MAST ekki enn tekið út kvíar Arnarlax Sveinn Arnarsson skrifar 20. febrúar 2018 08:00 Arnarlax á Bíldudal er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins. Vísir/Pjetur Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi mánudaginn 12. febrúar um tvö aðskilin óhöpp hjá fyrirtækinu. Annars vegar var um að ræða skemmd á sjókví Arnarlax í Tálknafirði og hins vegar tilkynnti fyrirtækið að gat hefði komið á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði í kjölfar óveðurs í firðinum. Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar, staðfestir að fyrirtækið hafi enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir, viku eftir að stofnuninni var tilkynnt um óhöppin. „Matvælastofnun var í reglulegum samskiptum við Arnarlax eftir að tjónið kom í ljós vegna úrbóta og bíður nú skýrslu fyrirtækisins um atvikin. Matvælastofnun hefur eftirlit með búnaði fiskeldisfyrirtækja. Sjókvíarnar verða teknar út af stofnuninni eins fljótt og unnt er,“ segir Hjalti. Arnarlax rataði í fréttir í gær þar sem sjókví er sögð hafa sokkið í Tálknafirði. Starfsmenn fyrirtækisins hafa viðurkennt að hafa siglt á kvína með fyrrgreindum afleiðingum. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir þetta alrangt í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. Einn af flothringjum kvíarinnar hafi brotnað, en engin net rofnað. Enginn vafi leiki á því að fiskur hafi ekki sloppið úr kvínni. Hætta er á, þegar gat kemur á sjókvíar, að eldislax sleppi úr kvíunum, en slíkt er flokkað sem mengunarslys. Þá getur eldislax auðveldlega blandast við villtan náttúrulegan laxastofn sem gengur í ár í nágrenni kvíanna. Umhverfisstofnun hafði ekki heyrt af þessum óhöppum hjá Arnarlaxi fyrr en í fjölmiðlum í gær. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að ef grunur leiki á mengunarslysi verði tafarlaust að láta vita af slíku. „Skylt er að tilkynna um mengunaróhöpp samkvæmt starfsleyfi. Ef það er ekki gert telst það frávik,“ segir Björn. Ekki náðist að spyrja Víking Gunnarsson um óhappið sem olli gati á sjókví í Arnarfirði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.Uppfært klukkan 12:59 þar sem Víkingur var rangfeðraður í fyrri útgáfu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00 Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykjavíkur rynni í sjó fram. 9. nóvember 2017 07:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Matvælastofnun barst tilkynning frá Arnarlaxi mánudaginn 12. febrúar um tvö aðskilin óhöpp hjá fyrirtækinu. Annars vegar var um að ræða skemmd á sjókví Arnarlax í Tálknafirði og hins vegar tilkynnti fyrirtækið að gat hefði komið á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði í kjölfar óveðurs í firðinum. Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar, staðfestir að fyrirtækið hafi enn ekki tekið út kvíarnar sem um ræðir, viku eftir að stofnuninni var tilkynnt um óhöppin. „Matvælastofnun var í reglulegum samskiptum við Arnarlax eftir að tjónið kom í ljós vegna úrbóta og bíður nú skýrslu fyrirtækisins um atvikin. Matvælastofnun hefur eftirlit með búnaði fiskeldisfyrirtækja. Sjókvíarnar verða teknar út af stofnuninni eins fljótt og unnt er,“ segir Hjalti. Arnarlax rataði í fréttir í gær þar sem sjókví er sögð hafa sokkið í Tálknafirði. Starfsmenn fyrirtækisins hafa viðurkennt að hafa siglt á kvína með fyrrgreindum afleiðingum. Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, segir þetta alrangt í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gær. Einn af flothringjum kvíarinnar hafi brotnað, en engin net rofnað. Enginn vafi leiki á því að fiskur hafi ekki sloppið úr kvínni. Hætta er á, þegar gat kemur á sjókvíar, að eldislax sleppi úr kvíunum, en slíkt er flokkað sem mengunarslys. Þá getur eldislax auðveldlega blandast við villtan náttúrulegan laxastofn sem gengur í ár í nágrenni kvíanna. Umhverfisstofnun hafði ekki heyrt af þessum óhöppum hjá Arnarlaxi fyrr en í fjölmiðlum í gær. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, segir að ef grunur leiki á mengunarslysi verði tafarlaust að láta vita af slíku. „Skylt er að tilkynna um mengunaróhöpp samkvæmt starfsleyfi. Ef það er ekki gert telst það frávik,“ segir Björn. Ekki náðist að spyrja Víking Gunnarsson um óhappið sem olli gati á sjókví í Arnarfirði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns.Uppfært klukkan 12:59 þar sem Víkingur var rangfeðraður í fyrri útgáfu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00 Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykjavíkur rynni í sjó fram. 9. nóvember 2017 07:00 Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Uppsafnaður úrgangur frá laxeldi fækkar botndýrum Laxeldi Arnarlax við Hlaðseyri í Patreksfirði hefur verið slegið af og fiskur verður ekki settur í kvíarnar. Uppsafnaður lífrænn úrgangur mikill og flyst með straumum inn fjörðinn. 27. september 2017 06:00
Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga Samkvæmt tölum Landssambands fiskeldisstöðva er mengun frá sjókvíum líkt og óhreinsað skólp Reykjavíkur rynni í sjó fram. 9. nóvember 2017 07:00
Segir eftirliti með fiskeldi ábótavant Hann segir að mengun vegna uppsafnaðs úrgangs frá fiskeldi sé fylgifiskur slíkrar starfsemi, en þó ekki mesta áhyggjuefnið. 3. janúar 2018 06:00