Vonbrigði hversu hægt miðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. mars 2018 20:00 Alþjóðadagur kvenna var haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti víða um heim í dag. Samgöngur fóru úr skorðum á Spáni þegar konur lögðu niður störf í nafni jafnréttis en á Íslandi var athyglinni beint að skertum hluti kvenna í stjórnendastöðum. Yfirskrift alþjóðadags kvenna í ár er „Press for progress" eða „Þrýstum á þróun" en það gerðu einmitt þúsundir kvenna á Spáni sem lögðu niður störf í dag. Kröfugöngur voru skipulagðar víða um landið og aflýsa þurfti yfir tvö hundruð lestarferðum vegna aðgerðanna. Fyrirtæki og stofnanir sýndu samstöðu með ýmsum hætti en vörumerki Mc'Donalds var til dæmis snúið við þannig að úr því varð W með vísun í orðið women eða konur. Þá gaf leikfangafyrirtækið Mattel út nýjar Barbie dúkkur í formi sterkra kvenpersóna og Ford setti á laggirnar ökuskóla fyrir konur í Sádí-Arabíu sem fá ökuréttindi í júní. „Fyrir konur verður þetta mikil frelsun. Í stað þess að þurfa að treysta á aðra og vera baggi fyrir annað fólk verðum við færar um að koma okkur sjálfar á milli staða," sagði Fatima Haroon sem hóf ökunám í dag. Á Íslandi stóð Félag kvenna í atvinnulífinu fyrir fjölsóttum fundi í Iðnó þar sem áberandi konur úr viðskiptalífinu og forsætisráðherra ávörpuðu fundargesti. Í Kauphöll Íslands var vakin athygli á skertum hlut kvenna í stjórnunarstöðum en í dag er engin kvenforstjóri hjá skráðu fyrirtæki. Forstjóri Kauphallarinnar telur brýnt að rétta af kynjahallann. „Þetta er auðvitað ekki viðunandi og að vissu leyti má segja að það séu ákveðin vonbrigði hversu hægt hefur miðað síðastliðin ár," sagði Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, í dag. Hann telur að fyrirtæki mættu setja sér reglur við ráðningar til að fjölga konum í efstu stöðum. „Það væri hægt að taka tillit til kynjajafnvægis við þær ákvarðanir. Það er ekki erfitt að gera," sagði Páll. Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, sem hringdi bjöllunni í tilefni dagsins telur breytingar nauðsynlegar. „Mér finnst við ekki hafa innistæðu fyrir okkar stöðu á öllum þessum jafnréttismælingum nema við virkilega hugsum um þetta," sagði Sigríður í dag. Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Alþjóðadagur kvenna var haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti víða um heim í dag. Samgöngur fóru úr skorðum á Spáni þegar konur lögðu niður störf í nafni jafnréttis en á Íslandi var athyglinni beint að skertum hluti kvenna í stjórnendastöðum. Yfirskrift alþjóðadags kvenna í ár er „Press for progress" eða „Þrýstum á þróun" en það gerðu einmitt þúsundir kvenna á Spáni sem lögðu niður störf í dag. Kröfugöngur voru skipulagðar víða um landið og aflýsa þurfti yfir tvö hundruð lestarferðum vegna aðgerðanna. Fyrirtæki og stofnanir sýndu samstöðu með ýmsum hætti en vörumerki Mc'Donalds var til dæmis snúið við þannig að úr því varð W með vísun í orðið women eða konur. Þá gaf leikfangafyrirtækið Mattel út nýjar Barbie dúkkur í formi sterkra kvenpersóna og Ford setti á laggirnar ökuskóla fyrir konur í Sádí-Arabíu sem fá ökuréttindi í júní. „Fyrir konur verður þetta mikil frelsun. Í stað þess að þurfa að treysta á aðra og vera baggi fyrir annað fólk verðum við færar um að koma okkur sjálfar á milli staða," sagði Fatima Haroon sem hóf ökunám í dag. Á Íslandi stóð Félag kvenna í atvinnulífinu fyrir fjölsóttum fundi í Iðnó þar sem áberandi konur úr viðskiptalífinu og forsætisráðherra ávörpuðu fundargesti. Í Kauphöll Íslands var vakin athygli á skertum hlut kvenna í stjórnunarstöðum en í dag er engin kvenforstjóri hjá skráðu fyrirtæki. Forstjóri Kauphallarinnar telur brýnt að rétta af kynjahallann. „Þetta er auðvitað ekki viðunandi og að vissu leyti má segja að það séu ákveðin vonbrigði hversu hægt hefur miðað síðastliðin ár," sagði Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, í dag. Hann telur að fyrirtæki mættu setja sér reglur við ráðningar til að fjölga konum í efstu stöðum. „Það væri hægt að taka tillit til kynjajafnvægis við þær ákvarðanir. Það er ekki erfitt að gera," sagði Páll. Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, sem hringdi bjöllunni í tilefni dagsins telur breytingar nauðsynlegar. „Mér finnst við ekki hafa innistæðu fyrir okkar stöðu á öllum þessum jafnréttismælingum nema við virkilega hugsum um þetta," sagði Sigríður í dag.
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira