Gagnrýnir utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2018 20:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gagnrýndi utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit harðlega í stefnuræðu sinni á landsþingi Viðreisnar í dag. Hún sagði að Bretar myndu í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem landsþing fer fram eftir að flokkurinn komst á þing en sveitarstjórnarmálin voru meðal annars ofarlega á baugi í ræðu formanns sem vék máli sínu einnig að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Það þarf ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val,” sagði Þorgerður Katrín. Fram kom í máli Þorgerðar að flokkurinn sé óhræddur að rugga bátnum og hann vilji róttækar breytingar, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Þá voru jafnréttismál og efnahagsmál formanninum einnig ofarlega í huga sem um leið beindi spjótum sínum að íslensku krónunni. „Það er misrétti en ekki jafnrétti þegar efnahagur foreldra hefur úrslitaáhrif á menntun barna. Það er misrétti en ekki jafnrétti í lífskjörum nágrannaþjóða þegar efnahagssveiflur og okurvextir örmyntar hneppa fjölskyldur hjá einni þjóð í fátæktargildru á meðan fólk býr við traustan efnahag og stöðugleika handan landamæra,“ sagði Þorgerður. Kjör formanns fer fram á morgun en ein sækist Þorgerður Katrín eftir að gegna embættinu áfram og enn sem komið er sækist Þorsteinn Víglundsson einn eftir embætti varaformanns. Tengdar fréttir Tveir flokkar leggja línurnar Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina. 10. mars 2018 07:00 Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. 9. mars 2018 14:13 Meðvirkni og ótti við breytingar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. 10. mars 2018 16:51 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gagnrýndi utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar vegna Brexit harðlega í stefnuræðu sinni á landsþingi Viðreisnar í dag. Hún sagði að Bretar myndu í krafti stærðar sinnar leitast við að skara eld að eigin köku í tvíhliða fríverslunarsamningum við útgönguna úr Evrópusambandinu, þar á meðal gagnvart Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem landsþing fer fram eftir að flokkurinn komst á þing en sveitarstjórnarmálin voru meðal annars ofarlega á baugi í ræðu formanns sem vék máli sínu einnig að útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Það þarf ekki djúpa skoðun til þess að sjá að hagsmunum Íslands er betur borgið með því að fylgja öðrum Norðurlöndum í samstarfi innan Evrópusambandsins fremur en að elta Breta. Ríkisstjórn Íslands er ein ríkisstjórna á Norðurlöndum sem ekki hefur gefið skýra og ótvíræða yfirlýsingu um það val,” sagði Þorgerður Katrín. Fram kom í máli Þorgerðar að flokkurinn sé óhræddur að rugga bátnum og hann vilji róttækar breytingar, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Þá voru jafnréttismál og efnahagsmál formanninum einnig ofarlega í huga sem um leið beindi spjótum sínum að íslensku krónunni. „Það er misrétti en ekki jafnrétti þegar efnahagur foreldra hefur úrslitaáhrif á menntun barna. Það er misrétti en ekki jafnrétti í lífskjörum nágrannaþjóða þegar efnahagssveiflur og okurvextir örmyntar hneppa fjölskyldur hjá einni þjóð í fátæktargildru á meðan fólk býr við traustan efnahag og stöðugleika handan landamæra,“ sagði Þorgerður. Kjör formanns fer fram á morgun en ein sækist Þorgerður Katrín eftir að gegna embættinu áfram og enn sem komið er sækist Þorsteinn Víglundsson einn eftir embætti varaformanns.
Tengdar fréttir Tveir flokkar leggja línurnar Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina. 10. mars 2018 07:00 Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. 9. mars 2018 14:13 Meðvirkni og ótti við breytingar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. 10. mars 2018 16:51 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Tveir flokkar leggja línurnar Tveir stjórnmálaflokkar af þeim átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi halda fundi fyrir félagsmenn sína um helgina. 10. mars 2018 07:00
Sveitarstjórnarmál setja svip sinn á landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar hefst í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag. 9. mars 2018 14:13
Meðvirkni og ótti við breytingar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði jafnréttismál, fjölþjóðasamvinnu og frjálslyndi að umfjöllunarefni sínu í stefnuræðu. 10. mars 2018 16:51