Gagnrýnir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2018 20:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gagnrýndi utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit harðlega í stefnuræðu sinni á landsþingi Viðreisnar í dag. Hún sagði að Bretar myndu í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem landsþing fer fram eftir að flokkurinn komst á þing en sveitarstjórnarmálin voru meðal annars ofarlega á baugi í ræðu formanns sem vék máli sínu einnig að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Það þarf ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val,” sagði Þorgerður Katrín. Fram kom í máli Þorgerðar að flokkurinn sé óhræddur að rugga bátnum og hann vilji róttækar breytingar, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Þá voru jafnréttismál og efnahagsmál formanninum einnig ofarlega í huga sem um leið beindi spjótum sínum að íslensku krónunni. „Það er misrétti en ekki jafnrétti þegar efnahagur foreldra hefur úrslitaáhrif á menntun barna. Það er misrétti en ekki jafnrétti í lífskjörum nágrannaþjóða þegar efnahagssveiflur og okurvextir örmyntar hneppa fjölskyldur hjá einni þjóð í fátæktargildru á meðan fólk býr við traustan efnahag og stöðugleika handan landamæra,“ sagði Þorgerður. Kjör formanns fer fram á morgun en ein sækist Þorgerður Katrín eftir að gegna embættinu áfram og enn sem komið er sækist Þorsteinn Víglundsson einn eftir embætti varaformanns. Tengdar fréttir Tveir flokkar leggja línurnar Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina. 10. mars 2018 07:00 Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. 9. mars 2018 14:13 Meðvirkni og ótti við breytingar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. 10. mars 2018 16:51 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gagnrýndi utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit harðlega í stefnuræðu sinni á landsþingi Viðreisnar í dag. Hún sagði að Bretar myndu í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem landsþing fer fram eftir að flokkurinn komst á þing en sveitarstjórnarmálin voru meðal annars ofarlega á baugi í ræðu formanns sem vék máli sínu einnig að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Það þarf ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val,” sagði Þorgerður Katrín. Fram kom í máli Þorgerðar að flokkurinn sé óhræddur að rugga bátnum og hann vilji róttækar breytingar, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Þá voru jafnréttismál og efnahagsmál formanninum einnig ofarlega í huga sem um leið beindi spjótum sínum að íslensku krónunni. „Það er misrétti en ekki jafnrétti þegar efnahagur foreldra hefur úrslitaáhrif á menntun barna. Það er misrétti en ekki jafnrétti í lífskjörum nágrannaþjóða þegar efnahagssveiflur og okurvextir örmyntar hneppa fjölskyldur hjá einni þjóð í fátæktargildru á meðan fólk býr við traustan efnahag og stöðugleika handan landamæra,“ sagði Þorgerður. Kjör formanns fer fram á morgun en ein sækist Þorgerður Katrín eftir að gegna embættinu áfram og enn sem komið er sækist Þorsteinn Víglundsson einn eftir embætti varaformanns.
Tengdar fréttir Tveir flokkar leggja línurnar Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina. 10. mars 2018 07:00 Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. 9. mars 2018 14:13 Meðvirkni og ótti við breytingar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. 10. mars 2018 16:51 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Tveir flokkar leggja línurnar Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina. 10. mars 2018 07:00
Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. 9. mars 2018 14:13
Meðvirkni og ótti við breytingar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. 10. mars 2018 16:51
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum