Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2018 11:25 Dagur Sigurðsson og Ari Ólafsson háðu einvígi á laugardaginn. RÚV Niðurstaða greiningar RÚV og Vodafone um hvort að upp hafi komið vandamál tengd framkvæmd símakosningar í einvígi úrslita Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina er sú að engin sjáanleg vandamál hafi komið upp. Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni.Vísir greindi frá því í gær að verið væri að skoða málið en Júlí Heiðari Halldórssyni, einn af höfundum lagsins Í stormi sem att kappi gegn Our Choice í einvíginu, barst um helgina fjölda ábendinga þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa lag hans, sem flutt var af Degi Sigurðssyni. „Niðurstaða þeirrar greiningar er skýr og tekur af allan vafa um að nokkuð óeðlilegt eða sjáanleg vandamál hafi komið upp og útiloka með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni,“ segir í yfirlýsingu frá RÚV.Sjá einnig:Ari Ólafsson vann Söngavakeppnina Í yfirlýsingu frá Vodafone, sem sá um símakosninguna, segir einnig að tæknimenn fyrirtækisins hafi skoðað alla helstu þætti varðandi símakosninguna. „Sú skoðun benti ekki til neinna sjáanlegra vandamála með kosningakerfið sem notað var í símakosningunni. Bæði SMS leiðin og innhringileiðin virkuðu án truflana. Símstöðin sem notuð var í kosninguna, er sérstaklega hönnuð með símakosningar í huga, og hefur verið notuð í sama tilgangi um árabil og án hnökra,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að nokkuð margir þættir geti haft áhrif á það hvort fólk geti kosið. Er bent á að þeir sem noti farsíma þar sem margir eru samankomnir þurfi að reiða sig á radíokerfi fjarskiptafélags síns. Það sé þekkt vandamál að radíókerfi séu fljót að fyllast þegar þúsundir manna taki upp símann. „Það er vert að taka fram að einstök símanúmer í símakosningunni eru alveg eins sett upp í kosningakerfinu og nota sama búnað, kosningakerfið hegðar sér því nákvæmlega eins óháð í hvaða kosninganúmer er hringt. Það er að okkar mati útilokað að kosningakerfið hafi hegðað sér ólíkt milli símanúmera, og ekkert sem bendir til þess í skoðun dagsins,“ segir í yfirlýsingu Vodafone.Vísir er í eigu Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone á Íslandi. Eurovision Tengdar fréttir Kanna hvort álag hafi valdið því að atkvæði komust ekki til skila í einvíginu Ótrúlega leiðinlegt mál, segir höfundur lagsins Í stormi. 4. mars 2018 18:00 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Ari Ólafsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. 5. mars 2018 11:45 Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Sjá meira
Niðurstaða greiningar RÚV og Vodafone um hvort að upp hafi komið vandamál tengd framkvæmd símakosningar í einvígi úrslita Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina er sú að engin sjáanleg vandamál hafi komið upp. Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni.Vísir greindi frá því í gær að verið væri að skoða málið en Júlí Heiðari Halldórssyni, einn af höfundum lagsins Í stormi sem att kappi gegn Our Choice í einvíginu, barst um helgina fjölda ábendinga þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa lag hans, sem flutt var af Degi Sigurðssyni. „Niðurstaða þeirrar greiningar er skýr og tekur af allan vafa um að nokkuð óeðlilegt eða sjáanleg vandamál hafi komið upp og útiloka með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni,“ segir í yfirlýsingu frá RÚV.Sjá einnig:Ari Ólafsson vann Söngavakeppnina Í yfirlýsingu frá Vodafone, sem sá um símakosninguna, segir einnig að tæknimenn fyrirtækisins hafi skoðað alla helstu þætti varðandi símakosninguna. „Sú skoðun benti ekki til neinna sjáanlegra vandamála með kosningakerfið sem notað var í símakosningunni. Bæði SMS leiðin og innhringileiðin virkuðu án truflana. Símstöðin sem notuð var í kosninguna, er sérstaklega hönnuð með símakosningar í huga, og hefur verið notuð í sama tilgangi um árabil og án hnökra,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að nokkuð margir þættir geti haft áhrif á það hvort fólk geti kosið. Er bent á að þeir sem noti farsíma þar sem margir eru samankomnir þurfi að reiða sig á radíokerfi fjarskiptafélags síns. Það sé þekkt vandamál að radíókerfi séu fljót að fyllast þegar þúsundir manna taki upp símann. „Það er vert að taka fram að einstök símanúmer í símakosningunni eru alveg eins sett upp í kosningakerfinu og nota sama búnað, kosningakerfið hegðar sér því nákvæmlega eins óháð í hvaða kosninganúmer er hringt. Það er að okkar mati útilokað að kosningakerfið hafi hegðað sér ólíkt milli símanúmera, og ekkert sem bendir til þess í skoðun dagsins,“ segir í yfirlýsingu Vodafone.Vísir er í eigu Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone á Íslandi.
Eurovision Tengdar fréttir Kanna hvort álag hafi valdið því að atkvæði komust ekki til skila í einvíginu Ótrúlega leiðinlegt mál, segir höfundur lagsins Í stormi. 4. mars 2018 18:00 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Ari Ólafsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. 5. mars 2018 11:45 Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Sjá meira
Kanna hvort álag hafi valdið því að atkvæði komust ekki til skila í einvíginu Ótrúlega leiðinlegt mál, segir höfundur lagsins Í stormi. 4. mars 2018 18:00
Ari Ólafsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. 5. mars 2018 11:45