Innlent

Sverrir Hermannsson látinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sverrir Hermannsson var 88 ára.
Sverrir Hermannsson var 88 ára. Alþingi

Sverrir Hermannsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, lést í gær, 88 ára að aldri.

Sverrir var sonur Hermanns Hermannssonar og Salóme Rannveigar Gunnarsdóttur. Hann var stúdent frá MA og viðskiptafræðingur frá HÍ. Sverrir sat á Alþingi 1971 til 1988 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslynda flokkinn 1998 til 2003.

Hann var iðnaðarráðherra 1983 til 1985 og menntamálaráðherra 1985 til 1987. Sverrir var Landsbankastjóri 1988 til 1998.

Sverrir kvæntist Gretu Lind Kristjánsdóttur 1953. Hún lést 2009. Þau eignuðust fimm börn og eina fósturdóttur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.