi.

Hafði maðurinn komin inn í herbergi til kattaeigandans til að fá að sjá kettlinga sem þar voru. Sá fyrrnefndi fékk að halda á einum kettlingnum en gerði sér þá lítið fyrir og fór með hann inn í annað herbergi og neitaði að afhenda hann aftur, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Kattaeigandinn hafði samband við lögreglu sem mætti á staðinn og skarst í leikinn. Sá ölvaði brást reiður við afskiptunum en afhenti lögreglumönnum þó litlu kisuna.

Hann hélt áfram að sýna ógnandi hegðun og fór ekki að fyrirmælum lögreglu sem á endanum handtók hann og færði á lögreglustöð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.