Engin komugjöld á þessu ári Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. mars 2018 20:32 Komugjöld verða ekki að veruleika á þessu ári, segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála. Greiningarvinna og samráð við ferðþjónustuna eigi eftir að fara fram. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að samtökin hafi alltaf verið tilbúin að skoða slík gjöld, einkum yfir háönn ferðaþjónustunnar, en hins vegar sé afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið í allri ákvörðunartöku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að leiðir til gjaldtöku í ferðaþjónustu verði kannaðar í samráði við greinina, m.a. möguleikar á álagningu komu eða brottfarargjalds. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hnykkti á þessu á flokksþingi Framsóknarmanna um síðustu helgi og sagði: „Á sama tíma er einnig verið að vinna að því að koma á komugjöldum, í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra hagaðila.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála segir að formlegar viðræður við ferðaþjónustuna séu ekki hafnar, greiningarvinna fari nú fram í ráðuneytinu. „Samtalið við greinina svona formlega á eftir að eiga sér stað og ekki hægt að segja til hvenær fyrsta útfærsla á komugjaldinu verði lögð fram. Hún verði ekki tilbúin á þessu ári.“ Þórdís Kolbrún segir mikilvægt að komast að niðurstöðu sem fyrst. „Ég vona að við förum að geta sett punkt aftan við umræðuna um komugjöldin, verkefnið er að komast að niðurstöðu og klára málið.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið. „Við höfum alltaf verið tilbúin til að skoða komugjöld sérílagi yfir háönnina, við erum ennþá að byggja upp vetrarmánuðina en auðvitað eru annmarkar á komugjöldum eins og öðrum gjaldtökuhugmyndum sem hafa verið viðraðar.“ Helga segir að ef gjöldin verði að veruleika sé brýnt að þau fari í uppbyggingu innviða. Við ákvörðunartöku um gjaldtökuna þurfi að horfa til allra þátta. „Menn verða að horfa á stóru myndina, átta sig á hvaða áhrif þessi gjaldtaka hefur hvað varðar samkeppnishæfni og svo framvegis og taka ákvarðanir út frá því.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Komugjöld verða ekki að veruleika á þessu ári, segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála. Greiningarvinna og samráð við ferðþjónustuna eigi eftir að fara fram. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að samtökin hafi alltaf verið tilbúin að skoða slík gjöld, einkum yfir háönn ferðaþjónustunnar, en hins vegar sé afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið í allri ákvörðunartöku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að leiðir til gjaldtöku í ferðaþjónustu verði kannaðar í samráði við greinina, m.a. möguleikar á álagningu komu eða brottfarargjalds. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hnykkti á þessu á flokksþingi Framsóknarmanna um síðustu helgi og sagði: „Á sama tíma er einnig verið að vinna að því að koma á komugjöldum, í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra hagaðila.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála segir að formlegar viðræður við ferðaþjónustuna séu ekki hafnar, greiningarvinna fari nú fram í ráðuneytinu. „Samtalið við greinina svona formlega á eftir að eiga sér stað og ekki hægt að segja til hvenær fyrsta útfærsla á komugjaldinu verði lögð fram. Hún verði ekki tilbúin á þessu ári.“ Þórdís Kolbrún segir mikilvægt að komast að niðurstöðu sem fyrst. „Ég vona að við förum að geta sett punkt aftan við umræðuna um komugjöldin, verkefnið er að komast að niðurstöðu og klára málið.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið. „Við höfum alltaf verið tilbúin til að skoða komugjöld sérílagi yfir háönnina, við erum ennþá að byggja upp vetrarmánuðina en auðvitað eru annmarkar á komugjöldum eins og öðrum gjaldtökuhugmyndum sem hafa verið viðraðar.“ Helga segir að ef gjöldin verði að veruleika sé brýnt að þau fari í uppbyggingu innviða. Við ákvörðunartöku um gjaldtökuna þurfi að horfa til allra þátta. „Menn verða að horfa á stóru myndina, átta sig á hvaða áhrif þessi gjaldtaka hefur hvað varðar samkeppnishæfni og svo framvegis og taka ákvarðanir út frá því.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37
Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30