Lífið

Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kim var gestur hjá James Corden á dögunum.
Kim var gestur hjá James Corden á dögunum.

Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður.

Þetta er þriðja barn þeirra hjóna en fyrir eiga þau North 5 ára og Saint þriggja ára.

Kim ákvað að leita til staðgöngumóður til að ganga með sitt þriðja barn sökum erfiðleika sem hún upplifði er hún gekk með hin börnin tvo. Stúlkan fékk fljótlega nafnið Chicago West en rapparinn Kanye West er einmitt frá borginni Chicago.

Kim Kardashian birti í vikunni fyrstu myndina af stúlkunni og má sjá myndina hér að neðan. Þess má geta að mæðgurnar eru báðar með svokallaða filtera á sér á myndinni.

 
Baby Chicago
A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.