Ein og hálf milljón króna í ruslið á einu skólaári Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2018 21:00 Nemendur í sjötta bekk Háteigsskóla hafa á síðustu vikum vigtað matinn sem samnemendur þeirra henda eftir hádegismat og reiknað út kostnað matarsóunar. Þau telja að fara mætti betur með peninga, mat og umhverfið. Kennari segir hugmyndina hafa kviknað hjá krökkunum sjálfum við lestur námsefnis um jökla. „Þá fórum við aðeins yfir í það hvað það kostaði mikið vatn að framleiða matvörurnar okkar og fórum svo að velta fyrir okkur hvað við værum að henda miklum mat," segir Heiðrún Helga Ólafsdóttir, kennari. Yfir tveggja vikna tímabil vigtuðu því krakkarnir allt það sem samnemendur þeirra í öðrum til sjöunda bekk hentu. „Svo gerðum við veggspjöld og erum að fara að segja frá þessu í öðrum bekkjum," segir Úlfrún Kristínardóttir, nemandi í sjötta bekk.Nemendurnir unnu veggspjöld um matarsóun.Niðurstaðan var að yfir eina viku hentu nemendurnir 28,7 kílógrömmum af mat og miðað við matarkostnaðinn sem kokkurinn gaf upp eru það 42 þúsund krónur í ruslið eða um ein og hálf milljón króna á einu skólaári. „Ef við hendum svona miklum mat þá erum við bara að henda peninugm. Það eru mamma okkar og pabbi sem eru að borga þennan mat. Ef við ætlum bara að henda og henda er það ekkert gott fyrir jörðina," segir Daníela Hjördís Magnúsdóttir. Victor Anh Duc Le, bekkjarbróðir hennar, tekur undir. „Ef við hendum þessu erum við að eyða mjög miklu af öllu; pening, tíma og dýrum." Krakkarnir hafa nú rætt við samnemendur og hvatt þá til að huga að matarsóun. Til stendur að draga vigtina aftur fram í lok mánaðarins og mæla mögulegan árangur. „Þriðjungur af mat sem við fáum er eiginlega bara hent. Svo við verðum að minnka þessa tölu. Vonandi verður það svona helmingur eða einn þriðji," segir Ari Páll Egilsson, vongóður að lokum. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Nemendur í sjötta bekk Háteigsskóla hafa á síðustu vikum vigtað matinn sem samnemendur þeirra henda eftir hádegismat og reiknað út kostnað matarsóunar. Þau telja að fara mætti betur með peninga, mat og umhverfið. Kennari segir hugmyndina hafa kviknað hjá krökkunum sjálfum við lestur námsefnis um jökla. „Þá fórum við aðeins yfir í það hvað það kostaði mikið vatn að framleiða matvörurnar okkar og fórum svo að velta fyrir okkur hvað við værum að henda miklum mat," segir Heiðrún Helga Ólafsdóttir, kennari. Yfir tveggja vikna tímabil vigtuðu því krakkarnir allt það sem samnemendur þeirra í öðrum til sjöunda bekk hentu. „Svo gerðum við veggspjöld og erum að fara að segja frá þessu í öðrum bekkjum," segir Úlfrún Kristínardóttir, nemandi í sjötta bekk.Nemendurnir unnu veggspjöld um matarsóun.Niðurstaðan var að yfir eina viku hentu nemendurnir 28,7 kílógrömmum af mat og miðað við matarkostnaðinn sem kokkurinn gaf upp eru það 42 þúsund krónur í ruslið eða um ein og hálf milljón króna á einu skólaári. „Ef við hendum svona miklum mat þá erum við bara að henda peninugm. Það eru mamma okkar og pabbi sem eru að borga þennan mat. Ef við ætlum bara að henda og henda er það ekkert gott fyrir jörðina," segir Daníela Hjördís Magnúsdóttir. Victor Anh Duc Le, bekkjarbróðir hennar, tekur undir. „Ef við hendum þessu erum við að eyða mjög miklu af öllu; pening, tíma og dýrum." Krakkarnir hafa nú rætt við samnemendur og hvatt þá til að huga að matarsóun. Til stendur að draga vigtina aftur fram í lok mánaðarins og mæla mögulegan árangur. „Þriðjungur af mat sem við fáum er eiginlega bara hent. Svo við verðum að minnka þessa tölu. Vonandi verður það svona helmingur eða einn þriðji," segir Ari Páll Egilsson, vongóður að lokum.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira