Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2018 11:25 Dagur Sigurðsson og Ari Ólafsson háðu einvígi á laugardaginn. RÚV Niðurstaða greiningar RÚV og Vodafone um hvort að upp hafi komið vandamál tengd framkvæmd símakosningar í einvígi úrslita Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina er sú að engin sjáanleg vandamál hafi komið upp. Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni.Vísir greindi frá því í gær að verið væri að skoða málið en Júlí Heiðari Halldórssyni, einn af höfundum lagsins Í stormi sem att kappi gegn Our Choice í einvíginu, barst um helgina fjölda ábendinga þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa lag hans, sem flutt var af Degi Sigurðssyni. „Niðurstaða þeirrar greiningar er skýr og tekur af allan vafa um að nokkuð óeðlilegt eða sjáanleg vandamál hafi komið upp og útiloka með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni,“ segir í yfirlýsingu frá RÚV.Sjá einnig:Ari Ólafsson vann Söngavakeppnina Í yfirlýsingu frá Vodafone, sem sá um símakosninguna, segir einnig að tæknimenn fyrirtækisins hafi skoðað alla helstu þætti varðandi símakosninguna. „Sú skoðun benti ekki til neinna sjáanlegra vandamála með kosningakerfið sem notað var í símakosningunni. Bæði SMS leiðin og innhringileiðin virkuðu án truflana. Símstöðin sem notuð var í kosninguna, er sérstaklega hönnuð með símakosningar í huga, og hefur verið notuð í sama tilgangi um árabil og án hnökra,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að nokkuð margir þættir geti haft áhrif á það hvort fólk geti kosið. Er bent á að þeir sem noti farsíma þar sem margir eru samankomnir þurfi að reiða sig á radíokerfi fjarskiptafélags síns. Það sé þekkt vandamál að radíókerfi séu fljót að fyllast þegar þúsundir manna taki upp símann. „Það er vert að taka fram að einstök símanúmer í símakosningunni eru alveg eins sett upp í kosningakerfinu og nota sama búnað, kosningakerfið hegðar sér því nákvæmlega eins óháð í hvaða kosninganúmer er hringt. Það er að okkar mati útilokað að kosningakerfið hafi hegðað sér ólíkt milli símanúmera, og ekkert sem bendir til þess í skoðun dagsins,“ segir í yfirlýsingu Vodafone.Vísir er í eigu Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone á Íslandi. Eurovision Tengdar fréttir Kanna hvort álag hafi valdið því að atkvæði komust ekki til skila í einvíginu Ótrúlega leiðinlegt mál, segir höfundur lagsins Í stormi. 4. mars 2018 18:00 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Ari Ólafsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. 5. mars 2018 11:45 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Sjá meira
Niðurstaða greiningar RÚV og Vodafone um hvort að upp hafi komið vandamál tengd framkvæmd símakosningar í einvígi úrslita Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina er sú að engin sjáanleg vandamál hafi komið upp. Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni.Vísir greindi frá því í gær að verið væri að skoða málið en Júlí Heiðari Halldórssyni, einn af höfundum lagsins Í stormi sem att kappi gegn Our Choice í einvíginu, barst um helgina fjölda ábendinga þess efnis að fólk hafi ekki náð í gegn þegar það reyndi að kjósa lag hans, sem flutt var af Degi Sigurðssyni. „Niðurstaða þeirrar greiningar er skýr og tekur af allan vafa um að nokkuð óeðlilegt eða sjáanleg vandamál hafi komið upp og útiloka með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni,“ segir í yfirlýsingu frá RÚV.Sjá einnig:Ari Ólafsson vann Söngavakeppnina Í yfirlýsingu frá Vodafone, sem sá um símakosninguna, segir einnig að tæknimenn fyrirtækisins hafi skoðað alla helstu þætti varðandi símakosninguna. „Sú skoðun benti ekki til neinna sjáanlegra vandamála með kosningakerfið sem notað var í símakosningunni. Bæði SMS leiðin og innhringileiðin virkuðu án truflana. Símstöðin sem notuð var í kosninguna, er sérstaklega hönnuð með símakosningar í huga, og hefur verið notuð í sama tilgangi um árabil og án hnökra,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að nokkuð margir þættir geti haft áhrif á það hvort fólk geti kosið. Er bent á að þeir sem noti farsíma þar sem margir eru samankomnir þurfi að reiða sig á radíokerfi fjarskiptafélags síns. Það sé þekkt vandamál að radíókerfi séu fljót að fyllast þegar þúsundir manna taki upp símann. „Það er vert að taka fram að einstök símanúmer í símakosningunni eru alveg eins sett upp í kosningakerfinu og nota sama búnað, kosningakerfið hegðar sér því nákvæmlega eins óháð í hvaða kosninganúmer er hringt. Það er að okkar mati útilokað að kosningakerfið hafi hegðað sér ólíkt milli símanúmera, og ekkert sem bendir til þess í skoðun dagsins,“ segir í yfirlýsingu Vodafone.Vísir er í eigu Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone á Íslandi.
Eurovision Tengdar fréttir Kanna hvort álag hafi valdið því að atkvæði komust ekki til skila í einvíginu Ótrúlega leiðinlegt mál, segir höfundur lagsins Í stormi. 4. mars 2018 18:00 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Ari Ólafsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. 5. mars 2018 11:45 Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Sjá meira
Kanna hvort álag hafi valdið því að atkvæði komust ekki til skila í einvíginu Ótrúlega leiðinlegt mál, segir höfundur lagsins Í stormi. 4. mars 2018 18:00
Ari Ólafsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. 5. mars 2018 11:45