Í skýjunum en verður mætt á leikskólann í fyrramálið til að gefa börnunum lýsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2018 00:42 Sólveig Anna Jónsdóttir er í skýjunum, ætlar að fagna í nótt en mæta galvösk í fyrramálið á leikskólann þar sem hún starfar og gefa börnunum lýsi og hafragraut. Vísir/Ernir „Þetta er rosalegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar eftir að hafa fengið þau tíðindi að B-listi hennar hefði unnið stórsigur í kosningum til stjórnar félagsins. B-listi Sólveigar fékk 2099 atkvæði á móti 519 atkvæðum A-listans, framboði sitjandi stjórnar. Fylgi Sólveigar og hennar lista var því 80% greiddra atkvæða. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Gagnrýnendur B-listans hafa sagt framboðið ætla að leysa allan vanda með endurteknum verkföllum. Sólveig segir þau orð aldrei hafa komið úr sínum munni. „Þegar við töluðum um verkföll sögðum við að þau væru eitt af beittustu vopnununum sem verkafólk hefði. Svo töluðum við um mikla sigra sem hefðu unnist með samstöðu og mikilfenglegri baráttu. Við höfnum stéttarsamvinnu af því hún hefur ekki gagnast verkafólki og láglaunafólki,“ segir Sólveig sem átti erfitt með að leyna gleði sinni með úrslit kvöldsins. Enda engin ástæða til. Hún var á leiðinni úr húsakynnum Eflingar aftur á kosningavöku B-listans á Bryggjunni á Granda. En hvað tekur svo við? „Ég er að fara að vinna á leikskólanum í fyrramálið, geri kannski ekki mikið en verð á staðnum. Get í það minnsta gefið krökkunum hafragraut og lýsi,“ segir Sólveig. Framundan sé aðalfundur í lok apríl þegar ný stjórn tekur við. „Þetta eru spennandi tímar, jeminn eini.“ Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Þetta er rosalegt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður stéttarfélagsins Eflingar eftir að hafa fengið þau tíðindi að B-listi hennar hefði unnið stórsigur í kosningum til stjórnar félagsins. B-listi Sólveigar fékk 2099 atkvæði á móti 519 atkvæðum A-listans, framboði sitjandi stjórnar. Fylgi Sólveigar og hennar lista var því 80% greiddra atkvæða. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Gagnrýnendur B-listans hafa sagt framboðið ætla að leysa allan vanda með endurteknum verkföllum. Sólveig segir þau orð aldrei hafa komið úr sínum munni. „Þegar við töluðum um verkföll sögðum við að þau væru eitt af beittustu vopnununum sem verkafólk hefði. Svo töluðum við um mikla sigra sem hefðu unnist með samstöðu og mikilfenglegri baráttu. Við höfnum stéttarsamvinnu af því hún hefur ekki gagnast verkafólki og láglaunafólki,“ segir Sólveig sem átti erfitt með að leyna gleði sinni með úrslit kvöldsins. Enda engin ástæða til. Hún var á leiðinni úr húsakynnum Eflingar aftur á kosningavöku B-listans á Bryggjunni á Granda. En hvað tekur svo við? „Ég er að fara að vinna á leikskólanum í fyrramálið, geri kannski ekki mikið en verð á staðnum. Get í það minnsta gefið krökkunum hafragraut og lýsi,“ segir Sólveig. Framundan sé aðalfundur í lok apríl þegar ný stjórn tekur við. „Þetta eru spennandi tímar, jeminn eini.“
Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30