Marsspá Siggu Kling – Krabbinn: Vertu viss um að þar sé hamingjan 2. mars 2018 09:00 Elsku Krabbinn minn, það er einhvern veginn allt að gerast hjá þér þessa dagana, þú ert hugrekkið holdi klætt og er alltaf með það á hreinu að það þýðir ekkert að gefast upp. Þú getur ruglað saman praktískum hugsunum og tilfinningum, en þitt ótrúlega innsæi mun alltaf leiða þig á rétta braut. Þú ert svo sannarlega spámaður en þarft á miklu hrósi að halda, en hafðu það í veganesti að hrósa sjálfum þér og ef þú færð hrós skaltu knúsa og þakka sérstaklega fyrir það. Þú ert svo aðlaðandi persóna, getur verið svo barnalegur, sem getur verið eitthvað svo einlægt og smart og þess vegna treystir fólk þér, biður þig um ráð og jafnvel hjálp. Þú vilt svo mikið aðstoða aðra að þú kemur þér stundum í vandræði, vesen og stress, en allir elska þig svo haltu þessu bara áfram, það þarfnast þín margir og þú þarft ekki að fá staðfestingu á því svo alls ekki reyna það. Þú angar af sex appeali eins og Chanel °5 sem er náttúrulega bara goðsögn ilmvatnanna og þessi unaðslega blanda af ást og töfrum mun laða að sér ástina fyrir þá sem eru á lausu. Í ástinni verðurðu að hafa bæði andlega og líkamlega tengingu, svo horfðu djúpt í augun á þeim sem þú elskar og vertu viss um að þar sé hamingjan. Þér finnst svo mikilvægt að hafa ævintýri í öllu í kringum þig, en ævintýrin eru akkúrat að finna manneskju sem er svo þægileg að þú þurfir ekki að skapa neitt ævintýralegt andrúmsloft þar í kring og finnist bara eðlilegt að prumpa og borða sælgæti í morgunmat, í því felst ástin að finnast einhver annar svo þægilegur að maður geti áreynslulaust hangið með þeirri týpu við allar aðstæður. Núna er mikilvægt að hafa trú á eigin hæfileikum og samskiptatækni þín mun koma þér þangað sem þú vilt, svo hafðu smá auðmýkt í samskiptum þínum því það gerir trixið og þessi seiðandi og skemmtilega rödd sem þú átt hefur meiri áhrif á aðra en þú gerir þér grein fyrir. Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður. Setningin þín er: Þú kemst áfram sama hver stormurinn er – Í stormi (Dagur Sigurðsson) Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Elsku Krabbinn minn, það er einhvern veginn allt að gerast hjá þér þessa dagana, þú ert hugrekkið holdi klætt og er alltaf með það á hreinu að það þýðir ekkert að gefast upp. Þú getur ruglað saman praktískum hugsunum og tilfinningum, en þitt ótrúlega innsæi mun alltaf leiða þig á rétta braut. Þú ert svo sannarlega spámaður en þarft á miklu hrósi að halda, en hafðu það í veganesti að hrósa sjálfum þér og ef þú færð hrós skaltu knúsa og þakka sérstaklega fyrir það. Þú ert svo aðlaðandi persóna, getur verið svo barnalegur, sem getur verið eitthvað svo einlægt og smart og þess vegna treystir fólk þér, biður þig um ráð og jafnvel hjálp. Þú vilt svo mikið aðstoða aðra að þú kemur þér stundum í vandræði, vesen og stress, en allir elska þig svo haltu þessu bara áfram, það þarfnast þín margir og þú þarft ekki að fá staðfestingu á því svo alls ekki reyna það. Þú angar af sex appeali eins og Chanel °5 sem er náttúrulega bara goðsögn ilmvatnanna og þessi unaðslega blanda af ást og töfrum mun laða að sér ástina fyrir þá sem eru á lausu. Í ástinni verðurðu að hafa bæði andlega og líkamlega tengingu, svo horfðu djúpt í augun á þeim sem þú elskar og vertu viss um að þar sé hamingjan. Þér finnst svo mikilvægt að hafa ævintýri í öllu í kringum þig, en ævintýrin eru akkúrat að finna manneskju sem er svo þægileg að þú þurfir ekki að skapa neitt ævintýralegt andrúmsloft þar í kring og finnist bara eðlilegt að prumpa og borða sælgæti í morgunmat, í því felst ástin að finnast einhver annar svo þægilegur að maður geti áreynslulaust hangið með þeirri týpu við allar aðstæður. Núna er mikilvægt að hafa trú á eigin hæfileikum og samskiptatækni þín mun koma þér þangað sem þú vilt, svo hafðu smá auðmýkt í samskiptum þínum því það gerir trixið og þessi seiðandi og skemmtilega rödd sem þú átt hefur meiri áhrif á aðra en þú gerir þér grein fyrir. Frægir Krabbar: Bryndís Schram, Sigga Lorange Ostabúðarskvísa, Auddi Blö, sem við elskum öll, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og dúlla, Ólafur Stefánsson, handboltakappi og heimspekingur, Edda Sif, Sindri Sindrason, Ásdís Halla Bragadóttir, Hjörvar Hafliðason og Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari, Davíð hinn góði skóari í Hafnafirði, Stefán Árni Pálsson fréttamaður, Guðni Th. forseti Íslands, Friðbjörn Europartakóngur, Yesmine Olsen, höfundur og framleiðandi, George Michael, Kristófer Helgason, dagskrágerðamaður, Nuno Alexandre Bentin Servo veitingahúsakóngur, Helga Hafsteinsdóttir, hárgreiðsluséní á Akureyri, Íris Björk Tanya frumkvöðull og hönnuður. Setningin þín er: Þú kemst áfram sama hver stormurinn er – Í stormi (Dagur Sigurðsson)
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira