Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 14:39 Fjölskyldurnar fimm lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/Elín Margrét Fimm írakskar flóttamannafjölskyldur komu til landsins í dag, þar af nokkur börn. Að baki er langt og strangt ferðalag frá Jórdaníu og mun fólkið halda ferðinni áfram við komuna til landsins, tvær fjölskyldur fara á Vestfirði og þrjár í Fjarðarbyggð. Fleiri flóttamanna er að vænta á næstu vikum. Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. Þar af eru 10 hinsegin flóttamenn frá Úganda og 32 úr flóttamannabúðum í Jórdaníu, sem koma frá Sýrlandi og Írak.Stór hluti kvótaflóttamannanna eru börn.Vísir/Elín MargrétHópur dagsins, sem telur 21 manns, lenti um klukkan 14 í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar. Að baki er langt og strangt ferðalag en fjölskyldurnar fimm, sem allar eru frá Írak, höfðust lengi við í Jórdaníu og komu til Íslands með flugi frá Frankfurt. Hluti hópsins sem lenti á Íslandi í dag fer á Vestfirði, ein fjölskyldan til Ísafjarðar og hin til Súðavíkur, en alls munu 23 flóttamenn setjast að á svæðinu, tíu fullorðnir einstaklingar, ellefu börn og tvö ungmenni eldri en 18 ára. Annars hluta hópsins er svo að vænta á Vestfirði í næstu viku en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, undirrituðu í dag samning sem lýtur að móttöku, aðstoð og stuðningi við fimm flóttamannafjölskyldur á næstu tveimur árum.Neyðin mest í JórdaníuÞá fer annar hluti hópsins frá Írak sem kom til landsins í dag til Fjarðarbyggðar, tvær fjölskyldur til Neskaupsstaðar og ein til Reyðarfjarðar. Að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu, kemur annar jafnstór hópur flóttamanna frá Írak og Sýrlandi til landsins í næstu viku. „Þetta eru margar fjölskyldur. Þær koma að beiðni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en við báðum þau um upplýsingar um það hvar neyðin væri mest. Þá var það arabískumælandi flóttafólk sem er statt í Jórdaníu,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu í samtali við Vísi. „Þau eru búin að vera í löngu og ströngu ferðalagi. Það verður ekki formleg móttaka þarna núna, sumir eru að fara í flug og aðrir gista hérna í eina nótt.“Hópurinn fyrir utan Leifsstöð í dag.Vísir/Elín Margrét Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. 31. ágúst 2017 10:45 Leita að fimm íbúðum fyrir flóttafólk í Mosfellsbæ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leitar að fimm íbúðum í bænum fyrir tíu flóttamenn frá Úganda sem neyðst hafa til að flýja heimalandið vegna ofsókna. 11. janúar 2018 10:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Fimm írakskar flóttamannafjölskyldur komu til landsins í dag, þar af nokkur börn. Að baki er langt og strangt ferðalag frá Jórdaníu og mun fólkið halda ferðinni áfram við komuna til landsins, tvær fjölskyldur fara á Vestfirði og þrjár í Fjarðarbyggð. Fleiri flóttamanna er að vænta á næstu vikum. Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. Þar af eru 10 hinsegin flóttamenn frá Úganda og 32 úr flóttamannabúðum í Jórdaníu, sem koma frá Sýrlandi og Írak.Stór hluti kvótaflóttamannanna eru börn.Vísir/Elín MargrétHópur dagsins, sem telur 21 manns, lenti um klukkan 14 í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar. Að baki er langt og strangt ferðalag en fjölskyldurnar fimm, sem allar eru frá Írak, höfðust lengi við í Jórdaníu og komu til Íslands með flugi frá Frankfurt. Hluti hópsins sem lenti á Íslandi í dag fer á Vestfirði, ein fjölskyldan til Ísafjarðar og hin til Súðavíkur, en alls munu 23 flóttamenn setjast að á svæðinu, tíu fullorðnir einstaklingar, ellefu börn og tvö ungmenni eldri en 18 ára. Annars hluta hópsins er svo að vænta á Vestfirði í næstu viku en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Gísli Halldór Halldórsson, undirrituðu í dag samning sem lýtur að móttöku, aðstoð og stuðningi við fimm flóttamannafjölskyldur á næstu tveimur árum.Neyðin mest í JórdaníuÞá fer annar hluti hópsins frá Írak sem kom til landsins í dag til Fjarðarbyggðar, tvær fjölskyldur til Neskaupsstaðar og ein til Reyðarfjarðar. Að sögn Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings hjá velferðarráðuneytinu, kemur annar jafnstór hópur flóttamanna frá Írak og Sýrlandi til landsins í næstu viku. „Þetta eru margar fjölskyldur. Þær koma að beiðni Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en við báðum þau um upplýsingar um það hvar neyðin væri mest. Þá var það arabískumælandi flóttafólk sem er statt í Jórdaníu,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu í samtali við Vísi. „Þau eru búin að vera í löngu og ströngu ferðalagi. Það verður ekki formleg móttaka þarna núna, sumir eru að fara í flug og aðrir gista hérna í eina nótt.“Hópurinn fyrir utan Leifsstöð í dag.Vísir/Elín Margrét
Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. 31. ágúst 2017 10:45 Leita að fimm íbúðum fyrir flóttafólk í Mosfellsbæ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leitar að fimm íbúðum í bænum fyrir tíu flóttamenn frá Úganda sem neyðst hafa til að flýja heimalandið vegna ofsókna. 11. janúar 2018 10:37 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. 31. ágúst 2017 10:45
Leita að fimm íbúðum fyrir flóttafólk í Mosfellsbæ Bæjarstjórn Mosfellsbæjar leitar að fimm íbúðum í bænum fyrir tíu flóttamenn frá Úganda sem neyðst hafa til að flýja heimalandið vegna ofsókna. 11. janúar 2018 10:37