Lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2018 12:07 Reimar Pétursson formaður Lögmannafélags Íslands. Vísir/Anton Brink Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma án þess að upp um það komist en félagið hefur eftirlitsskyldu með fjárvörslu lögmanna, lögum samkvæmt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, nyti trausts í starfi sínu þrátt fyrir að hafa árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að hafa ekki greitt barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, bætur sem því höfðu verið dæmdar í Hæstarétti vegna kynferðisbrots.Kæran hjá Lögmannafélaginu var dregin til baka eftir að sættir náðust í málinu eftir að brotaþoli hafði þurft að ganga á eftir fá bæturnar greiddar. Sem réttargæslumaður barnsins hafði Sif umsjón með fjárvörslureikningi þess og átti að greiða bæturnar út þegar brotaþoli hefði náð átján ára aldri. Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna lögum samkvæmt og segir Reimar Pétursson, formaður að félagið taki hlutverk sitt alvarlega. „Nú þekki ég ekki til þessa tiltekna máls, þetta er mál sem að á sér stað töluvert löngu áður en að ég tek við sem formaður félagsins. Ég get hins vegar staðfest að Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna í samræmi við lög og það hlutverk er tekið mjög alvarlega hjá félaginu og í því fellst meðal annars að lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu og þær skýrslur þurfa að vera staðfestar af löggiltum endurskoðendum.“ Reimar segir að skjólstæðingar lögmanna geti beint kvörtunum vegna starfa lögmanna til sjálfstæðrar úrskurðarnefndar, en í reglum hennar er gert ráð fyrir því að ljúka megi svoleiðis málum með sátt. „Slík sátt, hún getur aldrei leyst lögmann undan því að skila skýrslum til félagsins um fjárvörslu sínar,“ segir Reimar. Reimar segir að það sé því miður svo að skýrsluskil lögmanna séu stundum ófullkomin og við því hafi Lögmannafélagið ákveðið verklag. „Sé ekki úr því bætt innan tiltekins skamms tíma, þá leggur félagið undantekningarlaust til við sýslumann að réttindi viðkomandi lögmanna séu felld niður. Nú er það auðvitað þannig að eftirlit er aldrei fullkomin vörn gegn einhverri misnotkun en mér finnst fremur ólíklegt að einhver misnotkun geti hafa átt sér stað um lengra tímabil, eða verið stórfelld án þess slík komi fram við þetta eftirlit,“ segir Reimar. Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Formaður Lögmannafélags Íslands segir það ólíklegt að lögmaður geti misnotað fjárvörslureikninga til lengri tíma án þess að upp um það komist en félagið hefur eftirlitsskyldu með fjárvörslu lögmanna, lögum samkvæmt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sögðum við frá því að Sif Konráðsdóttir, aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfisráðherra, nyti trausts í starfi sínu þrátt fyrir að hafa árið 2008 verið kærð til Lögmannafélagsins fyrir að hafa ekki greitt barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, bætur sem því höfðu verið dæmdar í Hæstarétti vegna kynferðisbrots.Kæran hjá Lögmannafélaginu var dregin til baka eftir að sættir náðust í málinu eftir að brotaþoli hafði þurft að ganga á eftir fá bæturnar greiddar. Sem réttargæslumaður barnsins hafði Sif umsjón með fjárvörslureikningi þess og átti að greiða bæturnar út þegar brotaþoli hefði náð átján ára aldri. Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna lögum samkvæmt og segir Reimar Pétursson, formaður að félagið taki hlutverk sitt alvarlega. „Nú þekki ég ekki til þessa tiltekna máls, þetta er mál sem að á sér stað töluvert löngu áður en að ég tek við sem formaður félagsins. Ég get hins vegar staðfest að Lögmannafélagið fer með eftirlit með fjárvörslu lögmanna í samræmi við lög og það hlutverk er tekið mjög alvarlega hjá félaginu og í því fellst meðal annars að lögmenn þurfa að skila árlega skýrslu til félagsins um fjárvörslu og þær skýrslur þurfa að vera staðfestar af löggiltum endurskoðendum.“ Reimar segir að skjólstæðingar lögmanna geti beint kvörtunum vegna starfa lögmanna til sjálfstæðrar úrskurðarnefndar, en í reglum hennar er gert ráð fyrir því að ljúka megi svoleiðis málum með sátt. „Slík sátt, hún getur aldrei leyst lögmann undan því að skila skýrslum til félagsins um fjárvörslu sínar,“ segir Reimar. Reimar segir að það sé því miður svo að skýrsluskil lögmanna séu stundum ófullkomin og við því hafi Lögmannafélagið ákveðið verklag. „Sé ekki úr því bætt innan tiltekins skamms tíma, þá leggur félagið undantekningarlaust til við sýslumann að réttindi viðkomandi lögmanna séu felld niður. Nú er það auðvitað þannig að eftirlit er aldrei fullkomin vörn gegn einhverri misnotkun en mér finnst fremur ólíklegt að einhver misnotkun geti hafa átt sér stað um lengra tímabil, eða verið stórfelld án þess slík komi fram við þetta eftirlit,“ segir Reimar.
Tengdar fréttir Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Ráðherra treystir aðstoðarmanni þrátt fyrir kæru til Lögmannafélagsins Sif Konráðsdóttir, annar aðstoðarmaður núverandi umhverfisráðherra, var árið 2008 kærð til Lögmannafélagsins fyrir að greiða barni, sem hún starfaði sem réttargæslumaður fyrir, ekki bætur sem dæmdar höfðu verið í Hæstarétti. 10. febrúar 2018 19:30