Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 20:48 Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Tvær húsleitir voru gerðar í dag þar sem þýfi fannst að verðmæti fleiri milljóna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna í gærmorgun eftir að ábending barst frá árvöklum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis í gær barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. „Það var frá nágranna sem að við fengum upplýsingar sem að leiddi til handtöku tveggja aðila í morgun þar sem allt þýfið fannst. Skartgripir og peningar upp á nokkrar milljónir,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í þeirri sömu húsleit fannst þýfi úr fleiri innbrotum en alls hefur lögreglan til rannsóknar um 60 innbrot sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Þá var ráðist í aðra húsleit síðdegis í dag þar sem fannst enn meira þýfi. Allir hinir handteknu eru erlendir ríkisborgarar. „Þeir eru ekki með íslenska kennitölu sem er að segja okkur að þeir hafi ekki dvalið hér og nú er bara þessi hefðbundna rannsóknarvinna í gangi,“ segir Skúli. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Handtökurnar fjórar eru mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er ennþá hvort málin tengist. Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli. Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Tvær húsleitir voru gerðar í dag þar sem þýfi fannst að verðmæti fleiri milljóna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna í gærmorgun eftir að ábending barst frá árvöklum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis í gær barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. „Það var frá nágranna sem að við fengum upplýsingar sem að leiddi til handtöku tveggja aðila í morgun þar sem allt þýfið fannst. Skartgripir og peningar upp á nokkrar milljónir,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í þeirri sömu húsleit fannst þýfi úr fleiri innbrotum en alls hefur lögreglan til rannsóknar um 60 innbrot sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Þá var ráðist í aðra húsleit síðdegis í dag þar sem fannst enn meira þýfi. Allir hinir handteknu eru erlendir ríkisborgarar. „Þeir eru ekki með íslenska kennitölu sem er að segja okkur að þeir hafi ekki dvalið hér og nú er bara þessi hefðbundna rannsóknarvinna í gangi,“ segir Skúli. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Handtökurnar fjórar eru mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er ennþá hvort málin tengist. Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17
Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45