Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma duga ekki til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. mars 2018 20:15 Allt að 270 hjúkrunarrými skortir í landinu, til viðbótar við þau tæplega 500 sem þegar eru áform um að byggja upp. Áætlaður kostnaður við byggingu hvers hjúkrunarrýmis sé um 36,5 milljónir króna. Þetta sýna tölur sem velferðarráðuneytið tók saman fyrir fréttastofu um stöðu mála hvað varðar skort á hjúkrunarrýmum og áform um uppbyggingu. Ein helsta ástæðan fyrir fráflæðisvanda Landspítalans er skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Fjöldi hjúkrunarrýma á landinu er um 2700 rými samkvæmt svari ráðuneytisins en flestir sem flytja inn á hjúkrunarheimili koma þangað eftir 80 ára aldur en hlutfall þess aldurshóps var 3,6% af íbúafjölda ársins 2017. Meðaldvalartími í hjúkrunarrými er um 2,6 ár. Hafin er vinna við byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg í Reykjavík með rými fyrir 99 íbúa en ennþáá eftir aðákveða staðsetningu 80 nýrra hjúkrunarrýma sem rísa eiga á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi hjúkrunarrýma sem núna eru í byggingu, eða ááætlun um byggingu, eru 486 rými. Þar eru 309 ný rými, 99 í Reykjavík, 64 í Kópavogi, 1 í Hafnarfirði, 40 á Seltjarnarnesi og 25 íÁrborg auk þeirra 80 á höfuðborgarsvæðinu sem eftir á að staðsetja. Þá stendur til að bæta aðbúnaðí 177 rýmum; 35 íÁrborg, 59 í Hafnarfirði, 23 á Húsavík, 18 í Stykkishólmi, 24 á Höfn Auk 12 rýma á Kirkjuhvoli og 6 í Fellaskjóli. Þrátt fyrir áform um talsverða uppbyggingu má búast viðáframhaldandi skorti en áætlað er að allt að 270 hjúkrunarrými skorti til viðbótar, þar af 130 á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/HlynurÆtla má að auk þess þurfi að bæta eða endurbyggja allt að 400 hjúkrunarrými til að mæta kröfum um bættan aðbúnað. Áætlaður kostnaður við byggingu hvers hjúkrunarrýmis með búnaði er um 36,5 milljónir króna en heildarkostnaður við að fjölga hjúkrunarrýmum um 270 rými fram til ársins 2023 er því tæpir 10 milljarðar. Þar af er hlutur ríkisins allt að 8,5 milljarðar. Auk þess má ætla að það þurfi að bæta eða endurbyggja allt að 400 hjúkrunarrými til að mæta kröfum um bættan aðbúnað. Ef reiknað væri með að kostnaður við endurbætur væri um 75% af nýbyggingarkostnaði og allar úthlutanir Framkvæmdasjóðs aldraðra til ársins 2023 færu í endurbætur á núverandi rýmum, gæti Framkvæmdasjóðurinn veitt 40% framlagi til endurbóta á um 300 hjúkrunarrýmum, að því er fram kemur í svari ráðuneytisins. Ekki er þó ljóst hvort sveitarfélög eða aðrir eigendur sjálfseignastofnana hafi kost á svo hraðri endurnýjun. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Allt að 270 hjúkrunarrými skortir í landinu, til viðbótar við þau tæplega 500 sem þegar eru áform um að byggja upp. Áætlaður kostnaður við byggingu hvers hjúkrunarrýmis sé um 36,5 milljónir króna. Þetta sýna tölur sem velferðarráðuneytið tók saman fyrir fréttastofu um stöðu mála hvað varðar skort á hjúkrunarrýmum og áform um uppbyggingu. Ein helsta ástæðan fyrir fráflæðisvanda Landspítalans er skortur á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Fjöldi hjúkrunarrýma á landinu er um 2700 rými samkvæmt svari ráðuneytisins en flestir sem flytja inn á hjúkrunarheimili koma þangað eftir 80 ára aldur en hlutfall þess aldurshóps var 3,6% af íbúafjölda ársins 2017. Meðaldvalartími í hjúkrunarrými er um 2,6 ár. Hafin er vinna við byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg í Reykjavík með rými fyrir 99 íbúa en ennþáá eftir aðákveða staðsetningu 80 nýrra hjúkrunarrýma sem rísa eiga á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi hjúkrunarrýma sem núna eru í byggingu, eða ááætlun um byggingu, eru 486 rými. Þar eru 309 ný rými, 99 í Reykjavík, 64 í Kópavogi, 1 í Hafnarfirði, 40 á Seltjarnarnesi og 25 íÁrborg auk þeirra 80 á höfuðborgarsvæðinu sem eftir á að staðsetja. Þá stendur til að bæta aðbúnaðí 177 rýmum; 35 íÁrborg, 59 í Hafnarfirði, 23 á Húsavík, 18 í Stykkishólmi, 24 á Höfn Auk 12 rýma á Kirkjuhvoli og 6 í Fellaskjóli. Þrátt fyrir áform um talsverða uppbyggingu má búast viðáframhaldandi skorti en áætlað er að allt að 270 hjúkrunarrými skorti til viðbótar, þar af 130 á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/HlynurÆtla má að auk þess þurfi að bæta eða endurbyggja allt að 400 hjúkrunarrými til að mæta kröfum um bættan aðbúnað. Áætlaður kostnaður við byggingu hvers hjúkrunarrýmis með búnaði er um 36,5 milljónir króna en heildarkostnaður við að fjölga hjúkrunarrýmum um 270 rými fram til ársins 2023 er því tæpir 10 milljarðar. Þar af er hlutur ríkisins allt að 8,5 milljarðar. Auk þess má ætla að það þurfi að bæta eða endurbyggja allt að 400 hjúkrunarrými til að mæta kröfum um bættan aðbúnað. Ef reiknað væri með að kostnaður við endurbætur væri um 75% af nýbyggingarkostnaði og allar úthlutanir Framkvæmdasjóðs aldraðra til ársins 2023 færu í endurbætur á núverandi rýmum, gæti Framkvæmdasjóðurinn veitt 40% framlagi til endurbóta á um 300 hjúkrunarrýmum, að því er fram kemur í svari ráðuneytisins. Ekki er þó ljóst hvort sveitarfélög eða aðrir eigendur sjálfseignastofnana hafi kost á svo hraðri endurnýjun.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira