Innbrotsþjófur skríðandi hinn rólegasti um húsið Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2018 14:38 Þjófurinn skreið um húsið eins og snákur. Hjónunum finnst sem það sé skítugt eftir þessa óvelkomnu heimsókn. „Gott að vera með svona græju sem nær myndum af þrjóti sem þessum en óhugnanlegt að sjá innbrotsþjófa skríða um gólfin heima hjá sér. Þetta er nauðgun á heimilinu, manni finnst það skítugt eftir,“ segir Freysteinn G. Jónsson fyrrverandi flugmaður íbúi við Rauðgerði í Reykjavík. Freysteinn var staddur í Bandaríkjunum þá er Vísir ræddi við hann. Eiginkona hans Björg Magnúsdóttir birti myndir af innbrotsþjófinum á Facebooksíðu sinni, sem vakið hefur mikla athygli og nokkurn óhug.Skreið hinn rólegasti um húsið Þau hjónin eru með öryggismyndavél í húsi sínu og brá illilega í brún þegar þau sáu innbrotsþjóf athafna sig hinn rólegasti í húsi þeirra. Freysteinn á myndbandsupptöku af þjófinum og myndir. Freysteinn tilkynnti innbrotið til lögreglu sem kom á staðinn í gærkvöldi og gerði þá vettvangskönnun og skýrslu. Freysteinn hefur ekkert heyrt í þeim síðan og gerir ekkert frekar ráð fyrir því að þeir nái í skottið á þessum þrjóti þó þeir hafi dreift myndum af honum innan sinna raða.Innbrotsþjófurinn var hinn rólegasti og var í um hálftíma að athafna sig á heimilinu.Þjófurinn var hinn rólegasti, skreið um gólf og lét greipar sópa. Að sögn Freysteins var allt á rúi og stúi í húsinu en þjófurinn var einkum á höttunum eftir skartgripum, úrum og einhverju því sem hann gæti borið með sér á brott. Hann leit ekki við stærri hlutum svo sem sjónvarpi eða öðrum tækjum.Kannaði aðstæður í hverfinu „Það er gott nágrannaeftirlitið í Rauðagerðinu þar sem við búum, fólk er að fylgjast með og vitað er ef einhver er ekki heima í einhvern tíma. Fólk þekkist ágætlega,“ segir Freysteinn. Nágrannakona hans hafi tekið eftir ungum manni á vappi um hverfið, sem var eins klæddur og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hún sá hann taka í hurðarhún frístundaheimilis þarna í hverfinu þannig að hann hefur verið að kanna álitlega staði. „Svo hefur hann látið til skara skríða þegar hann áttaði sig á því að það var enginn heima. Þjófavarnakerfið fór í gang en hann beið bara þar til slokknaði á því og svo fór hann skríðandi um húsið. Hann virðist hafa getað athafnað sig í hálftíma. Líklega er hann að skríða til að vera undir geislum skynjaranna í þjófavörninni. En, myndavélin mín tók mynd af honum þarna í stofunni. Hann er ekkert að flýta sér, liggur þarna á gólfinu og er hinn rólegasti að virða fyrir sér aðstæður.“ Þjófurinn lét til sín taka inni á baðherbergi, inni í svefnherbergi en að sögn Freysteins eru engar alvarlegar skemmdir á húsinu sjáanlegar. Þau hjónin eru væntanleg til landsins á miðvikdagsmorgun og þá verður það skoðað betur. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Gott að vera með svona græju sem nær myndum af þrjóti sem þessum en óhugnanlegt að sjá innbrotsþjófa skríða um gólfin heima hjá sér. Þetta er nauðgun á heimilinu, manni finnst það skítugt eftir,“ segir Freysteinn G. Jónsson fyrrverandi flugmaður íbúi við Rauðgerði í Reykjavík. Freysteinn var staddur í Bandaríkjunum þá er Vísir ræddi við hann. Eiginkona hans Björg Magnúsdóttir birti myndir af innbrotsþjófinum á Facebooksíðu sinni, sem vakið hefur mikla athygli og nokkurn óhug.Skreið hinn rólegasti um húsið Þau hjónin eru með öryggismyndavél í húsi sínu og brá illilega í brún þegar þau sáu innbrotsþjóf athafna sig hinn rólegasti í húsi þeirra. Freysteinn á myndbandsupptöku af þjófinum og myndir. Freysteinn tilkynnti innbrotið til lögreglu sem kom á staðinn í gærkvöldi og gerði þá vettvangskönnun og skýrslu. Freysteinn hefur ekkert heyrt í þeim síðan og gerir ekkert frekar ráð fyrir því að þeir nái í skottið á þessum þrjóti þó þeir hafi dreift myndum af honum innan sinna raða.Innbrotsþjófurinn var hinn rólegasti og var í um hálftíma að athafna sig á heimilinu.Þjófurinn var hinn rólegasti, skreið um gólf og lét greipar sópa. Að sögn Freysteins var allt á rúi og stúi í húsinu en þjófurinn var einkum á höttunum eftir skartgripum, úrum og einhverju því sem hann gæti borið með sér á brott. Hann leit ekki við stærri hlutum svo sem sjónvarpi eða öðrum tækjum.Kannaði aðstæður í hverfinu „Það er gott nágrannaeftirlitið í Rauðagerðinu þar sem við búum, fólk er að fylgjast með og vitað er ef einhver er ekki heima í einhvern tíma. Fólk þekkist ágætlega,“ segir Freysteinn. Nágrannakona hans hafi tekið eftir ungum manni á vappi um hverfið, sem var eins klæddur og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hún sá hann taka í hurðarhún frístundaheimilis þarna í hverfinu þannig að hann hefur verið að kanna álitlega staði. „Svo hefur hann látið til skara skríða þegar hann áttaði sig á því að það var enginn heima. Þjófavarnakerfið fór í gang en hann beið bara þar til slokknaði á því og svo fór hann skríðandi um húsið. Hann virðist hafa getað athafnað sig í hálftíma. Líklega er hann að skríða til að vera undir geislum skynjaranna í þjófavörninni. En, myndavélin mín tók mynd af honum þarna í stofunni. Hann er ekkert að flýta sér, liggur þarna á gólfinu og er hinn rólegasti að virða fyrir sér aðstæður.“ Þjófurinn lét til sín taka inni á baðherbergi, inni í svefnherbergi en að sögn Freysteins eru engar alvarlegar skemmdir á húsinu sjáanlegar. Þau hjónin eru væntanleg til landsins á miðvikdagsmorgun og þá verður það skoðað betur.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira