Ein og hálf milljón króna í ruslið á einu skólaári Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2018 21:00 Nemendur í sjötta bekk Háteigsskóla hafa á síðustu vikum vigtað matinn sem samnemendur þeirra henda eftir hádegismat og reiknað út kostnað matarsóunar. Þau telja að fara mætti betur með peninga, mat og umhverfið. Kennari segir hugmyndina hafa kviknað hjá krökkunum sjálfum við lestur námsefnis um jökla. „Þá fórum við aðeins yfir í það hvað það kostaði mikið vatn að framleiða matvörurnar okkar og fórum svo að velta fyrir okkur hvað við værum að henda miklum mat," segir Heiðrún Helga Ólafsdóttir, kennari. Yfir tveggja vikna tímabil vigtuðu því krakkarnir allt það sem samnemendur þeirra í öðrum til sjöunda bekk hentu. „Svo gerðum við veggspjöld og erum að fara að segja frá þessu í öðrum bekkjum," segir Úlfrún Kristínardóttir, nemandi í sjötta bekk.Nemendurnir unnu veggspjöld um matarsóun.Niðurstaðan var að yfir eina viku hentu nemendurnir 28,7 kílógrömmum af mat og miðað við matarkostnaðinn sem kokkurinn gaf upp eru það 42 þúsund krónur í ruslið eða um ein og hálf milljón króna á einu skólaári. „Ef við hendum svona miklum mat þá erum við bara að henda peninugm. Það eru mamma okkar og pabbi sem eru að borga þennan mat. Ef við ætlum bara að henda og henda er það ekkert gott fyrir jörðina," segir Daníela Hjördís Magnúsdóttir. Victor Anh Duc Le, bekkjarbróðir hennar, tekur undir. „Ef við hendum þessu erum við að eyða mjög miklu af öllu; pening, tíma og dýrum." Krakkarnir hafa nú rætt við samnemendur og hvatt þá til að huga að matarsóun. Til stendur að draga vigtina aftur fram í lok mánaðarins og mæla mögulegan árangur. „Þriðjungur af mat sem við fáum er eiginlega bara hent. Svo við verðum að minnka þessa tölu. Vonandi verður það svona helmingur eða einn þriðji," segir Ari Páll Egilsson, vongóður að lokum. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Nemendur í sjötta bekk Háteigsskóla hafa á síðustu vikum vigtað matinn sem samnemendur þeirra henda eftir hádegismat og reiknað út kostnað matarsóunar. Þau telja að fara mætti betur með peninga, mat og umhverfið. Kennari segir hugmyndina hafa kviknað hjá krökkunum sjálfum við lestur námsefnis um jökla. „Þá fórum við aðeins yfir í það hvað það kostaði mikið vatn að framleiða matvörurnar okkar og fórum svo að velta fyrir okkur hvað við værum að henda miklum mat," segir Heiðrún Helga Ólafsdóttir, kennari. Yfir tveggja vikna tímabil vigtuðu því krakkarnir allt það sem samnemendur þeirra í öðrum til sjöunda bekk hentu. „Svo gerðum við veggspjöld og erum að fara að segja frá þessu í öðrum bekkjum," segir Úlfrún Kristínardóttir, nemandi í sjötta bekk.Nemendurnir unnu veggspjöld um matarsóun.Niðurstaðan var að yfir eina viku hentu nemendurnir 28,7 kílógrömmum af mat og miðað við matarkostnaðinn sem kokkurinn gaf upp eru það 42 þúsund krónur í ruslið eða um ein og hálf milljón króna á einu skólaári. „Ef við hendum svona miklum mat þá erum við bara að henda peninugm. Það eru mamma okkar og pabbi sem eru að borga þennan mat. Ef við ætlum bara að henda og henda er það ekkert gott fyrir jörðina," segir Daníela Hjördís Magnúsdóttir. Victor Anh Duc Le, bekkjarbróðir hennar, tekur undir. „Ef við hendum þessu erum við að eyða mjög miklu af öllu; pening, tíma og dýrum." Krakkarnir hafa nú rætt við samnemendur og hvatt þá til að huga að matarsóun. Til stendur að draga vigtina aftur fram í lok mánaðarins og mæla mögulegan árangur. „Þriðjungur af mat sem við fáum er eiginlega bara hent. Svo við verðum að minnka þessa tölu. Vonandi verður það svona helmingur eða einn þriðji," segir Ari Páll Egilsson, vongóður að lokum.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira