Innlent

Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ef fólk er veðurteppt eða fast í umferð er hægt að stytta sér stundir með því að fylgjast með lægðinni á gagnvirku korti.
Ef fólk er veðurteppt eða fast í umferð er hægt að stytta sér stundir með því að fylgjast með lægðinni á gagnvirku korti. Skjáskot

Á höfuðborgarsvæðinu er varað við suðaustan illviðri í dag sem byrjar með snjókomu og skafrenningi en fer svo fljótlega yfir í rigningu. Það getur orðið blint og foktjón er líklegt auk þess sem líklegt er að samgöngur innan borgarmarkanna fari úr skorðum.

Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. Gular viðvaranir eru í gildi annars staðar á landinu.

Búast við hviðum upp í allt að 40 metra á sekúndu á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi um klukkan átta og fram yfir klukkan 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli.

Hægt er að fylgjast með lægðinni fara yfir landið á kortinu hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.