Gríðarvöxtur veldur líka áhyggjum Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 08:00 Fjölgun ferðamanna í gegnum Leifsstöð kallar á fleiri starfsmenn. Suðurnes hagnast á því svo um munar en miklar áskoranir blasa við. Fréttablaðið/Stefán Byggðaþróun Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa stækkað gríðarlega á síðasta hálfa áratug samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar og á vöxturinn þar sér vart fordæmi í byggðaþróun síðustu áratuga. Nálægð Suðurnesja við bæði höfuðborgina og eina stóru fluggátt ina inn í landið skilar því að svæðið er í stórsókn. Bæði er hægt að sækja þjónustu og atvinnu til höfuðborgarinnar en einnig eru gríðarleg umsvif í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði. Suðurnesin hafa um árabil verið í hægum vexti en eftir hrun hefur vöxturinn verið mun hraðari. Aðeins á tveimur áratugum hafa sveitarfélögin gjörbreyst. Til að mynda hefur fólksfjölgun í Vogum verið um 77 prósent og í Reykjanesbæ 71 prósent frá 1998. Í Grindavík hefur fjölgunin á þessum tíma verið um 56 prósent. Því er ljóst að byggðin á Suðurnesjum er í stórsókn, fólki fjölgar á öllum svæðum og atvinnustig er gott á heildina litið. Sveitarfélögin tvö á norðvestanverðu Reykjanesi, Garður og Sandgerði, munu á næstu misserum renna saman í eitt sveitarfélag en fyrir áramót samþykktu íbúar þeirra sameininguna. Samkvæmt KPMG verður til öflugra sveitarfélag með góða eignastöðu sem getur því betur sinnt starfi sínu en áður. Íbúar í nýja sveitarfélaginu verða um 3.400 og verður það því 16. stærsta sveitarfélag landsins. „Það er komið að því núna að það vantar fólk til starfa og atvinnuleysi er nánast ekkert á svæðinu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Hins vegar þarf að hafa það í huga að vöxtur einn og sér þarf ekki að þýða velgengni. Svona fjölgun, eins og við erum að upplifa síðustu þrjú árin, reynir gríðarlega á innviðina og við erum að sjá nokkra vaxtarverki. Sveitarfélögin eru á harðahlaupum við að halda þjónustustiginu uppi en það er ekki hægt að segja það sama um ríkisvaldið sem er mun svifaseinna.“ Bendir Kjartan Már á það að mikil fjölgun feli í sér að þjónusta hins opinbera skerðist, því fjármagn per íbúa til menntunar og heilbrigðisþjónustu verður mun minna á Reykjanesi en annars staðar á landinu. „Við erum ekki að biðja um að fá betri þjónustu en aðrir. Aðeins að við fáum sömu þjónustu og annars staðar. Framlög til heilbrigðismála á Reykjanesi á hvern íbúa hafa hrunið síðustu árin því peningurinn helst ekki í hendur við fjölgun íbúa inn á svæðið.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir sveitarfélagið standa vel og í reynd öll sveitarfélögin á svæðinu. Skuldastaða Garðs og Sandgerðis er nokkuð góð og bæði flugvöllurinn og sjávarútvegurinn skapi mörg störf í hinu nýja sveitarfélagi. „Auðvitað helst það í hendur að fasteignaverð hér hefur verið lægra en í borginni og mikið af fólki hefur komið hingað vegna þess. Að sama skapi hefur fasteignaverð hækkað hér undanfarin þrjú ár. Það er ekki hægt að tala um atvinnuleysi hér þar sem bæði sjávarútvegurinn býr til mörg störf sem og Leifsstöð,“ segir Magnús. „Innviðirnir í Garði standa undir fjölguninni eins og staðan er núna en stutt er í að við þurfum að byggja við leik- og grunnskóla til að takast á við fjölgun barna í sveitarfélaginu. Það er jákvætt.“ Birtist í Fréttablaðinu Vogar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Byggðaþróun Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa stækkað gríðarlega á síðasta hálfa áratug samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar og á vöxturinn þar sér vart fordæmi í byggðaþróun síðustu áratuga. Nálægð Suðurnesja við bæði höfuðborgina og eina stóru fluggátt ina inn í landið skilar því að svæðið er í stórsókn. Bæði er hægt að sækja þjónustu og atvinnu til höfuðborgarinnar en einnig eru gríðarleg umsvif í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnesheiði. Suðurnesin hafa um árabil verið í hægum vexti en eftir hrun hefur vöxturinn verið mun hraðari. Aðeins á tveimur áratugum hafa sveitarfélögin gjörbreyst. Til að mynda hefur fólksfjölgun í Vogum verið um 77 prósent og í Reykjanesbæ 71 prósent frá 1998. Í Grindavík hefur fjölgunin á þessum tíma verið um 56 prósent. Því er ljóst að byggðin á Suðurnesjum er í stórsókn, fólki fjölgar á öllum svæðum og atvinnustig er gott á heildina litið. Sveitarfélögin tvö á norðvestanverðu Reykjanesi, Garður og Sandgerði, munu á næstu misserum renna saman í eitt sveitarfélag en fyrir áramót samþykktu íbúar þeirra sameininguna. Samkvæmt KPMG verður til öflugra sveitarfélag með góða eignastöðu sem getur því betur sinnt starfi sínu en áður. Íbúar í nýja sveitarfélaginu verða um 3.400 og verður það því 16. stærsta sveitarfélag landsins. „Það er komið að því núna að það vantar fólk til starfa og atvinnuleysi er nánast ekkert á svæðinu,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. „Hins vegar þarf að hafa það í huga að vöxtur einn og sér þarf ekki að þýða velgengni. Svona fjölgun, eins og við erum að upplifa síðustu þrjú árin, reynir gríðarlega á innviðina og við erum að sjá nokkra vaxtarverki. Sveitarfélögin eru á harðahlaupum við að halda þjónustustiginu uppi en það er ekki hægt að segja það sama um ríkisvaldið sem er mun svifaseinna.“ Bendir Kjartan Már á það að mikil fjölgun feli í sér að þjónusta hins opinbera skerðist, því fjármagn per íbúa til menntunar og heilbrigðisþjónustu verður mun minna á Reykjanesi en annars staðar á landinu. „Við erum ekki að biðja um að fá betri þjónustu en aðrir. Aðeins að við fáum sömu þjónustu og annars staðar. Framlög til heilbrigðismála á Reykjanesi á hvern íbúa hafa hrunið síðustu árin því peningurinn helst ekki í hendur við fjölgun íbúa inn á svæðið.“ Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segir sveitarfélagið standa vel og í reynd öll sveitarfélögin á svæðinu. Skuldastaða Garðs og Sandgerðis er nokkuð góð og bæði flugvöllurinn og sjávarútvegurinn skapi mörg störf í hinu nýja sveitarfélagi. „Auðvitað helst það í hendur að fasteignaverð hér hefur verið lægra en í borginni og mikið af fólki hefur komið hingað vegna þess. Að sama skapi hefur fasteignaverð hækkað hér undanfarin þrjú ár. Það er ekki hægt að tala um atvinnuleysi hér þar sem bæði sjávarútvegurinn býr til mörg störf sem og Leifsstöð,“ segir Magnús. „Innviðirnir í Garði standa undir fjölguninni eins og staðan er núna en stutt er í að við þurfum að byggja við leik- og grunnskóla til að takast á við fjölgun barna í sveitarfélaginu. Það er jákvætt.“
Birtist í Fréttablaðinu Vogar Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira