Fangelsi og fuglabúr Benedikt Bóas skrifar 7. mars 2018 08:00 Hljómsveitina skipa Heimir Bjarni Ingimarsson, Aðalsteinn, Ingvar Leví Gunnarsson, Arnar Scheving, Hans Friðrik Guðmundsson, Jóhannes Stefánsson. Hljómsveitin Volta frá Akureyri hefur nýverið gefið út breiðskífuna Á nýjan stað. Textarnir í lögunum eru kynngimagnaðir og segir Aðalsteinn Jóhannsson, annar af textahöfundum hljómsveitarinnar, að lagið Betrun fjalli til dæmis um samband hans við konuna sína sem hafi verið komið á endastöð vegna sukks og óhóflegs næturbrölts. Það bjargaðist þó eftir að hann tók sig á. „Textinn er loforð um betri tíð og nokkurs konar afsökunarbeiðni,“ segir hann. Annar texti, við lagið Fuglabúrið, er um eymdina og sársaukann í fangelsum en hljómsveitin spilaði í fangelsinu á Akureyri í október 2016. Þá fæddist textinn og svo lagið sem er stórgott. „Við komum þarna á dimmu haustkvöldi. Það tók á móti okkur fangavörður sem hleypti okkur inn. Þarna var sérstakt andrúmsloft, hlaðið sorg, kvíða og einhverju öðru sem ég þekki ekki. En þær ætluðu greinilega að reyna að hafa gaman og gleyma því í augnablik að þær voru lokaðar inni í fuglabúri,“ segir hann og heldur áfram: „Maður hefur það á tilfinningunni að flestar þessar konur séu fórnarlömb fíknar sinnar. Þær eru mæður, dætur, burðardýr, morðingjar, misfallegar dætur þessa lands. Við spiluðum okkar tónlist í svona 40 mínútur og voru þær fljótar að líða. Þær virtust hafa gaman af og náðu sumir tónarnir inn fyrir skelina. Ég verð að segja það að maður hafði samúð með þessum konum, lokaðar þarna inni fjarri þessu lífi sem við þekkjum flest.“ Hann segir að konurnar hafi verið afar þakklátar fyrir heimsóknina. „Þegar við vorum búnir að ganga frá hljóðfærunum og á leið út þá tekur Heimir söngvari í hurðina og hún er auðvitað læst. Í því stekkur ein konan á lappir og segir við okkur: „Þið komist ekki út, þið eruð læstir inni í fuglabúri.“ Þaðan kemur nafnið á laginu sem ég svo samdi kvöldið eftir þessa heimsókn. Þessi kvöldstund hafði svo sterk áhrif á mig að textinn kom nánast í einni lotu, hárbeittur og sannur. Það var ótrúlega góð tilfinning að ganga út í myrkrið þetta haustkvöld, eftir að hafa glatt þessar þjökuðu sálir.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 með því hugarfari að spila eingöngu frumsamda tónlist og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Aðalsteinn segir að bandið sé búið að æfa stíft og stefni á að koma talsvert fram á næstu misserum. „Við höfum ekki fastmótaða tónlistarstefnu en líklega erum við mest í rokk-sveitatónlistarbræðingi með tilfinningu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Hljómsveitin Volta frá Akureyri hefur nýverið gefið út breiðskífuna Á nýjan stað. Textarnir í lögunum eru kynngimagnaðir og segir Aðalsteinn Jóhannsson, annar af textahöfundum hljómsveitarinnar, að lagið Betrun fjalli til dæmis um samband hans við konuna sína sem hafi verið komið á endastöð vegna sukks og óhóflegs næturbrölts. Það bjargaðist þó eftir að hann tók sig á. „Textinn er loforð um betri tíð og nokkurs konar afsökunarbeiðni,“ segir hann. Annar texti, við lagið Fuglabúrið, er um eymdina og sársaukann í fangelsum en hljómsveitin spilaði í fangelsinu á Akureyri í október 2016. Þá fæddist textinn og svo lagið sem er stórgott. „Við komum þarna á dimmu haustkvöldi. Það tók á móti okkur fangavörður sem hleypti okkur inn. Þarna var sérstakt andrúmsloft, hlaðið sorg, kvíða og einhverju öðru sem ég þekki ekki. En þær ætluðu greinilega að reyna að hafa gaman og gleyma því í augnablik að þær voru lokaðar inni í fuglabúri,“ segir hann og heldur áfram: „Maður hefur það á tilfinningunni að flestar þessar konur séu fórnarlömb fíknar sinnar. Þær eru mæður, dætur, burðardýr, morðingjar, misfallegar dætur þessa lands. Við spiluðum okkar tónlist í svona 40 mínútur og voru þær fljótar að líða. Þær virtust hafa gaman af og náðu sumir tónarnir inn fyrir skelina. Ég verð að segja það að maður hafði samúð með þessum konum, lokaðar þarna inni fjarri þessu lífi sem við þekkjum flest.“ Hann segir að konurnar hafi verið afar þakklátar fyrir heimsóknina. „Þegar við vorum búnir að ganga frá hljóðfærunum og á leið út þá tekur Heimir söngvari í hurðina og hún er auðvitað læst. Í því stekkur ein konan á lappir og segir við okkur: „Þið komist ekki út, þið eruð læstir inni í fuglabúri.“ Þaðan kemur nafnið á laginu sem ég svo samdi kvöldið eftir þessa heimsókn. Þessi kvöldstund hafði svo sterk áhrif á mig að textinn kom nánast í einni lotu, hárbeittur og sannur. Það var ótrúlega góð tilfinning að ganga út í myrkrið þetta haustkvöld, eftir að hafa glatt þessar þjökuðu sálir.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 2015 með því hugarfari að spila eingöngu frumsamda tónlist og leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Aðalsteinn segir að bandið sé búið að æfa stíft og stefni á að koma talsvert fram á næstu misserum. „Við höfum ekki fastmótaða tónlistarstefnu en líklega erum við mest í rokk-sveitatónlistarbræðingi með tilfinningu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“