Innlent

Ófært víða innanbæjar á Akureyri

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ófært er víða innanbæjar á Akureyri í dag
Ófært er víða innanbæjar á Akureyri í dag Vísir/Auðunn
Í kringum miðnætti í gær var ekkert fólksbílafæri í Naustahverfi á Akureyri og færðin var byrjuð að spillast. Í dag tilkynnti lögreglan á Norðurlandi eystra á Facebook að ófært væri víða innanbæjar á Akureyri í dag. Er fólk beðið að vera ekki á ferðinni á illa búnum bifreiðum. Má búast við töfum á samgöngum víða um landið í dag vegna veðurs. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst og einnig einhverju millilandaflugi.

Sjá einnig: Flugi aflýst vegna veðurs

Lokaðir eru vegirnir um Biskupstungnabraut Mosfellsheiði, Kjósarskarð, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku. Holtavörðuheiði, Vatnsskarð, Þverárfjall, Öxnadalsheiði, Víkurskarð, vegurinn á milli Markarfljóts og Jökulsárlóns, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og svo Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður.

Búast má við því að Hellisheiði og Þrengsli geti lokast fljótlega upp úr 10:00.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður skoðað með mokstur á Þverárfjalli, Öxnadalsheiði, Vatnsskarði og Hofsós - Siglufjörður klukkan  Verið er að opna frá Markarfljóti að Vík en búast má við því að það lokist aftur um 11:00. Búast má við því að sú lokun muni vara fram á mánudag. Vegna lokunar á fjallvegunum milli Faxaflóa og Suðurlands er bent á að Suðurstrandarvegur er opinn. Aka þarf um Grindavík þar sem Krýsuvíkurvegur er ófær.

Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér: Lokanir 11. febrúar 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×