Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2018 00:42 Sólveig Anna Jónsdóttir er í skýjunum, ætlar að fagna í nótt en mæta galvösk í fyrramálið á leikskólann þar sem hún starfar og gefa börnunum lýsi og hafragraut. Vísir/Ernir „Þetta er rosalegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar eftir að hafa fengið þau tíðindi að B-listi hennar hefði unnið stórsigur í kosningum til stjórnar félagsins. B-listi Sólveigar fékk 2099 atkvæði á móti 519 atkvæðum A-listans, framboði sitjandi stjórnar. Fylgi Sólveigar og hennar lista var því 80% greiddra atkvæða. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Gagnrýnendur B-listans hafa sagt framboðið ætla að leysa allan vanda með endurteknum verkföllum. Sólveig segir þau orð aldrei hafa komið úr sínum munni. „Þegar við töluðum um verkföll sögðum við að þau væru eitt af beittustu vopnununum sem verkafólk hefði. Svo töluðum við um mikla sigra sem hefðu unnist með samstöðu og mikilfenglegri baráttu. Við höfnum stéttarsamvinnu af því hún hefur ekki gagnast verkafólki og láglaunafólki,“ segir Sólveig sem átti erfitt með að leyna gleði sinni með úrslit kvöldsins. Enda engin ástæða til. Hún var á leiðinni úr húsakynnum Eflingar aftur á kosningavöku B-listans á Bryggjunni á Granda. En hvað tekur svo við? „Ég er að fara að vinna á leikskólanum í fyrramálið, geri kannski ekki mikið en verð á staðnum. Get í það minnsta gefið krökkunum hafragraut og lýsi,“ segir Sólveig. Framundan sé aðalfundur í lok apríl þegar ný stjórn tekur við. „Þetta eru spennandi tímar, jeminn eini.“ Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Þetta er rosalegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar eftir að hafa fengið þau tíðindi að B-listi hennar hefði unnið stórsigur í kosningum til stjórnar félagsins. B-listi Sólveigar fékk 2099 atkvæði á móti 519 atkvæðum A-listans, framboði sitjandi stjórnar. Fylgi Sólveigar og hennar lista var því 80% greiddra atkvæða. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Gagnrýnendur B-listans hafa sagt framboðið ætla að leysa allan vanda með endurteknum verkföllum. Sólveig segir þau orð aldrei hafa komið úr sínum munni. „Þegar við töluðum um verkföll sögðum við að þau væru eitt af beittustu vopnununum sem verkafólk hefði. Svo töluðum við um mikla sigra sem hefðu unnist með samstöðu og mikilfenglegri baráttu. Við höfnum stéttarsamvinnu af því hún hefur ekki gagnast verkafólki og láglaunafólki,“ segir Sólveig sem átti erfitt með að leyna gleði sinni með úrslit kvöldsins. Enda engin ástæða til. Hún var á leiðinni úr húsakynnum Eflingar aftur á kosningavöku B-listans á Bryggjunni á Granda. En hvað tekur svo við? „Ég er að fara að vinna á leikskólanum í fyrramálið, geri kannski ekki mikið en verð á staðnum. Get í það minnsta gefið krökkunum hafragraut og lýsi,“ segir Sólveig. Framundan sé aðalfundur í lok apríl þegar ný stjórn tekur við. „Þetta eru spennandi tímar, jeminn eini.“
Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30