Ákveðin í að verða læknir frá því hún var þriggja ára Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Góð stækkunargleraugu eru grundvallaratriði þegar hárfínar æðar eru saumaðar. Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir er fyrst íslenskra kvenna til að leggja fyrir sig hjarta- og lungnaskurðlækningar. Fyrir rúmri viku framkvæmdi hún sína fyrstu hjartaaðgerð. Hún kveðst hafa beðið lengi eftir þessum tímamótum. Ragnheiður Martha er nývöknuð þegar slegið er á þráðinn til hennar síðdegis einn daginn. Hún hafði verið á næturvakt á sjúkrahúsinu í Umeå í Svíþjóð þar sem hún er með stöðu á hjarta- og lungnaskurðdeildinni og sérhæfir sig í þeirri grein lækninga sem þar er stunduð. Fyrsta spurning til hennar er: Er ekki kalt í Umeå? „Það voru mínus 30 gráður í morgun, svo var sól í dag en þegar hún hvarf varð skítkalt aftur. En það er stillilogn. Ég geng bara um með trefil fyrir andlitinu.“ Fyrstu hjartaaðgerðina gerði Ragnheiður Martha fyrir rúmri viku. Var það ekki sérstök tilfinning? „Jú, það er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir lengi. Er auðvitað búin að aðstoða við margar aðgerðir og hef gert nokkrar minni lungnaaðgerðir en aldrei heila hjartaaðgerð frá upphafi til enda, svo það var stórt skref á ferlinum. Þetta var kransæðahjáveituaðgerð. Þá tekur maður æðar annars staðar frá og tengir fram hjá stíflunni. Saumar æðarnar saman með mjög þunnum þræði og fínum nálum því þær eru bara einn til tveir millimetrar á breidd. Ég var með sérfræðing sem leiðbeindi mér og fleira fagfólk kringum mig sem ég hef unnið með síðustu mánuðina, andrúmsloftið var þægilegt og allt gekk vel.“Ragnheiður Martha JóhannesdóttirRagnheiður Martha er 31 árs. Hún kveðst hafa verið í skóla síðan hún var sex ára, fyrst í Grafarvoginum, svo í menntaskóla þaðan sem hún fór beint í læknisfræðina. Nú á hún tvö til þrjú ár eftir af sérnáminu. Var hún snemma ákveðin í að verða læknir? „Já, eiginlega frá því ég man eftir mér. Ég var einmitt að tala við ömmu fyrir helgi og hún man að þriggja, fjögurra ára sagðist ég ætla að verða læknir.“ Hún hefur búið í Svíþjóð frá því í apríl 2015. „Ég er mjög ánægð og á deildinni hér í Umeå, þar er mér tekið eins og einni úr fjölskyldunni. Svo er maðurinn minn hér í byggingarvinnu og hefur nóg að gera. Við erum búin að kaupa okkur lóð úti í skógi og ætlum að byggja þar yfir okkur og hundinn en verðum að byrja á skógarhöggi.“ En komist þið í heimsóknir til Íslands fyrst þið fenguð ykkur hund? „Já, það er úrval af fólki hér með próf í að passa hunda og hefur aðstöðu til þess. Við komum síðast heim í fyrrasumar. En það er nóg að gera hjá okkur. Svo eru tvö flug heim. Fyrst klukkutíma flug frá Umeå til Stokkhólms og svo þaðan heim. Þetta er smá spölur.“ Ragnheiður kveðst aðeins byrjuð að iðka skíðasport, enda segir hún nauðsynlegt að nýta snjóinn. „Hér eru allir á gönguskíðum og það eru flottar leiðir út um allt. Svo er mikil hokkímenning hérna og allir krakkar á skautum. Nokkur ísilögð vötn eru í nágrenninu svo aðstæður til iðkunar eru góðar,“ segir Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir skurðlæknir að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir er fyrst íslenskra kvenna til að leggja fyrir sig hjarta- og lungnaskurðlækningar. Fyrir rúmri viku framkvæmdi hún sína fyrstu hjartaaðgerð. Hún kveðst hafa beðið lengi eftir þessum tímamótum. Ragnheiður Martha er nývöknuð þegar slegið er á þráðinn til hennar síðdegis einn daginn. Hún hafði verið á næturvakt á sjúkrahúsinu í Umeå í Svíþjóð þar sem hún er með stöðu á hjarta- og lungnaskurðdeildinni og sérhæfir sig í þeirri grein lækninga sem þar er stunduð. Fyrsta spurning til hennar er: Er ekki kalt í Umeå? „Það voru mínus 30 gráður í morgun, svo var sól í dag en þegar hún hvarf varð skítkalt aftur. En það er stillilogn. Ég geng bara um með trefil fyrir andlitinu.“ Fyrstu hjartaaðgerðina gerði Ragnheiður Martha fyrir rúmri viku. Var það ekki sérstök tilfinning? „Jú, það er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir lengi. Er auðvitað búin að aðstoða við margar aðgerðir og hef gert nokkrar minni lungnaaðgerðir en aldrei heila hjartaaðgerð frá upphafi til enda, svo það var stórt skref á ferlinum. Þetta var kransæðahjáveituaðgerð. Þá tekur maður æðar annars staðar frá og tengir fram hjá stíflunni. Saumar æðarnar saman með mjög þunnum þræði og fínum nálum því þær eru bara einn til tveir millimetrar á breidd. Ég var með sérfræðing sem leiðbeindi mér og fleira fagfólk kringum mig sem ég hef unnið með síðustu mánuðina, andrúmsloftið var þægilegt og allt gekk vel.“Ragnheiður Martha JóhannesdóttirRagnheiður Martha er 31 árs. Hún kveðst hafa verið í skóla síðan hún var sex ára, fyrst í Grafarvoginum, svo í menntaskóla þaðan sem hún fór beint í læknisfræðina. Nú á hún tvö til þrjú ár eftir af sérnáminu. Var hún snemma ákveðin í að verða læknir? „Já, eiginlega frá því ég man eftir mér. Ég var einmitt að tala við ömmu fyrir helgi og hún man að þriggja, fjögurra ára sagðist ég ætla að verða læknir.“ Hún hefur búið í Svíþjóð frá því í apríl 2015. „Ég er mjög ánægð og á deildinni hér í Umeå, þar er mér tekið eins og einni úr fjölskyldunni. Svo er maðurinn minn hér í byggingarvinnu og hefur nóg að gera. Við erum búin að kaupa okkur lóð úti í skógi og ætlum að byggja þar yfir okkur og hundinn en verðum að byrja á skógarhöggi.“ En komist þið í heimsóknir til Íslands fyrst þið fenguð ykkur hund? „Já, það er úrval af fólki hér með próf í að passa hunda og hefur aðstöðu til þess. Við komum síðast heim í fyrrasumar. En það er nóg að gera hjá okkur. Svo eru tvö flug heim. Fyrst klukkutíma flug frá Umeå til Stokkhólms og svo þaðan heim. Þetta er smá spölur.“ Ragnheiður kveðst aðeins byrjuð að iðka skíðasport, enda segir hún nauðsynlegt að nýta snjóinn. „Hér eru allir á gönguskíðum og það eru flottar leiðir út um allt. Svo er mikil hokkímenning hérna og allir krakkar á skautum. Nokkur ísilögð vötn eru í nágrenninu svo aðstæður til iðkunar eru góðar,“ segir Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir skurðlæknir að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira