Sumir bíða eftir uppsagnarbréfi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2018 20:00 Um tvö hundruð foreldrar sem bíða eftir dagvistunarplássi fyrir börnin sín hafa skráð sig í Félagsmiðstöð ungra barna. Stofnandi segir ástandið óboðlegt þar sem margir meðlimir óttast um vinnu sínu eða neyðast til að vera á atvinnuleysisbótum. Meðlimir hópsins sem var stofnaður um mánaðarmótin á Facebook eru þegar orðnir rúmlega 200 talsins og eiga það allir sameiginlegt að fá ekki dagvistunarpláss fyrir börnin sín. „Þetta er tliraun til þess að vera ekki alltaf heima með þau börn sem ekki eru komin með pláss hjá dagmömmu eða í leikskóla," segir Kristín Sævarsdóttir, stofnandi hópsins. Langir biðlistar eru hjá dagforeldrum og í leikskólum borgarinnar. Eitt dagforeldri sem fréttastofa ræddi við segist nánast hætt að taka niður nöfn á biðlista þar sem hann sé orðinn of langur en mörg börnin á honum eru enn ófædd. Ljóst er að vandinn er mjög brýnn en dagforeldrum hefur á síðustu árum fækkað nokkuð í Reykjavík, eða úr 170 fyrir tveimur árum í 135 í fyrra. Stýrihópur um daggæslukerfið á að skila útbótatillögum á næstunni og stendur þá til að ráðast í endurskoðun.Helena Auður Guðnadóttir og Vikar Jökull.Kristín segir ástandið óboðlegt. „Þetta er mikið púsl fyrir marga foreldra og sumir eru að bíða eftir að fá uppsagnarbréf inn um lúguna. Við höfum þann sveiganleika að geta púslað vinnunni okkar saman en það geta ekkert allir. Sumir þurfa að skrá sig á atvinnuleysisbætur, sem er heldur ekkert rétt, en fólk er bara að reyna redda þessu bili og að brúa það," segir Kristín. Ein móðir í hópnum sem hefur verið lengi á biðlista segist ekki geta farið út á vinnumarkaðinn. „Ég er bara búin að vera með hann heima og er ekki með vinnu. Maður er því bara enn heima að njóta," segir Helena Auður Guðnadóttir og bætir við að hún gæti ekki haldið vinnu í þessari stöðu. „Hann er númer 23 í röðinni," segir hún um biðlistann. „En þau sögðu mér að vera vongóð með haustið. Þannig við bara ætlum að vera það," segir Helena. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Um tvö hundruð foreldrar sem bíða eftir dagvistunarplássi fyrir börnin sín hafa skráð sig í Félagsmiðstöð ungra barna. Stofnandi segir ástandið óboðlegt þar sem margir meðlimir óttast um vinnu sínu eða neyðast til að vera á atvinnuleysisbótum. Meðlimir hópsins sem var stofnaður um mánaðarmótin á Facebook eru þegar orðnir rúmlega 200 talsins og eiga það allir sameiginlegt að fá ekki dagvistunarpláss fyrir börnin sín. „Þetta er tliraun til þess að vera ekki alltaf heima með þau börn sem ekki eru komin með pláss hjá dagmömmu eða í leikskóla," segir Kristín Sævarsdóttir, stofnandi hópsins. Langir biðlistar eru hjá dagforeldrum og í leikskólum borgarinnar. Eitt dagforeldri sem fréttastofa ræddi við segist nánast hætt að taka niður nöfn á biðlista þar sem hann sé orðinn of langur en mörg börnin á honum eru enn ófædd. Ljóst er að vandinn er mjög brýnn en dagforeldrum hefur á síðustu árum fækkað nokkuð í Reykjavík, eða úr 170 fyrir tveimur árum í 135 í fyrra. Stýrihópur um daggæslukerfið á að skila útbótatillögum á næstunni og stendur þá til að ráðast í endurskoðun.Helena Auður Guðnadóttir og Vikar Jökull.Kristín segir ástandið óboðlegt. „Þetta er mikið púsl fyrir marga foreldra og sumir eru að bíða eftir að fá uppsagnarbréf inn um lúguna. Við höfum þann sveiganleika að geta púslað vinnunni okkar saman en það geta ekkert allir. Sumir þurfa að skrá sig á atvinnuleysisbætur, sem er heldur ekkert rétt, en fólk er bara að reyna redda þessu bili og að brúa það," segir Kristín. Ein móðir í hópnum sem hefur verið lengi á biðlista segist ekki geta farið út á vinnumarkaðinn. „Ég er bara búin að vera með hann heima og er ekki með vinnu. Maður er því bara enn heima að njóta," segir Helena Auður Guðnadóttir og bætir við að hún gæti ekki haldið vinnu í þessari stöðu. „Hann er númer 23 í röðinni," segir hún um biðlistann. „En þau sögðu mér að vera vongóð með haustið. Þannig við bara ætlum að vera það," segir Helena.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira